Já, það gera allir einhver mistök Steingrímur

Hvað ætlar Alþingi Íslendinga að gera í Landsdómsmálinu, þeim óskapnaði sem Rannsóknarnefndin og Atlanefndin hafa vakið til lífsins, sem aldrei skyldi verið hafa?

 "Ég tek það skýrt fram fyrir mína hönd, að ég efast ekki um að það fólk sem í hlut á, þessir fjórir ráðherrar, vilja vel og vildu vel. Þetta snýst ekki um það. Það þýðir hins vegar ekki að mönnum hafi ekki getað orðið á, að þeir hafi ekki gert mistök og átt að reyna að gera betur. Það er um það sem þetta snýst og við verðum einfaldlega að horfast í augu við þá hluti" sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi og sagði að það hefði verið sér mikið tilfinningamál að flytja þessa ræðu og hefði verið erfitt.

Hafi flutningur ræðunnar verið slík raun hefði Steingrímur sem best getað sleppt því að flytja hana.

"Það þýðir hins vegar ekki að mönnum hafi ekki getað orðið á, að þeir hafi ekki gert mistök og átt að reyna að gera betur." sagði Steingrímur. Það er nú það.

Það gera allir ráðherrar einhver mistök. Steingrímur gerði sjálfur þau mistök að senda Svavarsnefndina út í heim til samninga, án þess að leita fyrst eftir breiðri samstöðu hér heima. Það voru meiriháttar mistök. Komi á endanum í ljós að Icesave falli ekki á Íslendinga nema að óverulegu leyti, hvað verður þá um Steingrím? Fer hann fyrir Landsdóm vegna þess feigðarflans? Hvað ef hann nær engum samningum og skíttapar fyrir dómstólum með ærnum útgjöldum? Fer hann þá fyrir Landsdóm? Þetta er allt að verða ein hringavitleysa.

Það er einkum tvennt sem gerir tillögur meirihluta Atlanefndarinnar um ákærur gegn fjórum fyrrum ráðherrum að tómum skrípaleik sem ærlegir þingmenn geta með engu móti tekið þátt í eða lagt nafn sitt við.

1. Fyrningarreglurnar um ráðherraábyrgð. Hinir sekari sleppa, en þremur til fjórum fórnað öðrum til til viðvörunar! Á hvað minna svona vinnubrögð?

2. Landsdómur er úrelt fyrirbrigði og stenst ekki Mannréttindalög að mati lögspekinga, eins og til dæmis formanns Lögmannafélags Íslands og margra fleiri.

Það er eins gott að þingmenn geri sér far um að sjá fyrir afleiðingar gjörða sinna, ef þeir fara að samþykkja þessa fásinnu, sem á ekkert skylt við réttlæti.

Fyrningarreglan afskræmir þetta réttlæti. Þá er illþolandi ranglætið, sem fólgið er í að gera ekki neitt, skömminni til skárra.

Er ekki öllum ljóst að fjölmargir stjórnmálamenn og embættismenn gerðu aragrúa mistaka á löngum tíma? Á svo að kæra aðeins fjóra þeirra?

Að mínu mati er umfjöllun Rannsóknarskýrslunnar og Atlaskýrslunnar um embættisfærslur þessa fólks nægur dómur og við hann verður fólkið að lifa.

Fulltrúar stjórnmálaflokka sem greiða því atkvæði að senda þetta fólk fyrir Landsdóm munu aldrei fá mitt atkvæði, hvorki í kosningum á landsvísu, né heima í héraði.

Þetta er allt að verða svo vitlaust að mér liggur við að skrifa:

"Sláum skjaldborg um fyrrum ráðherrana okkar sem nú á að leiða í höggstokkinn í sláturtíðinni öðrum til viðvörunar."

 


mbl.is Mikið tilfinningamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

 Sæll Björn.  Þar sem lög um Landsdóm eru þannig úr garði gerð, þá verður ekki hægt að bæta nöfnum á ákæruskjal það sem frá Alþingi kemur. (þingsályktunartillagan) Sama hvaða upplýsingar koma fram.  Það verður ekki hægt að kæra t.d. Björgvin síðar, sleppi hann við þessa ákæru, nema að Alþingi samþykki aðra þingsálykunartillögu um slíkt

Það má virða flokkana 3 sem vilja 4 fyrir Landsdóm, þau auðvitað sé spurning hvort að Össur eigi ekki allt eins sök og Ingibjörg, en nóg um það. 

Hins vegar gæti tillaga Samfylkingarinnar verið óheiðarlegur pólitískur loddaraskapur til að hvítþvo ráðherra flokksins af þeim sökum sem skýrsla RNA ber einn þeirra BGS. Í framhaldinu verður svo áframhaldandi afneitun flokksins á sínum þætti í hruninu auðveldari, enda enginn ráðherra flokksins dæmdur.

Samkvæmt því sem skýrsluhöfundar Rannsóknarskýrslu Alþingis vildu meina, þá ná lög um ráðherraábyrgð ekki yfir Ingibjörgu og Össur, vegna þess að ráðuneyti þeirra höfðu ekkert með bankana að gera.  Rök Samfylkingarinnar fyrir sakleysi Björgvins eru hins vegar barnaleg og varla bjóðandi að slík rök komi frá fulltrúum nefndar af þessu kaliberi.  Það er því engu líkara að Ingibjörgu sé tranað fram í stað Björgvins, í þeirri von um að Ingibjörg verði sýknuð um brot á lögum um ráðherraábyrgð og Geir og Árni sitji einir í súpunni.    Samfylkingin getur þá haldið áfram möntrunni um að hrunið sé Sjálfstæðisflokknum að kenna og ráðherrar Samfylkingarinnar hafi fyrir slysni lent í hringiðu hrunsins. 

Samfylkingin mun því leggja allt kapp á það að þingmenn Vg hverfi frá ákæru á Björgvin og hótar jafnvel stjórnarslitum eða einhverju þaðan af verra til að fá sínu fram.  Björgvin mætir svo glaðbeittur á þing að nýju í byrjun október, á meðan fyrrv. samráðherrar hans, biða þess að vera dregnir fyrir Landsdóm. Fyrir sakir sem að hann á alveg nógu stóran skerf af, til þess að verðskulda það að verða þeim samferða fyrir dóminn.  Í staðin mun Björgvin svífa um þingsali með syndaaflausn Alþingis í vasanum. 

 Gangi þetta eftir þá erum við að verða vitni af því þegar Samfylkingin misnotar Landsdómslögin, í þeim tilgangi einum að þar verði tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, leiddir á höggstokkinn í pólitísku uppgjöri til þess að sefa reiði almennings, öðrum til viðvörunar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.9.2010 kl. 18:36

2 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn Karl, þessi frásögn af meintu plotti er vel upp sett hjá þér og ég las hana vandlega yfir. Ég er í engri aðstöðu, hvorki til að skrifa undir hana, né neita henni og því geri ég hvorugt.

Minn hugur er kristalskýr í þessu máli eins og færslan mín ber með sér. Sjálfstæðismenn vilja ekki ákæra neinn við þessar aðstæður og ég er þeim sammála, en það þýðir ekki að ég sé að verða ástfanginn af flokknum þeim! Alþingi er hér komið út í algjört kviksyndi, sokkið upp að mitti, en björgunar er þó enn von. Aðeins með því að þingsályktunartillögurnar verði dregnar til baka eða þær kolfelldar.

Björn Birgisson, 14.9.2010 kl. 18:53

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Líklega verður gert hlé á umræðum á þingi, seinni partinn á morgun.  Það mun vera gert svo nefndin geti ráðið ráðum sínum varðandi Landsdóminn t.d. Umræður um Landsdóminn hefjast svo á föstudaginn.  Með þessu fyrirkomulagi þá fær nefndin tækifæri til þess að  draga tillögunar um Landsdóm til baka of/eða koma með tillögu um Landsdóm, sem tæki þá á ábyrgð allra þeirra sem að hugsanlega gætu átt þar heima líka. 

 Ég rakst á umræðu um Landsdóminn á Facebook og hnaut um ummæli Benedikts Sigurðssonar, samfylkingarmanns frá Akureyri:

- "Ég hef fulla staðfestingu á því að mjög margir úr hópi almennra flokksmanna í SF eru algerlega rasandi yfir afar illa grundaðri afstöðu MOS og OGH - og því hvernig "spuni Össurar" í óstaðfestum vitnisburði fyrir R...annsóknarnefnd Alþingis - er bakgrunnur fyrir því að Ingibjörgu Sólrúnu er "fórnað" - en Björgvin G "dreginn í land" á þeim forsendum að hann sé bæði flón og afglapi . . .
á . . . fyrir þá sem muna að Ingbjörg SÓLRÚN var í USA Hrundagana og að mestu leyti utan þjónustusvæðis vikum saman - fram í nóvember 2008 - en Össur stýrði verkum á vettvangi í samráði við Geir og Davíð með Björgvin G sem "blaðafulltrúa" . . þar sem ´Jón Þór Sturluson og Jón Sigurðsson voru sérlegir trúnaðarmenn viðskiptaráðherrans allt árið 2008 og í gegn um Hrunið og til loka stjórnarsamstarfs SF og Sjálfstæðisflokksins . . . - og enn er hlaðið undir þessa "jóna" . .
. . þessi spuni Össurar verður flokknum að líkindum enn þá dýrkeyptari en nokkurt "næturblogg" (sem nú hefur verið skrúfað fyrir um skeið) . . ."

 Það má mikið vera að í Samfylkingunni, séu mál svona og að þessi Landsdómsálit verði flutt óbreytt á Alþingi.  

P.s Jón Þór Sturluson var aðstoðarmaður Björgvins og reyndar líka efnahagsráðgjafi Ingibjargar.  Jón Sigurðsson var svo stjórnarformaður FME í hruninu en svo virðist sem að jörðin hafi gleypt hann eftir hrun....................

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.9.2010 kl. 20:09

4 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn Karl, kemur allt í ljós, kemur allt í ljós ......................

Það er mikið að í öllum flokkunum okkar, svo mikið er víst!

Björn Birgisson, 14.9.2010 kl. 20:47

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já það eru fordæmislausar aðstæður alls staðar í þjóðfélaginu.  Eitthvað sem að ég vona að þjóðin þurfi aldrei aftur að ganga í gegnum..........................

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.9.2010 kl. 20:55

6 Smámynd: Björn Birgisson

Haustið 2010 verður athyglisverður tími í stjórnmálum þjóðarinnar, vægt til orða tekið.

Björn Birgisson, 14.9.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband