Það eru skuggar á skerjum landsins

Nú hefur ríkisstjórninni verið breytt við heldur litlar vinsældir og undirtektir landsmanna. Sumir segja að því besta hafi verið varpað fyrir borð, um leið og tifandi tímasprengjan, hann Ögmundur Jónasson, hafi verið gerður virkur til að sprengja stjórnina á mettíma. Kannski er kveikiþráðurinn hans að lengjast með auknum pólitískum þroska og víðsýni. Það á eftir að sýna sig.

Var að hlusta á Tryggva Þór Herbertsson á Bylgjunni í dag. Hann var áhyggjufullur, en ekki sakbitinn og sendi pillur. Sérstaklega af því að hægt gengur að auka atvinnuna, ekki hvað síst á Suðurnesjum. Svo benti hann á 20 málin sem eiga vera á dagskrá ríkisstjórnarinnar næstu mánuðina og sagði þar ekkert að finna sem aukið getur atvinnuna. Ég fletti því upp og verð því miður að vera sammála Tryggva Þór, að sinni að minnsta kosti. Þar var bara þetta, númer 17.

Sóknaráætlun í atvinnumálum – Ísland 20/20, hrint í framkvæmd og aðgerðir efldar í þágu langtímaatvinnulausra og ungmenna án atvinnu. Ég veit ekkert hvað þetta þýðir og stórefast um að ríkisstjórnin viti það heldur. Hvað er Ísland 20/20?

Hér á eftir fer yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna í tilefni af nýorðnum breytingum á ríkisstjórninni og einnig 20 mála listinn, efnið tekið af vef Stjórnarráðsins, www.stjornarrad.is:

"Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur reynst árangursríkt og sögulegt á margan hátt. Á þeim 19 mánuðum sem flokkarnir hafa starfað saman hefur tekist að framkalla viðsnúning í efnahagslífi landsins. Ráðist hefur verið í viðamiklar aðgerðir til að auðvelda skuldsettum heimilum og fyrirtækjum glímuna við efnahagserfiðleikana og lögð hefur verið mikil vinna í að endurreisa traust Íslands á alþjóðavettvangi. Á sama tíma hefur farið fram víðtækt uppgjör í íslensku samfélagi gagnvart þeirri stefnu og vinnubrögðum sem viðgengust í atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnsýslu fyrir hrun og birtast nú í víðtækri uppstokkun á innviðum samfélagsins. Þar er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis grundvallargagn sem áfram verður fylgt eftir með víðtækum umbótum og uppstokkun á fjölmörgum sviðum samfélagsins.

Sú skýra áætlun sem ríkisstjórnin hefur unnið eftir hefur að mestu gengið eftir og á sumum sviðum gott betur. Helstu hagvísar benda til að viðsnúningur sé orðinn í íslensku efnahagslífi. Hagvöxtur hefur mælst síðustu 6 mánuði – meira en hálfu ári áður en reiknað var með. Atvinnuleysi er komið í 7,5% - mun lægra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Störfum er aftur farið að fjölga. Verðbólga hefur lækkað úr 18,6% í 4,5% og hefur ekki verið lægri í 3 ár. Stýrivextir hafa lækkað úr 18% í 7% og hafa ekki verið lægri í 6 ár. Gengið styrkist jafnt og þétt og hefur ekki verið hærra skráð í eitt og hálft ár. Forsvarsmenn SA, ASÍ, Seðlabanka, AGS ofl. hafa lýst því yfir að kreppunni sé lokið og bjartsýni fer vaxandi í samfélaginu.

Viðsnúningurinn er til marks um ákveðinn áfangasigur í glímunni við þá erfiðleika og áföll sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir. Næstu skref eru að byggja á þessum árangri, ná jöfnuði í ríkisfjármálum og fylgja eftir þeim fjölmörgu ábendingum sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Liður í þessu er að fram fari uppstokkun í stjórnkerfi Íslands með fækkun ráðuneyta og einföldun stofnanakerfis. Þessi uppstokkun kallar á breytingar á ríkisstjórn enda fækkar nú ráðherrum um tvo og stefnt er að frekari fækkun um áramótin.

Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs byggir störf sín og stefnu á skýrum markmiðum samstarfsyfirlýsingar flokkanna frá maí 2009, fyrirliggjandi efnahagsáætlun og samþykktum meirihlutans á Alþingi. Meðal þeirra stefnumála ríkisstjórnarinnar sem formenn stjórnarflokkanna eru sammála um að leggja áherslu á og hrinda í framkvæmd á næstu mánuðum eru eftirfarandi 20 mál:

  1. Leggja grunn að stöðugleika á vinnumarkaði og áframhaldandi samstarf við hagsmunaaðila
  2. Nýskipan í orku og auðlindamálum innleidd og heildstæð orkustefna samþykkt
  3. Fækka ráðuneytum  og sameina, endurskipuleggja og styrkja einingar í ríkisrekstrinum enn frekar
  4. Lög um stjórn fiskveiða endurskoðuð á grunni niðurstöðu sáttanefndar og breytingar á stjórnarskrá (sameign á auðlindum) tryggðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótakerfið undirbúin ef ekki næst viðunandi sátt
  5. Rammaáætlun um verndun og nýtingu samþykkt
  6. Ný lög um vatn og vatnatilskipun Evrópu samþykkt
  7. Taka næsta skref í afnámi gjaldeyrishafta
  8. Klára 3. og 4. endurskoðun áætlunar með AGS. Áhersla lögð á að áætluninni ljúki ekki seinna en síðsumars 2011. Endurskoða þörf fyrir töku gjaldeyrislána
  9. Eyða óvissu um lánamál fyrirtækja og einstaklinga, efla upplýsingaöflun,  kynna úrræði og stórefla embætti Umboðsmanns skuldara
  10. Lokið verði endurskoðun almannatryggingakerfisins og breytingar lögfestar
  11. Ráðist verði í enn frekari verkefni á grundvelli aðgerðaráætlunar til að styrkja stöðu barna og ungmenna
  12. Ný aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi samþykkt og austurríska leiðin lögfest
  13. Lögum breytt til að innleiða nýskipan ráðningarmála og breytta stjórnarhætti í Stjórnarráði Íslands m.a. í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar
  14. Flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaga verði lokið og undirbúningi flutnings málefna aldraðra hraðað
  15. Stutt verði við undirbúning og starf stjórnlagaþings og þjóðfundar og unnið markvisst að mótun nýrrar stjórnarskrár
  16. Stofnun þjóðhagsstofnunar verður skoðuð
  17. Sóknaráætlun í atvinnumálum – Ísland 20/20, hrint í framkvæmd og aðgerðir efldar í þágu langtímaatvinnulausra og ungmenna án atvinnu
  18. Mótuð verði menningarstefna til framtíðar
  19. Ljúka aðgerðaráætlun um losun gróðurhúsalofttegunda
  20. Gerð verði áætlun í mannréttindamálum að norrænni fyrirmynd."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

kannski mun þessi ríkisstjórn einhverntíma komast í tengsl við raunvöruleikann -

það hefur heyrst að ekki allir í Samfylkingunni séu ánægðir með að jón sé þarna enn og að ögmundur sé kominn inn aftur -

Óðinn Þórisson, 3.9.2010 kl. 20:35

2 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn minn, við skulum bara vona að okkur gangi sem best sem þjóð. Það eitt skiptir máli.

Björn Birgisson, 3.9.2010 kl. 20:44

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Við erum þá sammála um það að það skiptir mestu máli að okkur gangi sem best sem þjóð.
Það eru eflaust einhverjir sem fagna skattastefnu ríkisstjórnarinnar, atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar að tefja og koma í veg fyrir framkvæmdir svo ekki sé minnst á skjaldborgina sem varð að gjaldborg - ég dreg í efa að munum sjá framfarir og framkvæmdir meðan þessi ríkisstjorn er við völd - okkur mun ekki vegna vel meðan þessi stjórn er við völd sem virðist ætla að gera allt öfugt við það hverning ætti að gera hlutina - OG nú ætlar Ögmundur að láta verða sitt fyrsta verk sem ráðherra að sláta 150 - 200 störfum -

Óðinn Þórisson, 3.9.2010 kl. 21:31

4 identicon

Þarna er vísað í samstarfsyfirlýsingu flokkanna frá maí 2009. Hún er því enn í fullu gildi. Þar er fjallað um atvinnumál. M.a.:

"Meginverkefni ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum verður að draga úr atvinnuleysi með markvissum aðgerðum, útrýma langtímaatvinnuleysi og skapa traustari grundvöll fyrir íslenskt atvinnulíf til framtíðar. Áhersla verður lögð á fjölbreytt atvinnulíf, jafnan en stöðugan hagvöxt, nýsköpun og sjálfbæra nýtingu til lands og sjávar."

Þetta eru því hártoganir hjá Tryggva Þór. Það hentar vel fyrir sköllótta að ástunda slíkt.

Doddi (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 21:32

5 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, nú eru breyttir tímar. Nú gengur ekki lengur að falsa lífskjörin á Íslandi með einhverjum ultra framkvæmdum og erlendum lánum. Nú verðum við Íslendingar að núllstilla okkur og byrja upp á nýtt. Mér hefur virst, vonandi með röngu, að margir, þar með taldir þínir flokksbræður, vilji á ný halda út á braut endalausrar og glórulausrar lántökustefnu í útlöndum, til að halda uppi atvinnu og stundarlífsgæðum í þessu landi, sem eru falskari en allt sem falskt er. Láta komandi kynslóðir bara borga brúsann.

Ég tek ekki þátt í því.

Björn Birgisson, 3.9.2010 kl. 22:00

6 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn hinn Ungi, þessi loðmulla er ekkert annað en pólitískur brandari. Hver fær vinnu út á hana? Hvorki hærðir, né sköllóttir, svo mikið er víst.

Björn Birgisson, 3.9.2010 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 602477

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband