Snilld hjá framsýnum Frökkum

"Talið er að um 2.000 konur hylji sig algjörlega með slæðu í Frakklandi."

Hvað eru þessar konur margar á Norðurlöndum og hvað viljum við Íslendingar að þær verði margar hérlendis á næstu árum og áratugum?

Ég svara fyrir mig. Ekki ein einasta. Velkomnar eru þó konurnar, fallegar og vænar, en siðurinn sem þvingar þær til lítillækkunar á ekkert erindi inn fyrir 200 mílurnar okkar.

Að banna þetta fornaldarfyrirbæri, þetta kvenfyrirlitningar fyrirbæri, þetta ofurvalds karla fyrirbæri, er algjör snilld hjá Frökkum og ég tek sixpensarann ofan fyrir þeim.

Fleiri vestrænar þjóðir munu vera með samskonar löggjöf í smíðum og það er vel. Íslendingar eiga að fylgja frumkvæði Frakka og fyrirbyggja fallið í brunninn með beittri löggjöf.

Í framhjáhlaupi, þá leyfum við Íslendingar aldrei að byggðar verði Moskur á Íslandi með tilheyrandi óþolandi gauli í morgunsárið og allan daginn. Nóg er nú áreitið samt.

Aldrei Moskur á Íslandi.


mbl.is Frakkar setja bann við búrkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Muddur

Það eru athyglisverð rökin hjá þeim múslimum sem aðhyllast búrkur og annan klæðnað sem hylur meira eða minna allan líkama kvenna, en það ku vera gert til að vernda kvenleikann og fegurðina fyrir hinum stóra ljóta heimi, líkt og sæt og fersk appelsína er hulin þykkum berki. Þessi afstaða vekur upp spurningar. Semsagt til að koma í veg fyrir að kona sé áreitt kynferðislega, henni nauðgað eða hún yfirhöfuð álitin eintómt kyntákn, þá ber að hylja hana í stað þess að ráðast að rót vandans, sem er afstaða karlmanna í þessum samfélögum til kvenna. Ef karlmenn í múslimaríkjum gætu slíðrað á sér tólið og hagað sér eins og menn, þá myndu konur ekki þurfa að klæðast þessum sirkustjöldum. Þar liggur vandinn. Hér á Íslandi er jafnrétti kynjanna einna mest í heiminum og þó svo að á einhverjum sviðum halli á konur, þá er slík mismunun á undanhaldi og gæti horfið á næstu árum. Ekki völdum við þá leið að fela konurnar fyrir hugsanlegum nauðgurum, heldur höfum við reynt að byggja upp samfélag þar sem menn læra að virða konur frá barnsaldri og konur í dag geta því gengið um götur, léttklæddar sem kappklæddar án þess að spólgraðir menn stökkvi á þær eins og grimmir úlfar á hverju götuhorni eins og múslimar virðast óttast. Eins er ofstæki þeirra fyrir því að konur séu hreinar meyjar eitthvað sem þyrfti að eyða út. Konur eiga að geta haft sitt kynfrelsi til jafns við karla. Vissulega eiga sér stað nauðganir og kynferðisbrot hér á landi sem annarsstaðar, en við værum engu bættari í þeim málum þó svo að konur væru huldar frá toppi til táar, enda virðast nauðganir ekkert vera sjaldgæfari í þessum múslimalöndum en hér. Munurinn er þó sá að í sumum þessara samfélaga tíðkast það að fórnarlambinu sé refsað fyrir nauðgunina.

Muddur, 15.9.2010 kl. 00:01

2 Smámynd: Björn Birgisson

Muddur, kærar þakkir fyrir frábært innlegg! Svona skrifa bara alvöru, vel upplýstir menn. Takk fyrir.

Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 00:12

3 identicon

Það sem á ekki heima á 21.öldinni er að yfirvöld skipti sér að klæðnaði fólks.

Með því að banna búrku eru yfirvöld orðin jafn slæm og þau sem þvinga hana á konur, bæði eru óréttlætanleg afskipti af lífsstíla- og neysluvali almennings.

Geiri (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 04:44

4 identicon

Kvenfyrirlitning og kúgun eru að sjálfsögðu stórt vandamál, en mér finnst ég nú ekki beinlínis hafa rétt á því að segja fólki hvernig það á og á ekki að klæða sig. Ég bara sé ekki muninn á því að neyða konur til að klæðast höfuðklæði og því að banna þeim það.

Vandamál eru ekki leyst með því að setja lög gegn afleiðingum þeirra.

Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 04:44

5 Smámynd: Muddur

Hvernig þætti ykkur Arnar og Geiri, ef allir hér gengju um með skíðagrímur og hyldu þannig á sér andlitið? Er ekki hægt að fallast á það að slíkt myndi vekja upp tortryggni og þar með raska rónni í samfélaginu? Allavega er það mín afstaða.

Eins og margsinnis hefur verið sýnt fram á þá er búrka kúgunartákn, en ekki bara einhver tískuklæðnaður sem konum er frjálst að nota eða sleppa án afleiðinga. Konur eru neyddar til að ganga um í þessu, og þó svo að sumar velji að gera það, þá er það í raun ekkert val, því þær eiga á hættu að verða fyrir árásum eða útskúfun ef þær gera það ekki. Með því að banna þennan klæðnað er verið að senda ákveðin skilaboð, bæði til múslimskra karla sem kvenna um að svona kúgunartákn líðist ekki, líkt og önnur kúgunartákn á borð við hakakrossinn. Hvað er óréttlætanlegt við það?

Muddur, 15.9.2010 kl. 08:44

6 identicon

Þú mátt senda hvaða skilaboð sem þú vilt með orðum í frjálsu samfélagi, þarft ekki að banna eitthvað til þess. AÐ banna hakarkrossinn er jafn heimskulegt og mun bara auka öfgana hjá þeim sem þurfa að fela skoðanir sínar. Þjóðverjar hafa verið að banna hægri vinstri en samt eykst hreyfing nýnasista í landinu.

Ein spurning... á að banna skíðagrímur?

Ef ég vil ganga með úti með skíðagrímu þá einfaldlega kemur það þér ekki við. Ef ég er grunaður um að brjóta eitthvað af mér þá á lögreglan að hafa rétt á að biðja mig um að sýna andlit mitt en ef ég vil geta gengið úti án þess að sýna það þá kemur það þér ekki rassgat við.

Ég held að þú eigir meira sameiginlegt með þessum öfgamúslimum en þú áttar þig á.

Að banna fleiri í nafni þess að við búum í frjálsu samfélagi, hræsnin gerist ekki meiri.

Geiri (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 10:44

7 identicon

Jámm, ég er með Geira hér.

"Hvernig þætti ykkur Arnar og Geiri, ef allir hér gengju um með skíðagrímur og hyldu þannig á sér andlitið?"

Þetta er kjánaleg spurning og til þess eins gerð að koma þér hjá því að svara rökum okkar. Það er grundvallaratriði í okkar þjóðfélagi að fólk fái að tjá sig með hvaða hætti sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Þar með talið er klæðaburður og réttur hvers og eins til að bera eða sýna þau tákn og merki sem honum sýnist. Við höfum verið sammála í hundrað ár um að þetta viðhorf þjóni hagsmunum allra.

Sérðu virkilega heldur ekki hvað eftirfarandi er heimskulegt?

1. Kúgun, þ.e. að hefta frelsi einstaklings, er bæði siðlaus og ólögleg.

2. Konur eru oft kúgaðar með því láta þær bera höfuðklæði.

Ergó: Bönnum konum að bera höfuðklæði.

Þetta er kallað að lækna einkennin í stað sjúkdómsins. Það að banna konum að bera höfuðklæði þýðir bara að að þær verða kúgaðar á einhvern anna hátt (sennilega hvorki betri né sýnilegri) og í leiðinni að frelsi þeirra sem í raun og veru *vilja* bera höfuðklæði er skert í þokkabót.

Þetta bann er ekkert annað en fordómar og vanhugsað úrræði sem tekur ekkert á vandamálinu sem því er ætlað að leysa.

Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband