3.9.2010 | 10:22
Heimsmet í monti?
Heimsmet skal það vera, ekkert minna. Dugnaðarforkar að færa mikinn og góðan afla að landi. Alltaf skulum við Íslendingar vera mestir og bestir í öllu. Sérstaklega þegar við sjálfir segjum frá.
Við eigum fallegustu konurnar, bestu fiskimennina, fallegasta landið, hreinasta vatnið, besta heilbrigðiskerfið, svo eitthvað sé nefnt og nú eigum við heimsmet í aflabrögðum smábáts.
Heimsmet í aflabrögðum smábáts! Mér verður nú á að spyrja: Hvaða aðili hérlendis eða erlendis hefur yfirsýn yfir afla allra smábáta veraldarinnar?
Hver getur staðfest að hér sé um heimsmet að ræða?
Er þetta kannski bara heimsmet í monti?
Heimsmet í aflabrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.