3.9.2010 | 18:09
Kirkjuflóttamenn
Nettófækkun í Þjóðkirkjunni er um 2.900 manns á tímabilinu frá 1. desember til 31. ágúst. Flestar breytingar á trúfélagsaðild eru skráðar í nýliðnum ágústmánuði.
Allir vita af hverju. Raunar vekur furðu að flóttamenn frá kirkjunni séu ekki fleiri en þessi tala ber með sér.
Herra Ólafur Skúlason heitinn og fyrrum biskup ætlar svo sannarlega að reynast kirkjunni hinn minnsti happadráttur.
Herra Ólafur Skúlason heitinn og fyrrum biskup fékk fjórar Fálkaorður á 10 ára tímabili. Ég hét því hér á þessum vettvangi að reyna að grafast fyrir um hver eða hverjir mæltu með honum við Orðunefnd.
Örnólfur Thorsson, ritari Orðunefndar, hefur nú undir höndum tölvubréf frá mér sem inniheldur þessa fyrirspurn.
Hann hefur ekki svarað.
Eigum við ekki að treysta því að hann svari?
Mikil fækkun í þjóðkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er mest hissa á að það séu ekki fleiri sem hafa sagt sig úr ruglinu... Það segir soldið mikið um siðgæði viðkomandi... eða hvað
Nú er einmitt verið að afhjúpa minningarhellu um Helga Hó... Manninum sem ríkiskirkjan nauðgaði allt hans líf... þar til yfir lauk.
DoctorE (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 18:13
Ég hef fyrir löngu sagt mig úr þjóðkirkjunni og er utan trúfélaga. Það sem mig undrar er að fólk sem er óánægt með veru sína í þjóðkirkjunni eða telur sig ekki eiga þar erindi skuli þurfa svona uppákomur til að taka við sér. Ef fólk væri skráð í stjórnmálaflokk að því forspurðu þyrfti þá að koma upp hneyksli í flokknum til að það hefði fyrir því að leiðrétta það?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 19:31
Axel Jóhann, ég er enn í þjóðkirkjunni, undarlegt sem það nú er! Ef það væri ekki svona gaman á blogginu hefði ég gefið mér tíma til að segja bless!
Björn Birgisson, 3.9.2010 kl. 19:45
Hversu há prósenta er þá í þjóðkirkjunni núna? Furðulegt að þeir minnast ekki á það í fréttinni.
Geiri (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 20:32
Veit ekki Geiri, en talan sú er býsna há. Nennti ekki að gúggla hana. Þú gerir það bara!
Björn Birgisson, 3.9.2010 kl. 20:34
Fjöldin í kirkjunni er tilkomin vegna þess að barn er sjálfkrafa skráð í trúfélag móður. Eðlilega væri að sömu reglur giltu með trúfélög og önnur félög að enginn sé settur á meðlimaskrá nema að eftir því sé óskað.
Svo er það undarlega að börn eru með skírn vígð í kirkjuna með ákvörðun foreldra að börnunum forspurðum. Ferming er sögð staðfesting á skírninni og hún sé alfarið ákvörðun barnsins, sem er svo ginnt með gjöfum og glamur.
Ákveði barn hinsvegar að fermast ekki og staðfesta þannig ekki skírnina, þá mætti ætla að skírnin væri ógild og barnið laust allra mála. Ó nei, ó nei ekki er það nú þannig, þá kemur í ljós að skírnin gildir út fyrir gröf og dauða þótt hún verði aldrei staðfest með fermingu. Allt tóm lygi sem sagt.
Svo er það mikill og útbreiddur misskilningur hjá fólki að skírn sé eina leiðin til að gefa barni nafn. Skírn og nafngift er sitt hvor hluturinn þó það hafi verið sameinað til hægðarauka.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 21:15
Takk fyrir þetta, Axel Jóhann.
Björn Birgisson, 3.9.2010 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.