Stálheppinn

"Morgunblaðið hefur upplýsingar um að í kjölfar útkomu blaðsins í gærmorgun hafi mikils taugatitrings gætt meðal þingheims, einkum þingmanna og ráðherra úr röðum Samfylkingarinnar."

Hann er heppinn sá maður sem nú ritstýrir þeim furðufréttum sem Morgunblaðið færir okkur þessa dagana af taugatitringi Samfylkingarfólks vegna Landsdómsins.

Hans heppni er einkum fólgin í tvennu. Annars vegar vegna þess hve ráðherraábyrgð fyrnist á ótrúlega skömmum tíma. Hins vegar vegna þess að Landsdómur nær ekki til fólks utan stóra leikhússins við Austurvöll. Litla sviðið við Svörtu loft er ósnertanlegt af Landsdómi.

Fyrrum aðalleikarinn þar getur þó endað fyrir Héraðsdómi, en líklegra er að hann sleppi og geti haldið sig við smíði furðufréttanna af Samfylkingunni og hlægilega þögnina um ábyrgðarleysi og vanrækslu ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Annars er þetta Landsdómsmál farið að lykta nokkuð undarlega og ekki alveg laust við að gamalkunnur fnykur geri vart við sig. Fnykurinn af helmingaskiptareglunni. Skýri það ekkert nánar. Flestir skilja hvað átt er við.

Það má velta því fyrir sér hver þörfin sé á því að draga þetta fólk fyrir Landsdóm. Miklu fjölskipaðri dómur hefur fyrir löngu fellt úrskurð um sekt þessa fólks.

Þjóðin sjálf. 

 


mbl.is Jóhanna beitti þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er rétt sem þú segir Björn að þjóðin hefur fellt sinn dóm og sýkna fyrir Landsdómi kemur ekki til með að breyta neinu þar um. En eitt gott kann að hljótast af ákæru, sem er aukið aðhald. Hingað til hafa ráðherrasóðar vanist því að vera nánast ósnertanlegir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2010 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband