Íslenskt vald er eitraður kokteill

"Það má vel leiða rök að því að stefnubreyting ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eigi stóran þátt í því hvernig fór, þeirrar ríkisstjórnar sem hérna sat frá 1993-2007" sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir á Alþingi í dag.

Ekki erfitt að taka undir þessi orð, bæjarstjórans fyrrverandi og þingkonunnar skeleggu.

Alltaf trúði maður því að þrískipting valdsins væri hið eina rétta og tryggði að við byggjum í fyrirmyndar lýðræðisríki. Annað hefur heldur betur komið á daginn.

Löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald hafa á umliðnum árum myndað nánast ódrekkandi kokteil, hálf eitraðan, enda þjóðin sem lömuð af kræsingunum.

Lítum nánar á þetta.

1. Löggjafarvaldið er hjá Alþingi. Þaðan koma eingöngu útþynntar ákvarðanir eftir pólitískar málamiðlanir. Klóraðu mér og ég skal klóra þér.

2. Framkvæmdavald. Það er hjá ríkisstjórninni, sem jafnframt er á kafi í löggjafarvaldinu, enda sitja ráðherrar á þingi og þvinga þar margt í gegn.

3. Dómsvaldið er óþarflega veikt, enda allir dómarar skipaðir af framkvæmdavaldinu. Til skamms tíma handvaldir pólitískt af ónefndum flokki.

Eru þessir þrír grunnþættir lýðræðisins nægilega aðgreindir? Því fer svo fjarri að teljast verður lélegur brandari. Íslenska lýðveldið er bara eitrað glundur, enda þjóðin orðin illa vönkuð.

Aðeins meira um valdið.

4. Fjórða valdið, fjölmiðlarnir. Rótgrónasta dagblað landsins lýtur ritstjórn manns sem ætti nú að vera á leiðinni fyrir Landsdóm, ef nokkur á að feta þá leið. Mest lesna dagblað landsins lýtur stjórn þeirra aðila sem almenningur telur til spilltustu afla Íslands, sömuleiðis stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin. RÚV er margsakað um hlutdrægni. DV, já, hvað um DV? Falleg upptalning?

Fjórða valdið á Íslandi er handónýtt, þrátt fyrir góðan vilja og ásetning einstakra blaða- og fréttamanna. Ramminn sjálfur er rotinn og ónýtur og verður að breytast.

5. Bloggið. Það er að standa sig best, þrátt fyrir allt bullið sem flýtur með. Ef ekki væri bloggið á hinum ýmsu miðlum, með sínu aðhaldi og gagnrýni, hvernig væri þá útlitið? Bestu bloggararnir taka flestum þingmönnum fram í flestum málum og eru svo klárir að þeim dytti aldrei í hug að gefa kost á sér til þingsetu!

Skuggalegt er ástandið, vægt til orða tekið.

 


mbl.is Mistök gerð við einkavæðinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ehem - hér hefur einfaldlega aldrei verið virk þrískipting.

Þ.e. Alþingi of dóminerað af Stjórnarráðinu, þ.e. þeim er hafa völdin hverju sinni, til að koma lengst af fram sem sjálfsstæður aðili.

Þannig, hér hefur lengst af verið tvískipting þ.e. stjórnvald og dómstóllar. Lögggjafarvaldið verið undir stjórn stjórnvaldsins.

Einungis forsetinn sjálfur, hefur verið veikur 3. póll.

---------------------------

Ég held að smæðin sé mjög vanmetin hérlendis sem orsakaþáttur. En hún leiðir til þess að stofnanir eru veikar. Þingmenn eru það fáir, að þeir eru kunningjar. Flokkarnir sjálfir hafa verið veikar stofnanir, þ.e. með mjög litla sjálfstæða getu til stefnumótunar. 

Þetta hefur leitt til þess, að þeir hafa lengst af verið mjög háðir þeim hagsmunahópum er hafa staðið á bakvið þá um allt, ekki bara fjármagn heldur hefur mikill hluti stefnumótunarvinnu oft verið unninn á höfuðstöðvum þeirra hagsmunasamtaka.

Ef þú leggur þetta saman, veikar stofnanir þar með taldir flokkarnir sjálfir, hefð fyrir meirihlutastjórnum - þá er útkoman að hagsmunasamtök hafa verið með mjög lítt óbeinum hætti að stjórna landinu skv. eigin hagsmunum.

----------------------

Einungis embætti forseta hefur verið veikur hugsanlegur póll, sem hugsanlegt valdaembætti miðað við hugmyndir forsetans um það embætti. Að mínum dómi, var Vigga mjög slæmur forseti að mörgu leiti einmitt vegna þess, að hún lét stjórnvaldið spila með sig og telja sér trú um, að vald forseta væri óvirkt. Niðurst. meðan hún var við völd, stafaði ráðandi öflum engin hætta af forsetaembættinu.

Sérstakt að Ólafur Ragnar, ætlar að verða einn okkar helsti byltingamaður.

------------------------

Mín skoðun er að eina leiðin til að búa til hér raunverulega andstöðu við vald ríkisstj., og um leið valdahópa, sé þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag.

En vald embætti forseta eins og sagan hefur sýnt, virðist fara mjög eftir skoðunum viðkomandi einstaklings á því embætti og hlutverki þess.

Ef valdahópunum tekst ekki að eyðileggja vald forseta, sem virðist helsta ógnin við þeirra vald, þá munu þeir næst leggja mikla áherslu að fá sinn mann/konu þar inn. Þeir munu að sjálfsögðu gera allt sitt til að ónýta stjórnlagaþing, eða lama nokkurt þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag.

En ef tekst að koma því á, þá myndi skapast raunverulegur póll, sem valdið yrði að taka tillit til.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2010 kl. 21:35

2 Smámynd: Björn Birgisson

Einar Björn, þakka þér fyrir þetta ágæta innlit. Læt það liggja hér í loftinu fyrir lesendur þessarar síðu. Varð nokkuð hugsi við þessi orð:

"Ef valdahópunum tekst ekki að eyðileggja vald forseta, sem virðist helsta ógnin við þeirra vald, þá munu þeir næst leggja mikla áherslu að fá sinn mann/konu þar inn. Þeir munu að sjálfsögðu gera allt sitt til að ónýta stjórnlagaþing, eða lama nokkurt þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag."

Þú ert að tala um terrorista innan kerfisins. Sanna íslenska skæruliða!

Er þetta svona slæmt hjá okkur?

Björn Birgisson, 13.9.2010 kl. 21:47

3 identicon

Bíddu bíddu Bjössi....dokadu örlítid vid Bjössi!

Thú skrifar í einni faerslu thinni fyrir skömmu: 

"Þess vegna á Alþingi nú að skipa enn eina rannsóknarnefndina og afnema fyrningarregluna fáránlegu. Í þeirri nefnd sitji sérfræðingar einvörðungu. Enginn þingmaður.

Sú nefnd rannsaki einkavæðingarferli bankanna gjörsamlega niður í kjölinn og dragi allt fram um þá  meintu spillingariðju sem þar fór fram. Hvað sem framsóknarmenn og sjálfstæðismenn segja.

Hætt er við að þá fái Landsdómur næg verkefni og að þar verði önnur nöfn nefnd en þau sem nú eru á allra vörum.

Við erum rétt að byrja!"

Í faerslunni núna skrifar thú: 

"Það má vel leiða rök að því að stefnubreyting ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eigi stóran þátt í því hvernig fór, þeirrar ríkisstjórnar sem hérna sat frá 1993-2007" sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir á Alþingi í dag.

Ekki erfitt að taka undir þessi orð, bæjarstjórans fyrrverandi og þingkonunnar skeleggu."

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar:

Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir láta bóka að frekari rannsókn á einkavæðingarferlinu við sölu ríkisbankanna skili samfélaginu engu.

Þessi yfirlýsing er birtingarmynd á sífelldri viðleitni Sjálfstæðisflokksins til þess að halda þjóðinni illa upplýstri og koma í veg fyrir lærdóm af mistökum. Þetta er sérstaklega til vamms fyrir Ragnheiði Ríkarðsdóttur sem er fyrrverandi skólastjóri.

Þótt yfirlýsing hennar afhjúpi vangetu hennar sem stjórnmálamanns getum við altjent glaðst yfir að einum skóla hefur verið forðað frá stjórnvisku hennar og frekar ömurlegu viðhorfi til þekkingarleitar. 

Einkavæðingarferlið bar öll merki þess sem aflaga hefur farið í íslensku samfélagi og jafnvel sumir sjálfsstæðismenn fölna við lestur skýrslu alþingis um framgöngu ráðherranna í því máli. Góð úttekt er gerð á þessu máli http://www.svipan.is/?p=11824.

Bjössi...ertu ekki ad hrósa thingkonu sem alls ekki vill rannsaka thau spillingaröfl sem eydilagt hafa líf thúsindir íslenskra fjölskyldna.  Ímyndadu thér thau slaemu áhrif sem neydin hefur á börnin.  Líf margra barna á Íslandi í dag er algert helvíti.

Í fangelsi med hyskid (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 21:58

4 Smámynd: Björn Birgisson

Í fangelsi með hyskið, þú ritar, öllu afritar annara mál, til að spyrja mig einnar spurningar: "......ertu ekki ad hrósa þingkonu sem alls ekki vill rannsaka þau spillingaröfl sem eydilagt hafa líf þúsunda íslenskra fjölskyldna."

Það eina sem ég sagði um Ragnheiði Ríkharðsdóttur í minni færslu var að hún væri skelegg. Það er hún vissulega. Hörkukerling. Ég sagði ekki stakt orð um hvort ég væri henni almennt sammála, en ég vitnaði til hennar eigin orða og hafði þau að sjálfsögðu innan gæsalappa. Ég er enginn Hólmsteinn.

Gerðu grein fyrir því hver þú ert og vandaðu þig betur ef þú vilt reyna að skjóta mig niður. Annars takk fyrir innlitið!

Björn Birgisson, 13.9.2010 kl. 22:32

5 identicon

Alls EKKI ad reyna ad skjóta thig nidur.

Í fangelsi med hyskid (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 22:46

6 identicon

Thakka jafnframt fyrir leidréttinguna: thúsundir (rangt) thúsunda fjölskyldna (rétt)

Í fangelsi med hyskid (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 22:52

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú ert að tala um terrorista innan kerfisins. Sanna íslenska skæruliða!

Er þetta svona slæmt hjá okkur?

-------------------------------------

Þ.e. greinilega til staðar valdastétt. Við getum séð þetta m.a. á því hve mikill munur er á meðferð þeirri er einstaklingar í skuldavandræðum fá frá bönkunum, miðað við hvort þeir voru meðlimir hennar eða hluti af almenningi.

Embætti forseta hefur lengi verið möguleg ógn, og þeir valdahópar er hafa ráðið Stjórnarráðinu hverju sinnia hafa ítrekað reynt að setja sinn eigin mann eða konu þar inn. Því miður, næst komust þeir með því í gegnum hana Viggu, en þeir plötuðu hana til að halda að hlutverk forseta væri ekki það að vera tékk á ofurvald hinna, þ.e. lokatékk. Hún sat á þ.s. var kallað á friðarstóli, þæg við valdastéttirnar.

Áður hafa ítrekað verið reyndar breytingar á stjórnarskránni, þ.s. ítrekað var reynt að afnema vald forseta.

En það tókst aldrei, þ.s. eftir allt saman var aldrei alveg einn valdapóll. En hagsmunahópur sjávarútvegs var aldrei algerlega einráður. Aðilar vinnumarkaðar hafa alltaf haft nokkuð vald. Á tímabili voru bændur og kaupmenn einnig vald.

Fulltrúar vinnumarkaðar stóðu alltaf gegn tilraunum til að afnema vald forseta, þ.e. hið minnsta lengst af. Þeim tókst að skapa tímabundin bandalög við smærri hópana um slíkt þegar mikið lá við.

En, þ.s. gerðist þegar bankarnir urðu alvaldar hér, virðist hafa verið að ein valdastétt raunverulega náði yfirgnæfandi völdum. Þ.e. alveg nýtt, sem ekki hefur gerst áður. Þ.e. sjávarútvegur var aldrei alveg algerlega dóminant. Aðrir hópar gátu með samstöðu hindrað alger yfirráð LÍÚ.

Þ.e. eins og þeir - þ.e. bankamenn - enn hafi að stórum hluta þau völd, þrátt fyrir hrun bankanna, með því að takast að tryggja sér stöðu áfram innan starfandi bankastofnana, sem tryggir þeim mjög mikil áhrif með því að þeir eru að víxla með skuldir almennings sem er ofurskuldugur og á sama tíma með skuldir fjölmargra ofurskuldugra fyrirtækja - og að því virðist, með því að tryggja sér áhrif innan núverandi ríkisstj.

Samt sem áður er staða þeirra að sjálfsögðu veikari eftir hrunið - þ.e. eins og við séum í skrítnu millistríðstímabili, áður en raunveruleg átök um völd brjótast út fyrir alvöru. En, útgerðin er sennilega að safna liði á ný. Spurning hvort það verður einhvers konar uppreisn almennings.

Hún er hugsanleg, því völd bankamanna virðast standa og falla með því, að bönkunum sé haldið uppi og þá er ekki hægt að afskrifa skuldir, því þegar þeir voru endurreistir þá var það gert án þess að afkskrifa innlán að nokkru leiti - sennilega vegna þess að bankamenn áttu peningalegar eignir er þeir vildu ekki að væru afskrifaðar, svo virðist sem að þeir hafi viljað eiga nægilega mikið af skuldum fyrirt. til að geta deilt og drottnað yfir atvinnulífinu. En, niðurstaðan er að skuldastaða bankanna er viðkvæm og þeir mjög vel mögulega geta hrunið aftur, og það myndi verða fjörbrot bankamanna sem megin valdastéttar.

Ef það gerist, getur tekið við einhvers konar "free for all" taki við þ.s. staða LÍÚ er veikt miðað við þ.s. áður var þ.s. þeirra fyrirt. eru svo skuldug. Á sama tíma eru einnig hinir fyrri valdapólarnir einnig veikari en áður, þ.e. bændur og verkalýðshreyfing einnig þ.s. hún er orðin klofin vegna innri ágreinings.

Sá tími, getur hugsanlega verið tækifæri fólksins sem annars aldrei kemur aftur, til að ná fram raunverulegum breitingum.

--------------------------

Ég tek fram, þetta er minn skilningur - sem ég geri ráð fyrir að þú sért í einhverjum atriðum ósammála.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2010 kl. 23:14

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Viðeyjarstjórnin sat 1991-1995

Dabbi og Dóri tóku við árið 1995 en ekki 1993.  

Þú varst að hæla okkur bloggurum þannig að við höfum ártölin rétt þó að þingmenn fari rangt með.  

Og einmitt rétt hjá þér.  Ég afþakka þingsætið, en takk samt.  

Viggó Jörgensson, 13.9.2010 kl. 23:31

9 Smámynd: Björn Birgisson

Einar Björn, ég viðurkenni fúslega að ég er ekki eins flinkur í samsæriskenningunum og þú ert. Ég las þitt langa og ágæta innlegg yfir með þeirri athygli sem mér var gefin í vöggugjöf. Verð þó að segja þér eitt, ef þú lætur það ekki fara lengra: Ég tók fyrir löngu þá ákvörðun, sem bloggari, að skrifa mínar skoðanir allar á mannamáli. Forðast langt mál og fræðilegar útskýringar, sem ég skil ekkert í, en auðvelt er að gúggla. Ég tók þá ákvörðun að skiptast á skoðunum við venjulega Íslendinga, á réttu og sléttu mannamáli. Landa mínir kunna að meta það að því marki að 500-800 hundruð þeirra kíkja á karlinn daglega, ef hann er virkur. Það þykir mér vænt um. Mér þykir svo ekki minna til þinna heimsókna koma. Alltaf velkominn karlinn minn!

Björn Birgisson, 14.9.2010 kl. 00:13

10 Smámynd: Björn Birgisson

Viggó Jörgenson, ég þakka þér innlitið, en þú ert á leið á þing! Kannski málþing með konunni?

Björn Birgisson, 14.9.2010 kl. 00:47

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér fyrir þennan góða pistil Björn. Það er gott þegar menn skrifa og skjóta eftir að hafa vandað sig við að miða og hitta svona vel í markið. Þetta er ekki nógu algengt enda ekki við því að búast allir hermennirnir séu jafn virkir í orrustunni.

Vegna aldurs á ég að hafa þau réttindi! að belgja mig út sem álitsgjafi. Og mitt álit er að þú hafir vaxið bæði hratt og vel á þínum bloggferli.

Einhvern veginn hef ég áráttu til að tengja þessa ályktun við að það að ég skynja hjá þér þverrandi hollustu við stjórnmálaflokk.

Það hefur enginn skynsamur maður leyfi til þess á örlaga-og umbrotatímum í eigin samfélagi að láta pólitískan kúbb skekkja dómgreindina.

"Og þetta eru lög!" eins og minn ágæti frændi Ottó Þorvaldsson í Viðvík sagði stundum til áherslu. Góð er minningin um hann.  

Árni Gunnarsson, 14.9.2010 kl. 11:58

12 Smámynd: Björn Birgisson

Árni Gunnarsson, þakka þér góð orð í minn garð. Á góðri bloggsíðu sá ég þessi orð: Lengi sannast alþýðuspakmælið forna að "margur fær af litlu lof."

Björn Birgisson, 14.9.2010 kl. 13:21

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Björn BirgissonÉg tók fyrir löngu þá ákvörðun, sem bloggari, að skrifa mínar skoðanir allar á mannamáli. Forðast langt mál og fræðilegar útskýringar, sem ég skil ekkert í, en auðvelt er að gúggla. Ég tók þá ákvörðun að skiptast á skoðunum við venjulega Íslendinga, á réttu og sléttu mannamáli. Landa mínir kunna að meta það að því marki að 500-800 hundruð þeirra kíkja á karlinn daglega, ef hann er virkur.

-------------------------------------

Ég hef verið sáttur við lestur einhver staðar á bilinu 1/3 - 1/4 af því sem greinilega kemur inn að lesa þitt blogg.

Mín skoðun er að útskýringar og röksemdafærslur, sé ekki hægt að afgreiða í mjög knöppu máli.

Þeir sem eru á höttum eftir léttara efni, fara þá þangað sem minni áhersla er lögð á útskýringar og röksemdafærslu, ásamt tilvitnunum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.9.2010 kl. 21:27

14 Smámynd: Björn Birgisson

Einar Björn, þú stjórnar þínu lífi og skrifum. Ég sé um mitt. Þér er, eins og öllum öðrum, velkomið að koma í heimsókn á mitt blogg. Á sama hátt er þér velkomið að sleppa því. Þitt er algjörlega valið, minn kæri.

Björn Birgisson, 14.9.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband