Djöfuls hræsni

Fram kom á vef samgönguráðuneytisins í dag, að  Kristján L. Möller, sem lét í dag af embætti samgönguráðherra, hefði veitt flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu þotna fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program.

Nú er búið að draga þetta til baka af æðsta fólki ríkisstjórnarinnar. Möllerinn er floginn á braut og Ögmundur Jónasson á að leiða þetta mál til lykta.

Það er algjör óþarfi að bíða eftir hans niðurstöðu. Þessi starfsemi óvopnaðra herflugvéla verður aldrei leyfð á Keflavíkurflugvelli á meðan hann situr á ráðherrastól, nema því aðeins að hann detti illilega á höfuðið eða fari í einhvers konar umpólun. Það mátti auðveldlega sjá og heyra af svari hans í Kastljósi í kvöld.

Flugvélar verða því aðeins herflugvélar beri þær vopn, sem þessar gera ekki, en vissulega er hér um þjálfun að ræða sem tengist hernaði beint og óbeint. Rétt eins og Ísland tengist hernaði beint og óbeint með veru sinni í NATO, en NATO mun nýtast þessi þjálfun hér ágætlega.

Hræsnin í þessu máli er algjör. Þessi starfsemi mun fara fram einhvers staðar. Við erum aðilar að hernaðarbandalaginu NATO, þótt við séum herlaust land nú, eftir setu herliðs hér í vel rúma hálfa öld, með stuðningi mikils meirihluta þjóðarinnar.

Enn og aftur mun ríkisstjórnin rífa 150-200 störf frá Suðurnesjamönnum með rökum sem flokkast undir ekkert annað en taumlausa hræsni og löngu úrelt dekur við blaðrið í herstöðvarandstæðingum fyrri ára.

Kristján L. Möller: Kærar þakkir fyrir þessa viðleitni þína á lokasprettinum. Það var eftir henni tekið hér suður með sjó.

Hafni ríkisstjórnin þessari starfsemi, skal hún líka leggja drög að því að Ísland stigi skrefið til fulls og gangi úr NATO.

Djöfuls hræsni!


mbl.is Segja ekkert samkomulag um herþotur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef ekki farið leynt með skoðun mína á þessum hertóla hugmyndum, ég tel það ekki hræsni af minni hálfu, þó Ísland sé í NATO, því ég hef alla tíð verið andvígur aðild að því apparati.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2010 kl. 20:13

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, það er algjör lykill að skráargati lýðræðisins að öllum sé frjálst að hafa sínar skoðanir á öllum hlutum. Vissulega gengur sá lykill ekki alltaf að skráargati þess að virða aðrar skoðanir og umgangast þær með virðingu við hæfi. Viltu úr NATO, bloggskrifari góður?

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 20:33

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef Ögmundur hefur eitthvert tækifæri til þess að slárta þessu verkefni mun hann gera það.

Það er ótrúlegt hvað Samfylkingin ætlar að púkka upp á vg lengi - óvild vg gagnvart atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi er með ólíkindum -

Að ganga úr Nato - fáránlegt - kemur ekki til greina - en ég veit af áhuga vg að gera það -

Það er mikil óánægja innan Samfylkingar með að Jón sé enn í ríkisstjórn og að Ögmundur sé kominni inn aftur - þessi breyting veikir ríkisstjórnina -

Óðinn Þórisson, 2.9.2010 kl. 20:36

4 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn segir: "Þessi breyting veikir ríkisstjórnina"

Því er ég sammála.

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 20:40

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Tengist þetta ECA Program fyrirtæki NATO? Björn, ef þú veist eitthvað um þetta fyrirtæki, eignarhald, tengsl við aðrar þjóðir, o.s.frv. endilega deildu því með okkur hinum. Það er leyndin í kringum þetta sem mörgum líkar illa, nema helst fólki í Reykjanesbæ. Einnig er það nokkuð sérstakt að Hvít-Rússar skuli sverja það af sér að þeir séu að selja ECA Program allar þessar vopnlausu herþotur, ekki satt?

Sigurður Hrellir, 2.9.2010 kl. 20:51

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, ég vil úr NATO. Það hefur aldrei gagnast okkur nema síður sé að vera í NATO. Allar þær árásir sem sem við höfum orðið fyrir hafa verið gerðar af bandalagsríki okkar í NATO, herskipaíhlutun í þorskastríðunum og efnahagsárásin með hryðjuverkalögunum bresku. NATO hefur ekkert af þessu viljað vita. Það var leitað til Bandaríkjanna og fleiri bandalagsríkja um hentug og hraðskreið skip þegar eitt þorskastríðið stóð sem hæst. Svörin voru að vísu kurteisileg en þýdd á Íslenskt alþýðumál voru þau auðskilin: Hoppið upp í rassgatið á ykkur! Já ég vill úr NATO!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2010 kl. 20:52

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég er algjörlega sammála Axeli Jóhanni og ég veit ekki hvort þetta hollenska fyrirtæki ECA Program hafi verið eitt af verktökum bandaríska hersins í Írak.

Kristbjörn Árnason, 2.9.2010 kl. 21:04

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Varðandi þoturnar, þá eru þær sjálfar vopn þótt þær beri ekki endilega eldflaugar og eða byssur á meðan þær dveljast hér í landi. En síðan fara þær annað þar sem þær verða hlaðnar eldflaugum og öðrum vopnum.

Kristbjörn Árnason, 2.9.2010 kl. 21:05

9 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður Hrellir, ég veit ekkert um þetta fyrirtæki, annað en að það hefur sýnt áhuga á að koma til Íslands. Það sem pirrar mig er að þeim áhuga skuli hafnað, nánast án skoðunar. Séu þetta einhverjir andskotans glæpamenn vil ég þá eðlilega ekki.

Tengist ECA Program NATO?

Alltaf ljótt að svara með spurningu. Læt þó vaða.

Tengdust Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson NATO þegar þeir settu Ísland á lista yfir viljugar þjóðir í slátruninni í Írak?

Við Íslendingar erum meðlimir í hernaðarbandalagi, ef það skyldi hafa farið fram hjá þér, minn kæri.

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 21:16

10 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Axel minn Jóhann, Ísland úr NATO og herinn hvert?

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 21:20

11 Smámynd: Björn Birgisson

"En síðan fara þær annað þar sem þær verða hlaðnar eldflaugum og öðrum vopnum."

Kristbjörn, verður ekki það sama uppi á teningnum fljúgi þær frá öðrum flugvelli en þeim sem við eigum á Miðnesheiðinni? Er betra að 150-200 manns sinni þessu í einhverju öðru landi? Dettur þér í hug að neitun frá Íslandi leggi þessa starfsemi af?

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 21:25

12 identicon

Þettaa eru málaliðar, ekki fastaher. Talsverður munur á því sérstaklega þar sem málaliðar selja sig hæstbjóðandi hvort sem það eru herir eða fíkniefnabarónar. Þar að auki hafa svona málaliðafyrirtæki getið sér svo illt orðspor í Írak og Afganistan að allavega hefur sumum þeirra verið sparkað úr landi eftir dráð á almennum borgurum og pyntingar t.d.

Svona málaliðafyrirtæki eru einnig óvelkomin í flestum löndum heims og því ættum við að vera að leggjast svo lágt að bjóða slíkum morðhundum bækistöðvar hér á landi? Má kannski búast við að Suðurnesjamenn heimti næst pökkunarverksmiðju fyrir s-ameríska kókaínbaróna eða aðstöðu fyrir barnamansalshring?

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:11

13 Smámynd: Björn Birgisson

"Má kannski búast við að Suðurnesjamenn heimti næst pökkunarverksmiðju fyrir s-ameríska kókaínbaróna eða aðstöðu fyrir barnamansalshring?"

Er einhver að tapa sér? 

Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband