1.9.2010 | 17:04
Ísland, nei takk
Ísland er ekki einvörðungu eyja vegna legu landsins í Atlantshafinu. Landið er líka illa þokkuð eyja í fjármálaheimi Vesturlanda.
Þýskaland mun vera það ríki í Evrópu sem mesta getu hefur til að lána til stórra framkvæmda. Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í dag kom fram að bærinn hefði lengi átt viðskipti við þýskan banka, ekki hvað síst vegna Hafnarfjarðarhafnar. Fulltrúar bæjarins áttu nýverið í viðræðum við bankann um endurfjármögnun eða framlengingu lána.
Svarið sem þeir fengu var kurteislegt, en ákaflega skýrt.
Við viljum ekki eiga nein lánaviðskipti við Ísland, ekki Hafnarfjörð sérstaklega, heldur allt Ísland.
Margir þýskir bankar fóru illa út úr íslenska bankahruninu.
Nú sjá þeir bara rautt þegar minnst er á Ísland.
Nú eru margir að kalla eftir stórum framkvæmdum til að örva atvinnulífið.
Hvar eigum við að fá lán? Vill nokkur lána okkur?
PS. Taktu þátt í könnuninni hér til vinstri!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér skilst að fyrirtækið Kredia.is láni svona skyndi- og neyðarlán. Það gæti alla vega verið byrjunin.
Hólímólí (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 17:23
Jú, jú, það munar um hverja krónu!
Björn Birgisson, 1.9.2010 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.