Þunnur þrettándi

"Kristján L. Möller sagðist stoltur af sínum störfum og beindi þeim tilmælum til eftirmanns síns að láta ekki samgöngumálin týnast í stóru ráðuneyti innanríkismála."

Kristján L. Möller gerði að mínu mati allt það sem í hans valdi stóð til að hrinda mannfrekum framkvæmdum af stað á þessum erfiðu tímum. Brottför hans úr ríkisstjórninni styrkir hana ekki. Guðbjartur Hannesson þarf að standa vel í stykkinu til að réttlæta þessa hrókeringu.

Brottför Rögnu Árnadóttur og Gylfa Magnússonar veikir ríkisstjórnina, en sparar nokkrar krónur.

Ögmundur inn, Álfheiður út. Kemur út á sléttu pari að öðru leyti en því að kominn er múll á Ögmund. Kannski er það ávinningur.

Ég get með engu móti séð þessa styrkingu á ríkisstjórninni sem leiðtogar flokkanna eru að hamra á. Ekkert veitir af 12 ráðherrum, nú þegar verkefnin flæða upp úr öllum skúffum ráðuneytanna. Langbesta breytingin á ríkisstjórninni hefði verið sú að fjölga óflokksbundnum ráðherrum úr tveimur í fjóra. Það væri í anda og átt til þjóðstjórnar hugmyndanna, sem svo margir Íslendingar, úr öllum flokkum, virtust vera býsna skotnir í eftir hrunið.

Þessi uppstokkun er meira í ætt við breytingu breytingarinnar vegna en styrkingu stjórnvaldsins.

Óttalega þunnur þrettándi.


mbl.is Yfirgefa ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefur lækkað til muna í efra hólfi stundaglass ríkisstjórnarinnar. Illt er að missa Kristján, ef Hannes þurfti nauðsynlega inn, hefði orðið minnstur missir af Árna Páli að mínu viti. Hrókering Ögmundar og Álfheiðar þéttir ekki lekann á skútunni, undarlegt ef menn halda það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2010 kl. 14:08

2 Smámynd: Björn Birgisson

Gæti þetta verið stundaglas ríkisstjórnarinnar?

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 14:15

3 identicon

Til hamingju Ísland við erum laus við Álfheiði og gagnlausa Gylfa en mínar samúðarkveðjur með að missa Rögnu og þurfa enn að sitja uppi með Jón Bjarnason!

Ólafur Tryggvason (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 14:16

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég fæst ekki til að hallmæla Kristjáni M. þó margir geri sér far um það. En auðvitað er hann fyrst og fremst þessi hefðbundni landsbyggðarþingmaður án þess þó að skilja að eina haldbæra bjargræði þeirra byggða sem hann er fulltrúi fyrir er auðvitað það að beita sér af alefli fyrir byggðatengdum aflaheimildum.

Byggðatengdar aflaheimildir mega hinsvegar aldrei vera framseljanlegar. (fremur en nokkrar aðrar aflaheimildir) 

Það á enginn að hafa heimild til að setja lífsafkomu fólks á uppboðsmarkað.

Árni Gunnarsson, 2.9.2010 kl. 15:17

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Flott stundaglas. Það má bæta því við að þó ráðherrunum hafi verið fækkað, var þeim í raun fjölgað um tvo. Það verða 14 ráðherrar á launum næstu 6 mánuði, þó aðeins 10komi að verki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2010 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband