6.9.2010 | 19:38
Verslanir og verðhjöðnun
"Alþýðusamband Íslands segir, að heimilin hafi ekki notið styrkingar krónunnar þrátt fyrir loforð kaupmanna um að svo yrði."
Er þetta frétt? Er þetta einhver nýlunda? Ekki finnst mér það.
Það lækkar aldrei neitt í verslunum landsins. Það veit hvert mannsbarn. Verslunarmenn eiga skýringar á því í bunkum, sem þeir nota eftir þörfum.
Nú hefur í þrígang mælst hér verðhjöðnum á þessu ári.
Kunningi minn sagði þessa sögu af sinni verðhjöðnun:
Af sérstökum tímabundnum ástæðum á hann fáeinar milljónir á bankabók, sem ber auðvitað vexti og verðbætur. Um síðustu mánaðamót brá honum nokkuð í brún. Vegna verðhjöðnunar fékk hann 65 þúsund í mínus og engar verðbætur auðvitað. Þá fór hann að reikna. Heildarverðbætur á árinu voru nálægt 96 þúsund krónum, en heildarlækkun verðbótanna vegna verðhjöðnunar var 87 þúsund krónur. Verðbætur hans fyrir fyrstu átta mánuði ársins eru því aðeins 9 þúsund krónur.
Hann fór að leita skýringa á vef Hagstofunnar. Fann þar eitt og annað. Meðal annars að útsölurnar í sumar hefðu mikla vigt í vísitölunni og stuðluðu að þessari verðhjöðnun, ásamt ýmsu öðru.
Ég spurði hann hvort fjölskyldan hefði þá ekki unnið þennan mun upp á útsölunum.
Svarið var stutt og laggott:
"Við höfum ekki farið á eina einustu útsölu í ár."
Það fara alls ekki allir á útsölur, meðal annars vegna þess að ekkert sérstakt vantar á þeim tíma.
Bankarnir eru aldrei með útsölur á fjármagni gagnvart almenningi og þeir eru fljótir að reikna allt niður verði tímabundin verðhjöðnun.
Verslunarmenn halda uppi verðlaginu og bankarnir reikna niður verðbæturnar vegna verðhjöðnunar, sem fjarri því allir njóta.
Almenningi blæðir alltaf.
Matarverð lækkar ekki í takt við gengið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta staðfestir bara fyrir hverja vísitalan var hönnuð og uppdiktuð.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 20:30
Jón, alla vega hjálpar hún almenningi lítið.
Björn Birgisson, 6.9.2010 kl. 20:43
Þetta helvítis vísitöluafstyrmi er nýtt til hins ýtrasta til að féfletta varnarlausan almenning og gildir einu í hvora áttina er reiknað. Helvítis fokking fokk!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2010 kl. 20:53
Ég vil bara benda á í þessu samhengi að: heildsalar/ birgjar /framleiðendur; selja vörur sínar inn í verslanir... það er ekkert verðeftirlit með þessum aðilum... ef þeir lækka ekki vörur sínar til verslana, þá á smásöluverslunin ekki gott með að lækka sitt verð...
Það þarf virkt verðlagseftirlit með þessum aðilum þ.e. birgjunum - þeir eru uppsprettan.
Brattur, 6.9.2010 kl. 20:58
Axel Jóhann, það má ekki segja andskotans, helvítis eða djöfulsins á þessari síðu! Fokking fokk er hins vegar í góðu lagi!
Björn Birgisson, 6.9.2010 kl. 21:02
Brattur, góður punktur, mjög góður.
Björn Birgisson, 6.9.2010 kl. 21:03
Ég biðst afsökunar Björn , síst af öllu vil ég misbjóða auðsýndri gestrisni og hlýju á þinni síðu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2010 kl. 21:22
Axel Jóhann! Hjúkk, hvað ég er feginn! Var að íhuga að loka á þig! Sástu skrif lokunarmeistarans gegn nýja fjölmiðlafrumvarpinu, til varnar málfrelsinu og ritfrelsinu? Það er nú efni í skondna færslu - hjá þér kannski, þú ert svo helvíti djöfull góður!
Björn Birgisson, 6.9.2010 kl. 21:34
Ég er ekki viss um að Brattur hafi rétt fyrir sér. Birgjar (lesist heildsalar) hafa ekki efni á því að halda neinar birgðir. Nú orðið flytja þeir inn nokkurn veginn eftir pöntunum og selja jafnóðum áfram til smásalans. Gengið sveiflast svo frá degi til dags og það er smásalinn sem reiknar út endanlega söluverðið í sinni verslun.
Heildsalinn er háður erlenda kaupverðinu, flutningskostnaðinum og gengisskráningunni. En hann græðir ekkert á því að koma sér upp birgðum.
Enn minna græddi smásalinn - hvað þá neytandinn - ef heildsalinn segði við smásalann "ég nenni þessu ekki lengur, þú verður bara að flytja inn þína söluvöru sjálfur".
Kolbrún Hilmars, 6.9.2010 kl. 21:37
Kolbrún, ég er hins vegar viss um að Brattur hefur rétt fyrir sér að mestum hluta til. Ertu nokkuð að gleyma álagningu birgja á vöruna sem þeir flytja inn? Er hún 10, 20, 30, 40, 50%. Það skiptir öllu máli. Heildsalar lifa af sinni álagningu, ekki síður en smásalinn sem afhendir hana yfir borðið. Heildsalar eiga sinn þátt í verðinu til almennings. Marteinn Mosdal vill eina ríkisheildsölu, almenningi til hagsbóta. Mér finnst hann sætari nú en fyrir hrun.
Björn Birgisson, 6.9.2010 kl. 22:02
Þar sem ég er með öllu huglaus Björn, þá treysti mér því ekki ofaní ormagryfjuna og síst eftir að þar hafa komið sér fyrir Vilhjálmur Eyþórsson og Loftur Altaðþví, svo rökfastir og sem þeir eru og öfgalausir. Síðuhöfundur segist í athugasemd beita ritskoðunarvaldinu á ritsnilld þeirra félaga komi um það fyrirmæli frá mbl.is. Slíkt er honum auðvitað nauðung sem málssvara mál- og tjáningarfrelsis. Ups....Ég var næstum því búinn að skrifa -Guð er góður- en gat blessunarlega stillt mig um það.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2010 kl. 22:04
Björn, heildsalar liggja alltaf undir grun um óðagróða, sem er arfur frá eftirstríðsára-einokunarsölu á vegum ríkisins.
En tímarnir eru breyttir. Svo vill til að ég vinn í þessum geira og get fullyrt að smásalinn sem flytur jafnframt inn eigin söluvöru er mun betur settur en heildsalinn - svona almennt séð. Heildsalinn þarf að vera býsna umfangsmikill til þess að þetta svari kostnaði. Vandinn liggur ekki þar!
Kolbrún Hilmars, 6.9.2010 kl. 22:19
OK, Kolbrún, ekki rengi ég þig!
Björn Birgisson, 7.9.2010 kl. 00:20
Það vill svo til að ég vinn í smásölugeiranum ! Skoðið þið bara hallir heildsalana í dag, bílaflotana og tugi sölumanna sem eru á ferðinni alla daga, margir þeirra skuldugir upp fyrir haus. Smásalar hafa verið að auka innflutning á eigin vörum, þ.e. vörum sem ekki eru merkjavörur... þannig hefur þeim tekist að lækka vöruverð umtalsvert... til hagsbóta fyrir neytandann.
Eitt verð ég svo að minna á að lokum. Heildsalarnir hafa mismunað verslunarkeðjunum í gegnum tíðina, gefið þeim stærsta (Bónus & Co.) miklu betri kjör en öðrum og skekkt samkeppnina. Þannig að ábyrgð heildsalanna er ekki lítil.
Brattur, 7.9.2010 kl. 21:47
OK, Brattur minn, ekki rengi ég þig! Þetta var gott innlegg hjá þér.
Björn Birgisson, 7.9.2010 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.