8.9.2010 | 19:53
Þingdruslur
"Nú er það altalað í Alþingishúsinu að með þessu sé Össur búinn að tryggja sér hvíslara innan þinglokks Vinstri græna - en þeir Þráinn eru mestu mátar" segir Framsóknar þingkonan Vigdís Hauksdóttir á blogginu sínu.
Hvíslari í þessu samhengi getur ekki merkt annað en svikari, uppljóstrari, sögusmetta, njósnari eða annað álíka fallegt sem móðurmálið á í fórum sínum, þegar lýsa skal fláræði manna, skorti á heilindum og vilja til svika.
Manni verður illt við að lesa svona rætið níð um samþingsmann og dapurlegt að verða vitni að svona þankagangi þingkonunnar Vigdísar Hauksdóttur. Sitthvað virðist benda til að innréttingar þar á bæ séu ekki í lagi.
Annar þingmaður, Sigurður Kári Kristjánsson, stuttbuxnadrengur úr Valhöll, varð sér illilega til skammar á Alþingi í morgun, þegar hann fjallaði um vistaskipti Þráins Bertelssonar.
Öll tilsvör Þráins í fjölmiðlum í dag voru yfirveguð og prúðlega fram sett. Þau gerðu ekkert annað en að hækka hann í áliti, og á sama tíma sýna hvílíkir andlegir dvergar þeir eru, sem nú eru að dunda við að sparka í rithöfundinn.
Svona þingmenn eru ekki boðlegir neinni þjóð.
Þráinn hvíslari Össurar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vigdís fer á spjöld sögunnar sem druslan sem blaðraði Framsókn endanlega út af borði Íslenskra stjórnmála.
Fálkanum hefur verið á bringu nælt fyrir minna.
Ég hélt að þessi Sigurður Kári væri löngu farinn í refafóður.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2010 kl. 20:18
A) Fálkaorða, fyrir góð störf við minnkun Framsóknarflokksins.
B) Refaorða, fyrir almennt óyndi og skort á kurteisi og víðsýni.
Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 20:25
Hérna í gamladaga var spiluð vist og voru samkomur sem voru kallaðar Félagsvist, en farmsóknarmenn til sveita kölluðu Framsóknarvist. Leiddi þetta til nokkurs þæfings milli Framsóknar- og Sjálfstæðismanna. Veit ég til þess að einn Sjálfstæðismaður hætti að koma á vistina.
Það voru veitt verðlaun. 1.v fyrir þann sem fékk flesta slagi. En svo voru veitt busaverðlaun fyrir þá sem fengu fæsta slagi.
Það hljóta að vera komnir þeir tímar að Ólafur á Bessastöðum fari að veita busaverðlaun.
Þetta getur ekki gengið svona lengur. Hann hlýtur að fara taka í neðri spottana.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.9.2010 kl. 20:39
Þorsteinn H. Gunnarsson, takk fyrir þetta. Neðri spottana? Hentar vel, er ekki Ólafur í Kína?
Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 21:00
Vitaskuld er hann í Kína. Hvar ætti hann að vera annarsstaðar eftir allt sem á undan er gengið?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.9.2010 kl. 21:06
Að versla í Bónus?
Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 21:12
Mikið eruð þið félagar þeirra Sta, Ger,Kru,Bre,And,Ser. = Stagerkrubreandser, skemmtilega samfasa . Vigdís sú sem þið hafið mikkla drauma um að gera minni en hún er, er ljóslega kraftmikil kona en Þráin ber þess öll einkenni að vera rola, sem dreifist með vindunum þá þeir blása í austur. Þið ættuð að takla ykkur far með.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.9.2010 kl. 21:14
Ég hélt að "hvíslari" væri sérfræðingur sem læknaði sálarkvilla dýra, s.s. hestahvíslari, hundahvíslari, gíraffahvíslari og snákhvíslari. Var ekki Vigga að meina það ... að Þráinn myndi nota þessa hvísltækni á Össur til að lækna í honum ESB-hyggjuna?
Hólímólí (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 21:16
Mikið er ég þér sammála núna. Sem og oft áður.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 21:30
Austur? Nei takk Hrólfur minn. Frekar fer ég í Old Boys fótbolta og "tækla" nokkra góða stjórnarandstæðinga með vinstri!
Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 21:37
Hólímólí, ertu skotinn í Viggu?
Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 21:38
Jón Óskarsson, takk fyrir það. Farðu samt ekki að falla í þá gryfju að vera um of sammála mér. Það yrði bara leiðinlegt fyrir báða!
Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 21:41
Gamlir Strákar er fínt ábyggilega, hef ekki tíma enþá , fótbolta hef ég aldrei haft ánægju af að hlaupa á eftir, en röskar stelpur það er annað mál, en þær nást ekki allar því ein stöðvar mann.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.9.2010 kl. 21:54
Hrólfur Hraundal, ein? Ertu einn af þeim?
Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 22:06
Stöðvar þig ein kona Hrólfur, ertu ekki kvensterkur?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2010 kl. 22:20
Ég var einu sinni að vinna með Viggu og kynntist henni nokkuð vel. Hún var ekkert nema gæðin, blíðan og réttsýnin þá.
Hólímólí (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 22:25
Já Það er svipað og með álftirnar B. Birgirsson þær para sig til lífstíðar,hafir þú ekki vitað það áður.
En varðandi styrkin þá er ég nokkuð viss um að geta kreist úr þér gorið ef þarf Axel Jóhann þó gamal sé orðin úlvurin sem þorir.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.9.2010 kl. 22:34
Hrólfur Hraundal, ég er álft sem bloggar.
Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 22:38
Hólímólí, nú eru breyttir tímar. Komið hefur í ljós að "besta fólk" er ekkert annað en úlfar í sauðargæru.
Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 22:40
Nöfnin okkar Björn, eru frá frumsteinöld og þitt er enn mjög ljóst. Úlvar eru í sínum feldi og sauðir í sinni gæru og en eru úlvar að eta þar innan úr, sem og birnir.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.9.2010 kl. 22:55
Frumsteinöld! Mér finnst ég bara vera aldraður unglingur í gallabuxum og með fráhneppt í hálsinn. Svo talar þú, Hrólfur, um frumsteinöld. Hvenær hófst hún og hvenær lauk henni? Er hún kannski ennþá við líði?
Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 23:05
Já já Björn ungi. þú ert að sjálfsögðu jafn ungur og þú trúir þig vera, en frumgerð þín er mjög gömul og tegundin er hætt að þróast.
Buxurnar hvort sem þær voru saumaðar af mömmu þinni eða keyptar í kaupfélaginu voru jafn góðar og það gamla efni sem þær voru saumaðar úr.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.9.2010 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.