10.9.2010 | 19:18
Afskrifaðir gamlingjar bæta stöðu Íslands
Hún er óneitanlega nokkuð skondin fréttin frá Japan um allt eldgamla fólkið sem hefur verið á fullum bótum en er búið að vera steindautt í áratugi.
Eitt er nú að draga fram lífið, hálfdauður á bótum, en allt annað og betra að vera steindauður og fá samt útborgað mánaðarlega.
Þessi frétt ætti að gleðja okkur Íslendinga sérstaklega. Japanir eru nefnilega búnir að afskrifa um 230 þúsund gamlingja sem voru á aldrinum 100-150 ára og við það hlýtur landið að lækka á stigatöflunni í keppninni um langlífasta fólkið, en hagur okkar að vænkast sem því nemur. Japan og Ísland hafa þar alltaf verið í fremstu röð.
Kannski förum við bara á toppinn!
Munið að fara vel með ykkur um helgina!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.