Það eru óravíddir á milli góðs fréttamanns og ómerkilegs spunameistara og lygara

Hvað er fréttamennska? Er hún fag eða fúsk? Öll vitum við að góðir læknar lækna fólk, en skussalæknar drepa fólk. Öll vitum við að góður pípari gengur þannig frá lögnum að ekkert lekur, en hjá skussapíparanum fer allt á flot. Og svo framvegis.

Eru ekki líka skussar í fréttamennskunni? Skussar sem hiklaust ljúga einhverjum málstað til framdráttar, jafnvel atvinnuöryggis síns vegna. Er ekki betra að vera ómerkilegur blaðamaður en atvinnulaus blaðamaður? Eða er það kannski á hinn veginn?

Ég ætla hér að breyta þessari síðu í fjölmiðilinn BB Fréttir um stundarsakir, í kjölfar frétta dagsins af meintum afskiptun Jóhönnu Sigurðardóttur af Atlanefndinni og fyrrum viðskiptaráðherra, Björgvini G. Sigurðssyni. Birti eina frétt. Hún er þessi:

"BB Fréttir hafa öruggar heimildir fyrir því að boðuð endurkoma Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrrum menntamálaráðherra, til setu á Alþingi Íslendinga sé farin að valda gríðarmiklum taugatitringi innan Sjálfstæðisflokksins og forystu flokksins, sérstaklega þó innan þingflokksins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildamanni BB Frétta, sem ekki vildi láta nafns síns getið, hefur Þorgerður Katrín látið þau orð falla meðal kunningja og stuðningsmanna að stuðningur sinn við aðildarviðræður að ESB hafi breyst úr vafa í vissu og að hún skilji illa þá forpokuðu afstöðu sem Sjálfstæðisflokkurinn tók til málsins á Landsfundinum í sumar.

BB Fréttir hafa rætt við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem óskuðu nafnleyndar, og í þeim samtölum kom fram að þeir óttuðust það mest af öllu að endurkoma Þorgerðar Katrínar til þings myndi hugsanlega verða til þess að kljúfa flokkinn þegar ESB viðræðurnar væru komnar á rekspöl og kosningar um niðurstöðurnar væru í nánd.

Ennfremur hafa BB Fréttir traustar heimildir fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist beita flokksmálgagninu Morgunblaðinu til þess að níða skóinn af Þorgerði Katrínu með röð greina um hana og kúlulán eiginmanns hennar. BB Fréttir höfðu samband við Morgunblaðið, en þar á bæ vildi enginn staðfesta þetta, en allir viðmælendur vísuðu á ritstjórann, en hann hefur ekki enn gefið kost á viðtali, er víst í sumarbústaðnum að huga að trjáræktinni, en það er óstaðfest.

BB Fréttir hafa haft samband við nokkra stuðningsmenn Þorgerðar Katrínar og spurt þá hvort þeir fylgi leiðtoga sínum að málum, þótt sá stuðningur muni hugsanlega leiða til klofnings flokksins vegna ESB málanna. Sá þeirra sem kvað sterkast að orði sagði þetta: Ég ætla að fylgja Þorgerði Katrínu að málum þar til yfir lýkur. Hann bað sérstaklega um að ekki yrði hans nafns getið, stöðu sinnar vegna í flokknum og BB Fréttir virða þá ósk."

Kannast nokkur við stílinn? Öldungis frábær og fyrirmyndar fréttamennska! Hvað sjá menn margar svona "ekki" eða "kannski" fréttir í miðlunum okkar? Trikkið er að tala aldrei við aðalpersónu fréttarinnar, þá hrynur allt bullið!

Nafnlausir heimildarmenn, hvernig menn eru það? Þeir eru aðallega álfar, sem eru ekki til, nema í hugum þeirra sem þurfa að réttlæta bullið og lygarnar sem úr tölvum þeirra rennur linnulaust.

Það er bæði himinn og haf á milli góðs fréttamanns og ómerkilegs spunameistara og lygara.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ef það vantar greindarvísitöluna í fólk er ekki von á góðu.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.9.2010 kl. 21:36

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ben.Ax. Hvað er greindarvísitala? Ég á enga. Hvar fær maður svoleiðis?

Björn Birgisson, 10.9.2010 kl. 21:39

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég veit það ekki, Björn, en síðastliðna viku hef ég lifað á svokallaðri vísitölu framfærslukostnaðar sem er meira óæti en kartöfluuppskerubresturinn í Þykkvabænum sem ég hef vegna aldurs og fyrri starfa þurft að búa við undanfarin ár. En ég hef hins vegar tröllatrú á ríkisstjórninni og reikna með að áður en langt um líður verði hægt að leyfa sér að minnsta kosti fiskbollur í dós í kvöldmatinn.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.9.2010 kl. 22:03

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ben.Ax., í gær vorum við hjónin með kjötbollur úr ORA dós í kvöldmatinn, án ríkisafskipta. Keypti reyndar ORA fiskibollur og lambagrillsneiðar líka, ef frúin skyldi vilja þríréttaða máltíð. Hennar var valið. Nú eru kjötbollurnar uppurnar, lambið var grillað í kvöld og eftir standa fiskibollurnar. Ef þú vilt fá dósina þá arna, vantar mig heimilisfang. Það verður þá bara innágreiðsla fyrir læknisþjónustuna!

Björn Birgisson, 10.9.2010 kl. 22:28

5 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Skammist ykkar badir tveir tetta er lostæti sem tid latid ykkur um munn fara a medan eg tarf ad eta norskt labskas sem er sennilega mesta ometi sem fyrir finnst.

Þorvaldur Guðmundsson, 11.9.2010 kl. 00:40

6 Smámynd: Björn Birgisson

Þorvaldur minn, ef ég kynni nú að skammast mín, þá myndi ég gera það með reisn. Sendu mér adressu og fiskibollurnar verða þínar á vængjum póstsins!

Björn Birgisson, 11.9.2010 kl. 00:55

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

þegar að ég ólst upp borðaði ég ávalt labskáss, sem er saltkjöt, rifið niður og blandað saman við kartöflur og rófur, stappað og nammi namm! ég tel þetta ekki vera  neitt fátækrafæði!!!

Guðmundur Júlíusson, 11.9.2010 kl. 03:03

8 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Eg segi bara eins og Bjørn sendu mer adressu og eg skal senda ter mitt labskas i hvert skipti sem tad er a bordum Gudmundur.

Þorvaldur Guðmundsson, 11.9.2010 kl. 07:50

9 identicon

Það versta við svona "fréttamennsku" er að krakkarnir sem skrifa svona halda að þetta sé vandaður "fréttaflutningur". 

Þeim er sennilega handstýrt, þessum eymingjum, en gera sér enga grein fyrir því.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 14:52

10 Smámynd: Björn Birgisson

BB Fréttir eru komnar til að vera! Frí áskrift næstu 10 árin í kynningarskyni!

Björn Birgisson, 11.9.2010 kl. 15:00

11 identicon

Skráðu mig sem áskrifanda! Þetta er of góður "díll" til að sleppa honum! Og ókeypis!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 22:12

12 Smámynd: Björn Birgisson

Ybbar gogg, það er aldrei neitt ókeypis, hélt að það hefði ég kennt þér fyrir löngu! Ég fjármagna útgáfuna með launum konunnar. Henni finnst svo gaman að lesa skrifin mín - eða hitt þó heldur!

Björn Birgisson, 11.9.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband