Engiltær nauðgun

"Að sama skapi er stór hluti landsmanna ósáttur við þá ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að segja ekki af sér þingmennsku."

Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemur ekki í veg fyrir þingsetu Guðlaugs Þórs og Þorgerðar Katrínar mun hann verða að athlægi allra hugsandi kjósenda á Íslandi, nema kannski fárra innvígðra í Bláherinn, sem hafa ekkert siðferði og hafa aldrei haft.

Steinunn Valdís druslaðist í burtu, enda ekkert annað í stöðunni fyrir hana. Gott hjá henni.

Seta Guðlaugs Þórs og Þorgerðar Katrínar á Alþingi, eftir allt sem á undan hefur gengið, er fullkomin móðgun við lýðveldið Ísland. Hún væri:

Tær nauðgun allra góðra gilda.

PS. Taktu þátt í könnuninni hér til vinsrti!


mbl.is Sáttir við Steinunni Valdísi en ósáttir með Þorgerði Katrínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það virðast allir forystumenn stjórnmálaflokkanna vera einhuga um það að það sé alfarið spilltra einstaklinga á ákveða hvort þeir hverfi frá borði eða ekki. Það er alveg nýtt fyrir mér að skipstjóra og útgerð sé alveg sama hvernig skipið er mannað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2010 kl. 23:35

2 Smámynd: Björn Birgisson

Nýtt fyrir mér líka!

Björn Birgisson, 1.9.2010 kl. 23:46

3 identicon

Heilir og sælir; Björn - og aðrir gestir þínir !

Má til; um leið og ég þakka þér þarfa ádrepuna, á þennan mannskap Björn minn, að benda þér á, að Lýðveldið Ísland, leið undir lok, í September lok / Otóber byrjun 2008 - og við tók; óaldarríkið Ísland.

Þar; sem hinir sterku, yfirganga þá veikari, óátalið - og, komast upp með það.

Með beztu kveðjum; sem oftar og fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 23:49

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

La´tum sker hæfa kjafti.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 00:04

5 Smámynd: Björn Birgisson

Kristján Sigurður, vissulega er við hæfi að láta skel hæfa kjafti. Spurningin verður bara alltaf, hvaða skel og hvaða kjafti?

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 00:11

6 identicon

Trúi og treysti að allir sem hafa hingað til kosið í hinni þörfu könnun þinni hér til vinstri hafi kynnt sér hina mjög svo áhugaverðu reikninga Reykjanesbæjar áður en þeir kusu.  Því óneitanlega mjög sláandi plagg sem sennilega gefur ótvírætt eina mögulega svarið við könnuninni :-o

http://www.reykjanesbaer.is/upload/files/Fjárhagsáætlun%202010_05.01.2010_lokaeintak__.pdf

Ps. mikið væri óskandi að fjölmiðlafólk sem fjallar um þjóðmál og efnahagsmál A. kynnu að lesa ársreikninga og B. hefðu fyrir því að lesa þá áður en skrifa / taka viðtöl um þessi málefni! 

ASE (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 00:42

7 Smámynd: Björn Birgisson

ASE, kærar þakkir fyrir innlitið. Ég hef, að mínu mati, reynt að gæta sanngirni gagnvart fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar í minni umfjöllun og gef mig aldrei í því að félagslega hefur Sjálfstæðisflokkurinn í bítlabænum staðið sig frábærlega.

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 01:13

8 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar Helgi, baráttan er rétt að byrja! Henni mun reyndar aldrei ljúka! Takk fyrir innlitið!

Með góðum kveðjum, BB

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 01:17

9 identicon

Sæll Björn, langar að fá nánari skýringu á svari þínu sem beint til mín.  Þú segir að hafir reynt að gæta sanngirni gagnvart fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar í þinni umfjöllun.  Það tel ég mikils vert, maður á alltaf að leitast við að sýna sanngirni í hverju því máli sem maður tjáir sig um :-)  Og sem mér finnst þú yfirleitt alltaf gera (um þetta mál sem önnur).

Verð samt að spyrja, hefurðu kíkt á reikninga Reykjanesbæjar?  Mjööööggg áhugaverð lesning, mæli eindregið með því að kíkja á þá!  Og ekki verður málið minna áhugavert ef maður reynir að kynna sér aðeins betur Eignarhaldsfélagið Fasteign - EFF frá leigu til eigu! (sver það, þeirra eigið slagorð!!!!).  Þegar talað er um Rannsóknarnefnd hér og Rannsóknarnefnd þar þá dettur manni óneitanlega í hug að eins og ein Rannsóknarnefnd þarna suður með sjó gæti verið við hæfi!

Þú segir ennfremur að teljir að félagslega hafi Sjálfstæðisflokkurinn í bítlabænum staðið sig frábærlega.  Held að skilji hvað þú átt við.  Þekki nóg til þarna suður með sjó til að vita að Ljósanótt hefur verið mikil lyftistöng fyrir bæinn, og svo hefur einhver tröllkona flutt inn í Bergið og svo er náttúrulega komið frábært mjög verðskuldað Bítlasafn til heiður Rúnari Júl.  EEEENNNN er ekki "félagslegi" hlutinn "bónus" sem "gjaldþrota" einstaklingar / sveitarfélög hafa ekki efni á.  Er það bara því miður ekki ein af þessum erfiðu "fact of life".  Er hægt að standa sig frábærlega í félagslega hlutanum og setja bæjarfélagið á hausinn á sama tíma?  Kjósendur Reykjanesbæjar síðasta VOR virðast hins vegar hafa verið mér fullkomlega ósammála!!!!  

Svo er sanngjarnt að segja að Reykjanesbúar séu núna félagslega happy á hausnum?  Sennilega ekki, ekki frekar en að segja að engin þjóð hafi farið á hausinn á fínni bílaflota en Íslendingar :-o  Málið mun flóknara en það en niðurstaðan samt sennilega svipuð!  Ég græt örlög beggja, og ég meina það.

ASE (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 01:45

10 Smámynd: Björn Birgisson

ASE, ég læt vera að svara þér efnislega að þessu sinni. Orðin þín standa hér, öllum sem lesa til umhugsunar, ég þakka þér af einlægni, og meina það frá hjartans rótum, fyrir þetta innlegg. Góða nótt!

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband