Þá kýs ég fremur ranglætið

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni vilja ekki að Björgvin verði ákærður og þessir flokkar eru með 36 þingmenn á þingi af 63."

Til hvers væri að ákæra Björgvin G. Sigurðsson? Það hefur marg oft komið fram að hann var bara farþegi í ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar Sólrúnar, sem kennd er við hinn helga stað Þingvelli, smekklegt sem það nú er. Farþegi eða messagutti.

Honum voru fengin ýmis mál til úrlausnar og leyft að vera í ráðherraleik, en þegar málin gerðust stærri og snúnari, var honum alltaf sagt að vera bara úti að leika sér, á meðan fullorðna fólkið yrði að fá frið til að takast á við úrlausnarefnin flóknu og viðamiklu. Með miklum bravör auðvitað.

****************

Því meira sem maður hugsar um þetta Landsdómsmál, því betur sér maður þvílík dómadags endaleysa þetta er.

Að taka fjóra fyrrum ráðherra út úr pakkanum og stilla þeim upp á fórnaraltari, á sama tíma og langt um sekara fólk, nokkur ár aftur í tímann, stendur álengdar og hlær að öllu saman!

Ef þetta er eitthvað í ætt við réttlæti, þá kýs ég heldur ranglætið sem fólgið er í að gera ekki neitt.


mbl.is Ekki þingmeirihluti fyrir ákæru á hendur Björgvini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaeti thad verid ad thessi hérna standi álengdar?

Davíð Oddsson fær ríkulega launað fyrir að ritstýra  Morgunblaðinu.
 
Hvad med thennan?
 
Halldór Ásgrímsson velur íslenskt í Danmörku.
 
Og er thessi hér bara
 
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hittir breskan ráðherra í  vanda.
 

KABINENJUNGE?

 

KABINENJUNGE (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 18:45

2 Smámynd: Björn Birgisson

Kabinenjunge, þú ert nokkuð heitur!

Björn Birgisson, 12.9.2010 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband