Alþingi er að sökkva í sjálfskapað kviksyndið

"Hún segir fyrstu umræðu um tillögur nefndarinnar um ráðherraábyrgð hefjast á föstudagsmorgun. Því næst verði þeim vísað aftur til nefndar fyrir aðra umræðu."

Haft eftir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta hins háa Alþingis Íslendinga.

Alþingi Íslendinga er að sökkva í eigið sjálfskapað kviksyndi hins beiska sands, á sama tíma og Landeyjahöfn er að fyllast af annars konar sandi.

Saltari sandi en tárum taki. Það á reyndar við um Alþingi líka.

Alþingi er nú þegar sokkið í eigið kviksyndið upp undir mitti þingmanna og því björgunar enn von, sjái þingmenn til sólar eftir allt svartnættið, sem riðið hefur röftum þinghússins við Austurvöll.

Aðeins þó með því að þessar heimskulegu þingsályktunartillögur um ákærur á fjóra fyrrum ráðherra verði dregnar til baka eða þær kolfelldar.

Aldrei mun ég kjósa nokkurn þann flokk sem styður þennan skrípaleik, hvorki á landsvísu, né í heimabyggð.

Ítarlega hef ég gert grein fyrir þeirri afstöðu minni í fyrri færslum.

Haldi þingheimur þessum ákærum til streitu má hans eigið kviksyndi gleypa hann allan og þinghúsið með, svo eftir standi ber svörðurinn.

Þá hefst ný uppbygging hjá þjóðinni - án fjórflokksins.


mbl.is Umræðu líklega frestað á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður veit ekki hvort maður eigi að hlæja eða gráta vegna þessa kostulega máls. Líklega gráta.

Hólímólí (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 21:38

2 Smámynd: Björn Birgisson

Gráta, án alls vafa.

Björn Birgisson, 14.9.2010 kl. 21:43

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, ætlar þú að nota lauk.

Aðalsteinn Agnarsson, 14.9.2010 kl. 21:56

4 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn minn, ég notaði allan minn lauk í frábæra pottsteik í kvöld! Lambahryggur úr Meðallandinu, matreiddur á ítalska vísu, borinn fram með hrærðrum kartöflum frá maddömunni á Lómatjörn. 

Björn Birgisson, 14.9.2010 kl. 22:13

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur.

Aðalsteinn Agnarsson, 14.9.2010 kl. 22:37

6 Smámynd: Björn Birgisson

Er bræla? Það er svo lygnt hérna við tölvuna, þótt stundum hvessi einnig þar!

Björn Birgisson, 14.9.2010 kl. 22:44

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Já það er bræla, Björn minn, og strandveiðin löngu búinn.

Aðalsteinn Agnarsson, 14.9.2010 kl. 23:04

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Mikið Rosalega er ég sammála þér.Björn

Eyjólfur G Svavarsson, 15.9.2010 kl. 16:00

9 Smámynd: Björn Birgisson

Gott að heyra, Eyjólfur.

Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 602482

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband