Rassvasa stjórnmál

"..... og það trúir því enginn að það sé stuðningur hjá þessari ríkisstjórn við þau fjölmörgu verkefni sem eru á teikniborðinu. Hafa verið tilbúin, bíða uppi í hillu eftir stuðningi frá iðnaðarráðherra, frá fjármálaráðherra, frá forsætisráðherra og öðrum ráðherrum í þessari afturhaldsríkisstjórn" sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og var mikið niðri fyrir.

Það skiptir engu máli hvort málin standa í röðum uppi í hillu ráðuneytanna eða hvort Bjarni Benediktsson er með þau í rassvasanum eða umvefur þau sínum stóru höndum.

Honum láðist nefnilega alveg að geta þess að Ísland er í ruslflokki, lánalínur hingað lokaðar, nema á einhverjum afarkjörum sem eru óásættanleg.

Og þaðan af síður nefndi Bjarni ástæður þess að þannig er komið fyrir okkur sem þjóð, eða aðkomu flokks hans að þeirri stöðu.

Eflaust hafa hanar gaman af því að gala sem hæst af hólnum sínum.

Það ber ekki endilega með sér að gaman sé að hlusta á innantómt galið.

 


mbl.is Bjarni: Hugmyndasnauð afturhaldsríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grundvallaratriði þvælast ekki fyrir honum Bjarna. Einkum og sér í lagi ef þau henta ekki í umræðunni.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 19:57

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, af hverju ert þú ekki með síðu hér á blogginu? Nei, Bjarni er í erfiðri stöðu og hreint ekki trúverðugur.

Björn Birgisson, 9.9.2010 kl. 20:09

3 identicon

Gæti orðið háður bloggsíðu og það tæki tíma frá öðru. 

Búinn að lesa svo margar (fór í einskonar blogglestarmeðferð) og grisja hroðann úr svo eftir stendur bara ein. 

Hafðu þökk fyrir.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 21:12

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, ósköp var þetta sætt! Gefðu þér samt smá tíma í þetta. Þú yrðir bara flottur! Raunar finnst mér ég vera staddur á undarlegum stað. Eins og japanskur hermaður í skotbyrgi á Okinawa, löngu eftir að stríðið var tapað og hann taldi sig vera að vinna! Hér er maður umlukinn óvinum, sem eru sem betur fer óttalegar liðleskjur, með fullri virðingu þó!

Björn Birgisson, 9.9.2010 kl. 21:23

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þið eruð magnaðir báðir tveir og skrif þín Björn eru góð, innlit þín Jón eru sömuleiðis nokkuð góð!

Sigurður Haraldsson, 9.9.2010 kl. 23:47

6 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður Haraldsson, kærar þakkir fyrir velvild þína í garð þessarar aumu síðu. Jón Óskarsson er snjallari penni en svo, að honum beri að fela sig hér á síðu, eða öðrum síðum, með sínar hnitmiðuðu og snjöllu athugasemdir.

Rödd hans á erindi á hátinda, þar sem hljómburður er bestur.

Björn Birgisson, 9.9.2010 kl. 23:58

7 identicon

Já, af hverju ráðumst við ekki í stórframkvæmdir? Núna séég það, þetta var alltaf svo augljóst. ráðumst bara í stórframkvæmdir, gefum skattfrelsi, kaupum fyrirtæki, tökum lán úr lífeyrisjóðunum og ýmislegt!  Bjarni is my hero því talar af svo mikilli visku og hann sér alltaf beint í gegnum alla flækjuna - hugmyndir hans skjótast í gegn um nálaraugað.

Jonsi (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 23:43

8 Smámynd: Björn Birgisson

Jonsi, ertu með réttu gleraugun? Getur þú þrætt hugmyndir  þínar í gegn um nálarauga Bjarna?

Björn Birgisson, 10.9.2010 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband