13.9.2010 | 18:06
Skjaldborg um ráðherrana?
"Atli sagðist myndu gera grein fyrir þessum álitaefnum þegar þingsályktunartillögur um ráðherraábyrgð koma til umræðu á Alþingi síðar í vikunni."
Það er einkum tvennt sem gerir tillögur meirihluta Atlanefndarinnar um ákærur gegn fjórum fyrrum ráðherrum að tómum skrípaleik.
1. Fyrningarreglurnar um ráðherraábyrgð. Hinir sekari sleppa, en fjórum fórnað til viðvörunar!
2. Landsdómur er úrelt fyrirbrigði og stenst ekki Mannréttindalög að mati lögspekinga.
Það er eins gott að þingmenn geri sér far um að sjá afleiðingar gjörða sinna ef þeir fara að samþykkja þessa fásinnu, sem á ekkert skylt við réttlæti. Fyrningarreglan afskræmir þetta réttlæti. Þá er illþolandi ranglætið, sem fólgið er í að gera ekki neitt, skömminni til skárra.
Er ekki öllum ljóst að fjölmargir stjórnmálamenn gerðu aragrúa mistaka á löngum tíma? Á svo að kæra aðeins fjóra þeirra?
Þetta er allt að verða svo vitlaust að mér liggur við að skrifa:
"Sláum skjaldborg um fyrrum ráðherrana okkar sem nú á að leiða í höggstokkinn í sláturtíðinni öðrum til viðvörunar."
Telur ákæru standast mannréttindareglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einhver sagði í þessari orrahríð sem nú stendur yfir að hann fyndi fyrir "biskupsfílinginn", þ.e. þegar menn gengu fram fyrir skjöldu á sínum tíma að verja Ólaf Skúlason.
Er ekki rétt að láta þetta líða áfram eftir regluverkinu sem er í gildi jafnvel þó það orki tvímælis.
Hitt er satt og rétt að fyrningartíminn er ansi stuttur svo ekki sé meira sagt.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 19:37
Jón Óskarsson, í þessu máli verður hver og einn að mynda sér skoðun. Mín er klár og hefur verið birt opinberlega. Ég stend við hana. Á sama hátt virði ég þá sem eru annarrar skoðunar.
Björn Birgisson, 13.9.2010 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.