Botnlaus fata í Landeyjum?

"Dýpkunarskipið Perlan vinnur núna við dýpkun Landeyjarhafnar. Ljóst er að meiri sandur er í rifi sem lokar höfninni en búist var við. Veður hefur einnig áhrif á hversu langan tíma tekur að dæla sandinum úr innsiglingunni."

Gæti verið að Perlan sé þarna komin í sannkallað eilífðarverkefni? Alla vega er nóg af sandi fyrir suðurströnd landsins og hann tekur því miður ekkert tillit til þessa verkfræðiundurs sem Landeyjahöfn er. Eða var ætlað að vera.

Hvað verður um sandinn sem mokað er upp úr innsiglingu Landeyjahafnar?

Er sagan um botnlausu fötuna að taka á sig nýjan blæ í Landeyjahöfn?

 

 


mbl.is Herjólfur siglir áfram til Þorlákshafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er "metnaðarfullt" verkefni fyrir dæluskipið að hafa undan straumnum sem ber sandinn inn í höfnina.

Kannski er þetta hluti af okkar lofsverðu stóriðjustefnu?

Nú er bara að byggja fleiri svona hafnir þarna suðurfrá og fjölga dæluskipum að sama skapi.

Ekki megum við gleyma því hversu gífurlega verðmætur reynslusjóður er að skapast þarna.

Er ekki íslensk tækni við hin ýmsu séríslensku verkefni talin verðmæt til útflutnings?

Nú er bara að hafa hratt á hæli og stofna alþjóðlegt fyrirtæki:

Eyjafjallajökull Vulkan Green Energy, eða eitthvað í þá áttina.

Tökum Binga áða!

Árni Gunnarsson, 12.9.2010 kl. 18:00

2 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, takk fyrir þetta. Af hverju setur þú þetta ágæta innlegg ekki upp sem sérfærslu við fréttina?

Björn Birgisson, 12.9.2010 kl. 18:03

3 identicon

Takk, og takk þér Árni fyrir frábært innlegg

ps. Það á ekki að spyrja tveggja spurninga í skoðanakönnun (þó oft sé það gert...). Úrslitin er hægt að skilja á alla vegu ;)

Valgeir (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 19:55

4 Smámynd: Björn Birgisson

Skoðanakönnun vegna þessa heimskulega máls getur ekki orðið annað en heimskuleg. Með ráðum gert.

Björn Birgisson, 12.9.2010 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband