Verður skýrslan ígildi dóms yfir ráðherrunum?

"Í fréttinni sagði að fulltrúar VG, Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar vildu að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu ákærðir, þau Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Fulltrúar Samfylkingar vildu að einungis Geir og Ingibjörg yrðu ákærð og fulltrúar Sjálfstæðisflokks vildu ekki að Alþingi samþykkti að ákæra."

Er þetta ekki að verða hálfgerður skrípaleikur allt saman? Nú keppast lögspekingar landsins við að dæma Landsdóm úr leik sem úrelt fyrirbrigði og vitna til danska málsins. Sigurður Líndal segist mundu sýkna fólkið sæti hann í Landsdómi.

Ég held að skýrsla þingmannanefndarinnar verði ígildi dóms yfir þessu fólki og mörgum öðrum. Landsdómur breytir engu þar um. Hvaða dóm er hann líklegur til að fella yfir þessu fólki? Skilorðsbundið fangelsi? Alvöru fangelsi? Svo yrði þeim dómi hnekkt af Mannréttindadómstólnum þar sem reglur um Landsdóminn leyfa enga áfrýjun. Sagan þar með öll!

Hvaða líkur eru til þess að Alþingismenn ákveði að láta draga þessa vini sína, samverkamenn og kunningja til margra ára fyrir Landsdóm? Þótt á stundum gusti þar um sali, er þetta nú aðallega góður klúbbur þar sem allir eru vinir og mátar.

Sjálfstæðismenn vilja ekki ákæra samkvæmt fréttinni. Hvað gerir Samfylkingin? Ætli Jóhanna og Össur greiði því atkvæði að Ingibjörg Sólrún og Björgvin verði dregin fyrir Landsdóm? Hvernig kæmi það út fyrir Samfylkinguna? Allt vitlaust kannski? Klofningur?

VG menn, Framsóknarmenn og Hreyfingin vilja sjá blóðið renna. Hver hefði afstaða Framsóknarmanna verið ef fyrningarreglur ráðherraábyrgðarinnar hefðu sturtað Halldóri Ásgrímssyni inn í þessa atburðarás?

Þetta er að verða ein allsherjar hringavitleysa, en svo sem ágætlega í takti við svo margt annað hjá okkur.

 

 


mbl.is Ekki samstaða í nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hér hafa SF og VG kallað sem hæst eftir að sekir verði til ábyrgðar dregnir.

Sjálfstæðisflokkurinn vill auðvitað að ráðherrar fái að valsa um með vald sitt án allrar ábyrgðar, og þarf ekki að koma neinum á óvart.

Nú er að sjá úr hverju SF er gerð, hvort yfirlýsingarnar um að sekir axli ábyrgð hafi einungis verið orðin tóm. Hvort þeir ætli að undanskilja sitt fólk.

Já þetta verður fróðlegt.

hilmar jónsson, 11.9.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er miklu betra fyrir þetta fólk að fá sýknu fyrir Landsdómi en að máli þeirra verði ekki vísað þangað og allt látið lafa. Sigurður Líndal efast um sakfellingu fyrir Landsdómi vegna óljósra laga. Ef svo fer þá fáum við það svart á hvítu að lagaumgjörðina þarf að laga og efla.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.9.2010 kl. 14:43

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég er sammála Axel það er betra að fá dóm. Ég er líka á þeirri skoðun að rannsóknarskýrslan sé í eðli sínu dómur.

Kristbjörn Árnason, 11.9.2010 kl. 14:53

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ögurstund í Íslendsku samfélagi !

 

Ætlar stjórnmálastéttin að koma sér undan opinberum réttarhöldum fyrir Landsdómi ? Ef það verður reyndin, þá eru stjórnmálamenn að dæma sjálfa sig seka og mega búast við algerri fyrirlitningu landsmanna. Þeir eru þá að gefa yfirlýsingu um að þeir hafi enga siðferðiskennd, að þeir fylgi ekki venjum siðaðra manna, að þeir séu fyrirlitlegir.

 

Viðfangsefni Landsdóms er ekki bara að dæma til sektar, heldur ekki síður að sýkna. Rannsóknin sjálf er mikilvæg, þótt engin verði dæmdur. Það er raunar langt í frá að vera mikilvægsta atriðið, að dæma einhvern. Þjóðin á rétt á, að fá öll atriði efnahagshrunsins í dagsbirtuna. Við þurfum meðal annars, að fá upplýsingar um hver ber ábyrgð á eftirfarandi:

 

  • Torgreinda peningastefnan. Hver var þáttur torgreinda peningastefnunnar í efnahagshruninu og er ætlunin að halda áfram með þá stefnu ?
  •  
  • Evrópska efnahagssvæðið. Hversu stóran þátt í efnahagshruninu átti aðildin að EES ? Ætla stjórnvöld ekki að endurskoða aðildina ?
  •  
  • Siðspilling stjórnmálamanna. Var raunveruleg spilling í gangi meðal Alþingismanna ? Hvers eðlis var hún og hvað verður gert til að hindra spillingu í framtíðinni ?
  •  
  • Erlend atlaga. Hvaða áhrif hafði beiting hryðjuverkalaganna og neitun erlendra ríkja að gera gjaldeyrisskiptasamninga við Ísland? Hver bar ábyrgð á þeirri stöðu sem komin var upp í samskiptum við aðrar þjóðir ?

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.9.2010 kl. 15:01

5 Smámynd: Björn Birgisson

"Sigurður Líndal efast um sakfellingu fyrir Landsdómi vegna óljósra laga"

Hefði ekki Alþingi átt að snyrta þann pakka til áður en lagt var í þetta ferðalag?

Björn Birgisson, 11.9.2010 kl. 15:05

6 Smámynd: Björn Birgisson

Loftur, ég tek undir þessi orð þín:

"Viðfangsefni Landsdóms er ekki bara að dæma til sektar, heldur ekki síður að sýkna. Rannsóknin sjálf er mikilvæg, þótt engin verði dæmdur. Það er raunar langt í frá að vera mikilvægsta atriðið, að dæma einhvern. Þjóðin á rétt á, að fá öll atriði efnahagshrunsins í dagsbirtuna."

Björn Birgisson, 11.9.2010 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband