Orðunefndin og biskupinn lausgirti

Slæmar fréttir af afleitu hátterni fáeinna kirkjunnar manna í kynferðismálum tröllríða umræðunni nokkuð reglulega. Hér í fámenninu og einnig út í hinum stóra heimi.

Herra Ólafur Skúlason, fyrrum biskup á Íslandi, hefur aldeilis verið í fréttum og þá miklu heldur sem skúrkur en boðberi friðar, góðs siðgæðis og góðra siða. Eftir all nokkrar ásakanir ýmissa kvenna má segja að dóttir hans hafi innsiglað rökstuddan grun um afleitt framferði hans, með eins konar biskupsdóttur innsigli.

Einhverja rekur eflaust minni til þess að ég lofaði að grennslast fyrir um hvað varð þess valdandi að biskupinn sá fékk fjórar Fálkaorður. Ég vildi vita hverjir hefðu mælt með því við Orðunefndina.

Ég sendi ritara Orðunefndar, Örnólfi Thorssyni, fyrirspurn um þetta í tölvupósti og hef ítrekað fyrirspurn mína.

Svar hef ég ekkert fengið. Ekki eitt orð.

Ég þekki ekki vinnureglur Orðunefndar. Kannski má ekki veita umbeðnar upplýsingar.

Engu að síður er lágmarks kurteisi hjá fólki, sem þjóðin elur, að svara erindum sem því berast frá launagreiðendum sínum.

Er kannski leynd Orðunefndar eitthvað í ætt við bankaleyndina?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband