Forseti undir fölsku flaggi

Fram kom að Kristján Sveinbjörnsson, fyrrum forseti bæjarstjórnar Álftaness, skrifaði ásakanir á hendur Hlédísi Sveinsdóttur undir fölsku nafni.

Hér á blogginu koma fjölmargir fram undir fölskum nöfnum. Sumir málefnalega, en aðrir sletta óhroða í allt og alla í öruggu skjóli nafnleyndarinnar, sem í flestum tilvikum hentar heiglum betur en herramönnum og fínum frúm.

Allir vita hvernig fór fyrir bæjarfélaginu Álftanesi. Við hverju var að búast ef sjálfur forseti bæjarstjórnarinnar breytir sér í nafnlausa leyniskyttu til að vega að fólki úr launsátri?

Þessi frétt er með þeim ólíkindum að erfitt er að trúa henni, en Héraðsdómur Reykjaness veit nokk hvað hann syngur.

Nú þarf einhver að læðast með veggjum, með nafnskírteinið í vasanum, 400 þúsundum fátækari að viðbættum málskostnaðinum.


mbl.is Ummæli ómerkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki á ég beinlínis von á því Björn, að nafnlausir sorakjaftar taki þetta til sín og bæti sitt ráð.

Svo hef ég aldrei skilið hugmyndafræði að dómstóll geti dæmt ummæli eða skrif dauð og ómerk. Ærumeiðandi skrif eða ummæli sem einu sinni hafa birst opinberlega verða aldrei til baka dregin, skaðinn er skeður,  sama hve margir slíkir dómar falla.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2010 kl. 19:30

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þetta er eina færa leiðin. Að rassskella buddu óbótamanna í orðum. Þá svíður undan.

Björn Birgisson, 14.9.2010 kl. 19:44

3 identicon

Hann hefur klikkað á að fela ip-töluna sína. Kallgreyið.

Hólímólí (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 21:32

4 Smámynd: Björn Birgisson

Fela IP töluna sína. Er það hægt?

Björn Birgisson, 14.9.2010 kl. 21:40

5 identicon

Jamm, enginn vandi ... þegar blog.is lokaði á ip-töluna mína fór ég á stúfana og Google og það tók mig um það bil hálftíma að komast að því hvernig maður getur verið með hvaða ip-tölu sem maður kýs frá hvaða landi sem maður kýs og skipt eins oft um og maður kýs. Nú veit ég hvernig þeir fara að sem vilja ekki undir neinum kringumstæðum láta rekja til sín ip-töluna. Skoðaðu þessa siðu ef þú vilt vita nánar um þetta eða sláðu inn á Google "how to change my ip" eða eitthvað álíka. Þá færðu allar upplýsingar.

Hólímólí (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 01:30

6 Smámynd: Björn Birgisson

OK, takk fyrir þetta. Komi einhver drulluhali inn á mína síðu undir dulnefni, get ég þá rakið hans orð til einhverrar IP tölu, eða tölvu?

Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 01:39

7 identicon

Stundum, oftast ekki samt ... nema fá þá sem veita viðkomandi þjónustu til að gefa upp hver hann er. Það hefur áreiðanlega verið gert í tilfelli forsetans.

Hólímólí (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602487

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband