Áhyggjur allan hringinn

"Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í lok umræðu um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag að ástæða væri til að hafa áhyggjur af stjórnarandstöðunni."

Þetta er auðvitað alveg rétt hjá Jóhönnu, en síðan má benda á að það er einnig rík ástæða til að hafa miklar áhyggjur af ríkisstjórninni. Það er nefnilega þannig að þróun stjórnmálanna í okkar ágæta landi hefur verið þess eðlis að það er rík ástæða til að hafa áhyggjur af þeim í heild sinni.

Íslendingar mæta betur á kjörstað en margar aðrar þjóðir, en þegar þeir eru spurðir hvort þeir treysti og trúi á stjórnmálamennina sem þeir kusu, svara flestir því neitandi, undarlegt sem það nú er!

Alþingi, sem á að vera virðulegasta stofnun lýðveldisins, fær oftast falleinkunn þegar spurt er um tiltrú fólks á ýmsum stofnunum og starfsemi í þjóðfélaginu.

Þannig að Jóhanna Sigurðardóttir þarf augljóslega að hafa áhyggjur af fleiru en stjórnarandstöðunni.

Hvernig var bekkurinn á Alþingi setinn í dag? Mættu Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín? Þarf nokkuð að hafa áhyggjur af þeim?


mbl.is Hefur áhyggjur af stjórnarandstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Nokkuð vel orðað hjá þér.

Landfari, 2.9.2010 kl. 16:54

2 Smámynd: Björn Birgisson

Landfari, takk fyrir.

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 16:58

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég skrifa undir þetta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2010 kl. 17:41

4 Smámynd: Björn Birgisson

Gott að heyra stolti afi!

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 602878

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband