2.9.2010 | 18:25
Litla Gunna og litli Jón í búðinni
Hjónakorn í Grindavík voru stundum að velta því fyrir sér hve miklum fjármunum þau eyddu í marvöruverslun bæjarins. Höfðu auðvitað rökstuddan grun um fjárhæðina, en alla vissu skorti, þar sem öllum nótum var hent jafnóðum.
Þá datt karlinum í hug að útbúa Exel skjal í tölvunni sinni og slá þar inn upphæð í hvert sinn sem komið var heim með fenginn úr Nettó búð bæjarins. Matvörur, hreinlætisvörur og allt hitt sem fólk kaupir í svona búðum.
Nú eru liðnir nákvæmlega 10 mánuðir síðan þessar bókhaldsæfingar hjónanna hófust og tekið skal fram að engin börn eru á heimilinu, en karlinn getur verið býsna barnalegur á stundum.
Jólamánuðurinn var auðvitað útgjaldafrekastur og að honum liðnum lágu um 120 þúsund frá hjónunum eftir í búðarkassanum hjá Nettó.
Að meðaltali námu innkaupin 78 þúsund krónum á mánuði þessa 10 síðustu mánuði.
Er það vel sloppið eða eru hjónin dæmigerðir íslenskir bruðlarar?
Að fenginni þessari niðurstöðu sögðust hjónin vera ósköp ánægð með að öll börnin væru löngu flogin úr hreiðrinu!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég myndi segja að þetta væri bruðl. Að borða einn banana annan hvern dag og drekka vatn með eins og ég geri er mun ódýrara.
Hólímólí (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 19:38
Hólímólí, þessi neysla þín skýrir reyndar ýmislegt í skrifum þínum!
Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.