Smokkfiskur, nýr gestur?

Það sagði mér fróður maður um miðin umhverfis landið að sjómenn héldu því fram að makríllinn væri ekki eini nýliðinn í lögsögunni okkar. Vart hefði orðið við hinn verðmæta túnfisk líka í auknum mæli. Þar sem túnfiskur er, er smokkfiskurinn aldrei langt undan, en hér á árum áður veiddist hann nokkuð hér og nánast gekk á land í fjörunni við mitt bernskuheimili. Þar gripum við krakkarnir hann og seldum línuveiðurum hann til beitu á undirverði. Af því hlaust mikil hagsæld, bæði barna, sjoppueigenda og línukarla á Vestfjörðum.

Smokkfiskurinn er herramannsmatur. Sjáið þetta:

Aðferð

Skerið smokkfiskbolina eftir endilöngu og fletjið út. Skerið síðan í þá grunnar raufar, langsum og þversum - og síðan í tvennt. Setjið í sjóðandi kjúklingasoð í 2-3 mínútur, þá rúllast hann upp. Takið úr soðinu, kælið í rennandi köldu vatni og þerrið. Fyllið með kjúklingafarsinu, snöggsteikið og brúnið í heitri olíu, kryddið með salti og pipar. Stingið í 180°C heitan ofn í 3-4 mínútur. Skerið niður og skiptið á diska. Berið fram með steiktum kúrbít og rauðvínssósu.

Fylling

Maukið kjúklingakjötið ásamt eggjahvítu. Bætið rjómanum saman með salti og pipar. Hrærið þar til farsið fer að þykkna eins og þeyttur rjómi. Setjið í smokkfiskinn, steikið og bakið, sbr. að framan.

Steiktur kúrbítur

Skerið kúrbítinn fyrst eftir endilöngu með ostaskera eða flysjara, og síðan í strimla og snöggsteikið í heitri olíu (1-2 mín.). Bragðbætið með salti og pipar.

Rauðvínssósa

Brúnið skalottlauk í olíu. Bætið rauðvíni út á með kryddi og kjúklingateningum. Sjóðið í 5-6 mín., þykkið með sósujafnara.

Hollráð

Einnig má fylla smokkfiskinn heilan og bera fram þannig. Matreiðsluaðferðin er hin sama.

Endinn fjarlægður af smokkfiskbolnum.

Skorið á ská, fyrst langsum...

... og síðan þversum.

Bitarnir fylltir með kjúklingafarsi.

********************

Gangi allt vel með þessa máltíð er betra að hafa komið við í Apótekinu og vera við öllu búinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Smokkfiskiurinn var niðursoðinn í ORA fyrir löngu, 0g seldur til Frakklands. Þótti herramanns matur þar. Get mér til hverjir gáfu þér þessa uppskrift,afbragðs matreiðslumenn úr Grindavík,hvers nöfn man ekki í augnabliki. Hitti þá í 70 afmæli,brá mér til þeirra að þakka fyrir kræsingarnar,þegar afmælisbarnið(vinkona),var farinn að leita að mér,ég hafði gleymt mér í skemmtilegri fótbolta umræðu.    Langaði að taka eina æfingu á tölvu sonar míns,sendi þér mínar bestu kveðjur.

Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2010 kl. 22:46

2 Smámynd: Björn Birgisson

Helga, takk kærlega fyrir þetta! Eigðu sem bestar stundir!

Björn Birgisson, 9.9.2010 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband