Glataður ráðherrakapall?

Verið er að leggja lokahönd á breytingar á ríkisstjórn Íslands, sem m.a. fela í sér að Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra láti af störfum. Ögmundur skal inn fyrir Álfheiði og Guðbjartur Hannesson inn fyrir Kristján Möller, sem reyndar hefur staðið sig ágætlega. Þessi uppstokkun mun ekki virka og ekki hljóta hljómgrunn hjá landanum. Kannski er eitthvað allt annað að krauma í pottum heilagrar Jóhönnu!

Eins og staðan er núna er full þörf fyrir 12 vinnusama ráðherra.

Það verður seint sagt að stjórnviska sé mikil hér á ísalandinu okkar kalda. Að henda Rögnu og Gylfa fyrir borð af þjóðarskútunni er það heimskulegasta í stöðunni. Nær hefði verið að henda einum VG ráðherra í hafið og öðrum Samfylkingarmanni með honum, báðum í björgunarvestum og með gúmmítuðru og kaffibrúsa sér til bjargar á landleiðinni.

Ekkert veitir af 12 ráðherrum, nú þegar verkefnin flæða upp úr öllum skúffum ráðuneytanna. Langbesta breytingin á ríkisstjórninni hefði verið sú að fjölga óflokksbundnum ráðherrum úr tveimur í fjóra. Það væri í anda og átt til þjóðstjórnar hugmyndanna, sem svo margir Íslendingar, úr öllum flokkum, virtust vera býsna skotnir í eftir hrunið.

Nú virðist eiga að fórna Rögnu og Gylfa á heimskulegu altari stjórnmálanna til að koma fólki að sem er ekki hálfdrættingar á við fórnarlömbin að viti, visku eða getu. Flokksgæðingum krata og VG. Kannski ekki slæmu fólki, en Gylfi og Ragna eru fagmenn. Arftakar þeirra verða líklega "bara" stjórnmálamenn.

Verði sú raunin er komið að skilnaðarstund margra við þessa ríkisstjórn.

En spyrjum að leikslokum. Sjáum hvaða trompum Jóhanna ætlar að spila út á lokasprettinum áður en haldið verður að Bessastöðum síðla í fyrramálið.

Ég óttast að í þessu spili sé hún með eintóma hunda á hendi.

Á sama tíma og ég þakka Rögnu og Gylfa frábær störf á erfiðum tímum, þakka ég ríkisstjórninni samfylgdina fari allt á versta veg, sem ég óttast.

PS. Taktu þátt í könnuninni hér til vinstri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hunda? Þú meinar jókera?

Hólímólí (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 21:46

2 identicon

Eru þetta ekki bara örvæntingarráð til að friða "villta, tryllta vinstrið"?

Mín vegna má fórna þingræðinu eins og það leggur sig (lesist; ráðherraræðinu, þar sem þingmenn úr meirihlutanum setjast í ráðherrastóla og leggja fram öll helstu frumvörpin).

Þrískipting valdsins í dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald (í anda Locke og Montesquieu) er ekkert að virka hér. Og þegar ráðherrar skipa svo dómara er vitleysan fullkomnuð!

Þó eru ekki allir hrifnir af störfum þeirra Gylfa og Rögnu, t.d. Jónas...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 22:01

3 Smámynd: Björn Birgisson

Andskotans vitleysa, það liggur afar illa á mér og ef ég svara einhverju, verður það bara með meiðyrðum og skætingi!

Björn Birgisson, 1.9.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband