16.09.10. Klukkan 16.00

Hæstiréttur mun kveða upp dóm í máli um gengislán klukkan 16 í dag.

Nú bíða margir spenntir. Fjármálastofnanir landsins. Skuldarar landsins. Líka þeir skuldlausu. Stjórnmálamenn bíða spenntir. Þjóðin mun öll mæna til Hæstaréttar klukkan 16 í dag.

Þessi dómur, hvernig sem hann mun líta út, snýst um gríðarlega mikla fjármuni og hvernig sem hann fellur mun hann ekki gleðja alla. Það er morgunljóst.

Er nokkur hætta á að Hæstiréttur vísi málinu aftur heim í hérað?


mbl.is Dómur í gengislánamáli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð eiginlega meira forvitinn að sjá hvað t.d. Björn Þorri (ef ég man rétt var hann lögmaður skuldara í fyrra máli) segir því að mér finnst einhvernveginn eins og lánafyrirtækin séu að stilla upp sér hagstæðum dómi.  Td. er verjandi bara einhver úti í bæ og af hverju hefur hann ekkert látið í sér heyra eða er hann kannski á einn eða annan hátt í sama liði og lánadrottnar sínir. 

Ég verð allavega ekki sannfærður kl. 16:00 í dag nema þá ef hæstiréttur dæmir skuldara algerlega í hag.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 11:51

2 identicon

Jón Garðar hittir naglann á höfuðið.  Þetta er held ég allt eitt risastórt leikrit.  Sigurmar Albertsson lögmaður, sem gætir hagsmuna Lýsingar, er eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur VG ráðherra - fyrrverandi.  Hann valdi málið sem hann "vildi" gera að prófmáli.  Lögmaðurinn í því er óvart samstarfsaðili Árna Helgasonar, sonar Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis.  Dómarann valdi Sigurmar einnig, Arnfríði Einarsdóttur, eiginkonu Brynjars Níelssonar formanns lögmannafélagsins, samstarfsmanns Sigurmars!

Nú hefur enn bæst við í þetta undarlega mál, að Gísli Baldur Garðarsson lögmaður sem flutti málið í Hæstarétti á "móti" Sigurmar, er náfrændi og uppeldisbróðir Gylfa Magnússonar fyrrv. efnahags- og viðskiptaráðherra!

Eru þetta allt tilviljanir á litla Íslandi?  Allt þetta þarf að skoða í ljósi þeirrar staðreyndar að Gylfi, Steingrímur Joð VG-ráðherra og raunar fleiri ráðamenn og eftirlitsaðilar, hafa grímulaust reynt að þrýsta á dómstólana og "hræða" þá til þeirrar niðurstöðu sem þeim er að skapi.  Stjórnkerfið hefur algerlega stillt sér upp við hlið lögbrjótanna í málinu og talar þeirra máli af fullkominni hörku!

SPILLING!!!

Jói Jóns (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 12:10

3 Smámynd: Púkinn

Óháð því hvað gerist, þá er ljóst að a.m.k. hluti þeirra sem tóku gengistryggð lán mun fá lækkun sinna skulda, miðað við að ef gengistryggðu lánin hefðu verið talin lögleg.

Það eru ýmsir sem vonast til þess að lánin breytist bara í óverðtryggð lán með 2% vöxtum eða svo, en það er óraunhæft, og jafnvel ósanngjarnt - það myndi þýða gífurlegan flutning fjármagns frá fjármálafyrirtækjunum til ákveðins hóps lántakenda - og myndi leiða til þeirrar undarlegu niðurstöðu, að þeir sem ákváðu að fara varlega og tóku lán í íslenskum krónum væru nú skyndilega mun verr staddir en þeir sem tóku þá ofurbjartsýnu ákvörðun að veðja á að gengi krónunnar héldist áfram allt, allt of hátt.

Óháð þessu er ljóst að bílafjármögnunarfyrirtækin munu væntanlega öll fara í þrot - og þeir sem halda að þeir fái stórar upphæðir endurgreiddar munu væntanlega verða fyrir vonbrigðum.

Það er líka ljóst að óháð því hver niðurstaðan verður, þá mun koma til áframhaldandi málaferla næstu árin - sérstaklega hvað varðar gengisbundin lán til fyrirtækja, sem voru stundum á öðrum skilmálum en lán til einstaklinga.

Með öðrum orðum, lántakendur munu ekki þurfa að borga til baka raunvirði þess (með vöxtum) sem þeir fengu lánað, en áfallið fyrir fjármálafyrirtækin verður samt ekki meira en svo að bankarnir ættu að lifa þetta af.

Það er síðan spurning hvort stjórnvöld þurfa að leggja bönkunum til pening vegna þessa - og þess fjár verður ekki aflað nema með því að skatleggja þjóðina - svolítið ósanngjarnt gagnvart þeim sem ekki tóku þátt í gengislánavitleysunni, en ekkert við því að gera.

Púkinn, 16.9.2010 kl. 12:47

4 identicon

Þeir sem tók íslenskt krónulán á árinu 2006 (verðtryggt, ekkert annað í boði ef þú vildir ekki taka gengisáhættu) hjá t.d. SP Fjármögnun borguðu 9.8% vexti OFAN Á VERÐTRYGGINGUNA.  Þannig voru samningarnir þá. Verðbólgan var 20% á tólf mánaða tímabili árið 2008-2009 og þá borgaði þessi aðili um 30% vexti á því ári.  Burtséð frá hvernig Hæstiréttur dæmir, þá er sá sem var með verðtryggt lán frá 2006 að borga hátt í 20% vexti á hverju ári, finnst ykkur þá eðlilegt að sá sem tók gengislánið borgi 2-5% vexti á þessum árum?  Hvernig sem þetta fer þá verður einhverjir ósáttir, það er ljóst. 

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 13:01

5 identicon

Jón Garðar, verjandinn í Hæstarétti er uppeldisbróðir Gylfa Magnússonar viðsk.ráðherra.

Þórdís (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 13:04

6 identicon

fyrrv. viðsk.ráðherra

Þórdís (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 13:04

7 Smámynd: Jónas Jónasson

þetta stefnir í styrjöld út á götu ef Hæstirettur dæmir lánveitandanum í vil. þarna verður okkur þá það ljóst að hægt er að hagræða Íslenskum lögum.

Það virðist vera komin nú þegar einhverskonar gjá á milli fólks sem þarf að greiða, fara eftir lögum og þeirra sem virðast hafa einhver völd og þurfa því ekki að greiða né lúta lögum.

Jónas Jónasson, 16.9.2010 kl. 13:09

8 Smámynd: Púkinn

Það sem ég myndi vilja sjá gerast, sem "sanngjarna" lausn, væri að lánunum væri breytt í venjuleg verðtryggðlán, en síðan sett lög sem keyrðu niður hámarksvexti ofan á verðtryggingu - það myndi nýtast öllum skuldurum, ekki bara þeim sem tóku gengisbundin lán.

Púkinn, 16.9.2010 kl. 13:55

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það var margbúið að benda á að lausn gæti falist í að færa gengistryggðlán yfir í íslensk verðtryggð lán og miða við 01.01.2008, setja síðan skorður við verðtrygginguna sem væri í takt við efri verðbólgumarkmið Seðlabankans þ.e. 4%.  Þetta hefði gagnast öllum skuldurum og hefði hugsanlega skapað þá sátt sem þarf að verða til að koma þessu þjóðfélagi á sporið.  Stjórnvöld neyddu skuldara til að fara dómstólaleiðina og sennilega verður enginn endir á því ferli kl. 4 í dag.  Sennilegra er að þar verði upphaf á öðru og meira.

Magnús Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband