Einn fyrirlitlegur Færeyingur

"Jenis av Rana, formaður Miðjuflokksins í Færeyjum og þingmaður á færeyska Lögþinginu, neitar að mæta til kvöldverðarboðs með Jóhönnu Sigurðardóttur og Jónínu Leósdóttur sem Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja hefur boðað til.

Á vefnum Vagaportalurin segist Jenis ekki leggja það í vana sinn að fara út á kvöldin án konunnar sinnar. Hann ætli því að vera heima hjá henni. Þetta sé alls ekki ný afstaða hjá honum og þurfi ekki að koma á óvart.

En Jenis bætur um betur og segir að heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur með Jónínu eiginkonu sinni sé beinlínis ögrun og alls ekki í takti við kennisetningar Biblíunnar." segir vísir.is

Færeyingar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ekki féllu þeir í vinsældum þegar þeir gerðu sitt besta til að hjálpa okkur í hruninu. Síðan þá hef ég litið þannig á þá að þeir væru allir yndislegir.

Nú veit ég að svo er ekki.

Að minnsta kosti einn fyrirlitlegur afturhaldsseggur býr á eyjunum fögru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Færeyjingar eiga engan fyrirlitlegan einstakling, Íslendingar eiga marga slíka, Færeyjingar eru trúað og gott fólk, sem ég þekki vel, þeir vita vel hvað er siðlegt eða ósiðlegt.   Íslendingar, seinni tíma kynslóðir virðast álíka trúaðir og ættbálkar svörtustu Afríku, þykjast auk þess, geta kennt umheiminum  einhverskonar öfuga siðvæðingu, ásamt töfra peningamálastjórnun.  Við sem vinnum erlendis finnum hinsvegar fyrir því , að nágrannþjóðirnar telja Íslendinga í dag, óreiðufólk sem geti ekki stjórnað sér sjálft, né sínum málum

Robert (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 21:53

2 identicon

Færeyingar eru okkar bestu vinir,og ég sé ekkert að því að þessi Jenis Af Rana hafi þessa skoðun,honum er frjálst að hafa sína skoðun.

Númi (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 21:58

3 identicon

Jenis borðar þá ekki heldur með þýska utanríkisráðherranum.

En er það ekki í lagi?  Ekki virðist þetta vera skemmtilegur maður;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 22:30

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maðurinn er strangtrúaður og þessvegna er honum skylt að bera fordóma og fyrirlitningu í brjósti.  Hvernig var það...er ekki kristnin hornsteinn íslenskrar menningar? Biskupinn segir það allir prestar og fjöldi þingmanna og ráðherra.  Robert getur því kannski leitað skýringanna á bresti okkar í bókinni góðu, frekar en nokkru öðru.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.9.2010 kl. 22:35

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svona til viðbótar, má Robert fletta upp á Lúkas 14:26 og Matt. 10:34-36 t.d. til að skilja betur hvað við er átt.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.9.2010 kl. 22:36

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kemur einhver til með að sakna hans í veislunni, er hann ekki best geymdur heima?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2010 kl. 22:46

7 identicon

Þetta fann ég á blogsíðu og eigandi hennar er  Þorsteinn Siglaugsson.  Ekki veit ég hvort vísan er eftir hann, en ég ætla að ekki að eigna mér hana.  Vísan er svona:

Með kvenhomma að mæta í kveldverð og dans
það kýs ekki Jens í Rana.
Kerlingarálftir í klæðnaði manns
- í kærleikans nafni í guðsbarna fans -
vill kappinn að líkindum vana
.

Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 23:35

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ég þakka öllum innlitin. Fordómar dæma sig sjálfir og sína boðbera.

Björn Birgisson, 7.9.2010 kl. 00:47

9 identicon

Fyndið með blogg-ið að þegar menn eru ekki sammála þá eru fúkyrðum og dónaskap fleygt á milli. Það er ekkert skrítið að vort aumkunnarverða land lagist ekkert þegar fólk virðir ekki skoðanir hvers annars og getur ekki rætt saman á jafnréttis grundvelli.

Við erum svo vitlaus sem sést best á því að tugir þúsunda fara í göngu samkynhneygðra og þúsund standa í biðröð ef leikfangabúð er opnuð. En það eru bara tugir manns sem nenna að mótmæla órétti í þjóðfélaginu. Restin hamrar bara á lyklaborðið í reiði, horfir svo á Stöð 2 og verslar í Bónus.

ingolfur (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 02:27

10 Smámynd: Björn Birgisson

Ingólfur segir: "En það eru bara tugir manns sem nenna að mótmæla órétti í þjóðfélaginu. Restin hamrar bara á lyklaborðið í reiði, horfir svo á Stöð 2 og verslar í Bónus."

Þetta er réttmæt og hvöss ádeila.

Björn Birgisson, 7.9.2010 kl. 20:32

11 identicon

Afhverju að fyrirlíta fólk fyrir að hafa ekki sömu skoðun og þú sjálfur? Svo kemur það kannski í ljós að hann hefur rétt fyrir sér og þú hefur vaðið villur vegar og ekki skilið neitt. Eða öfugt sem er sennilega líklegra en ég ætla ekki að dæma um það því ég hef ekki allar forsendur fyrir því.
Það er bara verst þegar allt sem maður trúir og hefur reynt að standa fyrir reynist á endanum rangt. það er fúlt sko.

ingolfur (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband