1.9.2010 | 14:31
Borga glaðir
Málefni Reykjanesbæjar hafa eðlilega verið mikið í umræðunni, enda fjármálastaðan býsna skuggaleg, en það hvílir ekki skuggi yfir öllu í bítlabænum.
Að einu leyti er Reykjanesbær ekki í skugganum, heldur baðaður farsælu ljósi. Öfugt við skilgreiningu hefðbundinnar pólitíkur, standa forráðamenn í Reykjanesbæ að einni þeirri bestu félagsþjónustu sem fyrirfinnst í landinu. Sérhver sá, sem um sárt á að binda einhverra hluta vegna, fötlunar, geðraskana eða annars sem herjar á mannfólkið, er líklega best kominn í Reykjanesbæ af öllum sveitarfélögum landsins.
Eftir því sem ég best veit, og hef nokkuð fyrir mér í því, er félagsþjónusta Reykjanesbæjar til mikillar fyrirmyndar og vissulega kostar hún sitt. Það vita Árni og félagar, en borga samt glaðir.
Hægri hvað? Vinstri hvað?
Heiður þeim sem heiður ber!
PS. Taktu þátt í könnuninni hér til vinstri!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 602569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.