Brunaútsala að hefjast hjá Orkuveitunni?

"Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðis samþykkti í gær tillögu um að óska nú þegar eftir  viðræðum við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að kanna grundvöll þess að Hitaveitu Hveragerðisbæjar verði skilað aftur til Hvergerðinga  gegn eðlilegu endurgjaldi."

Orkuveita Reykjavíkur keypti hitaveituna af Hvergerðingum árið 2004. Ekki veit ég hver verðmiðinn var og hef ekkert reynt að grennslast fyrir um það. Þaðan af síður veit ég hvort pakkinn sá er að fullu greiddur.

Þessi beiðni Hvergerðinga um að kaupin gangi til baka gegn "eðlilegu endurgjaldi" vekur auðvitað athygli.

Orkuveitan er gjörsamlega á kúpunni og ætti að fagna því að geta selt eitthvað af eigum sínum.

Er kannski "eðlilegt endurgjald" eitthvert brunaútsölugjald í hugum Hvergerðinga?

Ætla þeir að endurheimta hitaveituna sína fyrir slikk?


mbl.is Vilja hitaveituna aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað fengu þeir fyrir Hvergerðingar fyrir Hitaveituna á sínum tíma? Og hvaða háhitasvæði með virkjunarrétti voru inni í því?

Geld varhug við samþykktum Sjálfstæðismanna - öllum!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 19:57

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað varð um: Fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra?

Björn Birgisson, 10.9.2010 kl. 20:44

3 identicon

OR og hitaveita í Hveragerði

9.9.2010 Á fundi sem Helgi Þór Ingason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hélt með ýmsum hagsmunaaðilum í gær komu fram athugasemdir frá bæjarstjóranum í Hveragerði vegna hitaveitunnar í bænum. Í tilefni þeirra bauðst forstjóri OR til að ganga til viðræðna við bæjarstjórann um að bærinn kaupi veituna aftur. Hér eru upplýsingar varðandi kaup og rekstur OR á hitaveitunni í Hveragerði.



OR keypti hitaveituna 2004 og nam kaupverðið 260 m.kr. að teknu tilliti til yfirtekinna skulda. Það eru 370 m.kr. að núvirði. Gjaldskrá var þá færð til samræmis við verð á höfuðborgarsvæðinu.



Frá kaupunum hefur OR gert gagngerar umbætur á hitaveitunni, sem hefur verið sú frekasta á viðhald í rekstri hjá OR. Árið 2008 var þriðja hver tilkynning til OR vegna bilunar í hitaveitu vegna veitunnar í Hveragerði. Viðskiptavinir OR í Hveragerði eru hinsvegar 2% af hitaveituviðskiptavinum OR. Lætur nærri að tilkynnt hafi verið um bilun í veitukerfinu annan hvern dag, allt árið 2008.



Frá kaupunum hefur OR fjárfest í verulegum endurbótum á veitukerfinu í Hveragerði enda hefur dregið mjög úr bilanatilkynningum síðustu misseri. OR hefur orðið vör við ánægju viðskiptavina í Hveragerði með útbæturnar.



Kaupsamningur um hitaveitu Hveragerðis er ótímabundinn en í honum er gagnkvæmt uppsagnarákvæði þar sem hvor aðili um sig getur sagt honum upp með 15 ára fyrirvara. Skal þá meta eignir og miða við endurstofnverð og hlutfall aldurs af áætluðum líftíma eignanna. Uppsagnarfresturinn kemur vitaskuld ekki í veg fyrir að aðilar nái samkomulagi innan þess frests.



Ummæli bæjarstjóra 2004 - úr fréttum á þeim tíma:

„Þá er það markmið [Hveragerðis] með sölunni að tryggja orkunotendum í Hveragerði heitt vatn til langs tíma á sama verði og til notenda í Reykjavík.“



„Hann [bæjarstjórinn] segir enga launung á því að bærinn sé einnig með í huga að losa fé til þess að bæta enn frekar reksturinn.“

joker (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 21:43

4 Smámynd: Björn Birgisson

joker, þakka þetta stórfróðlega innlit. Ert þú einn af æðstu mönnum OR? Hver ert þú?

Björn Birgisson, 10.9.2010 kl. 21:49

5 identicon

Þessar upplýsingar eru á heimasíðu Orkuveitunar OR.is

keisarinn (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 22:09

6 identicon

Það er varla hægt að bera saman veitukerfin í dag og fyrir sölu. Fyrir sölu var gufukerfi með forhitara í hverju húsi og borgað eftir rúmmetrafjölda hússins. Í dag er lokað hitaveitukerfi þar sem hver einasti líter af heitu vatni er mældur og honum þarf að skila tilbaka inná kerfið.

Gamla gufukerfið var frekar viðhaldsfrekt enda étur 120° heit gufan allt upp til agna með tímanum en á móti kom að það var alltaf sami hitaveitureikningur alla mánuði og það skipti engu máli hvort það var sundlaug í garðinum eða ekki.

Þetta voru kostirnir við að eiga og reka sína eigin hitaveitu að geta skaffað útsvarsgreiðendum endalaust heitt vatn á sanngjörnu verði sem var verðlagt eftir stærð eignar, svo var undir hverjum og einum komið að eiga það við samvisku sína hvort hann bruðlaði með vatnið eða ekki.

Það eru enþá nokkur hús enþá með þetta fyrirkomulag enda seldu eigendur þeirra ekki OR borholuna sína.

Stebbi (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 22:18

7 Smámynd: Björn Birgisson

Stebbi, takk fyrir þetta!

Björn Birgisson, 10.9.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602487

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband