11.9.2010 | 18:54
Hverjir voru að ljúga að Geir Haarde?
".......... segist Geir Haarde ekki hafa átt því að venjast að sér væri vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál, hvað þá að ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja gerðu sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra. Slíku hafi hann ekki kynnst fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og ekki gert sér grein fyrir því fyrr en eftir á."
Ég er viss um að mörgu, ótalmörgu og stóru, var logið í aðdraganda hrunsins og Geir Haarde hafi alveg rétt fyrir sér í því. Hverjir voru þá mestu lygararnir?
Stjórnendur stóru bankanna, stjórnendur Fjármálaeftirlitsins og stjórnendur Seðlabankans?
Hverjir aðrir gætu hafa logið forsætisráðherrann fullan?
Hrunið ekki rakið til stjórnmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samviskan.
Bjartmar Guðlaugs (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 19:12
Bankarnir lugu fram í rauðandauðan. Við skulum ekki gleyma því að fjármálaeftirlitið fékk ekki þær upplýsingar sem það leitaði eftir og átti til dæmis Gylfi Mangnússon þátt í því en hann átti setu í nefnd sem skar úr ágreiningi fjármálafyrirtækja og FMR, og féllu úrskurðir 90% gegn FMR. Það er í raun grátlegt menn sem sátu á þingi þegar hrunið varð séu þar enn og að fjalla um hrunið.
Einar Þór Strand, 11.9.2010 kl. 19:26
Einar það er vandamálið við verðum að leysa það nú þegar og alveg með ólíkindum að það skuli ekki vera búið fyrir löngu!
Sigurður Haraldsson, 11.9.2010 kl. 20:16
Var Geir ekki beintengdur við Seðlabankastjórann á þessum tíma?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.9.2010 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.