Dagur íslenskrar náttúru og Ómar Ragnarsson

"Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, lýsti í dag vilja til að gera daginn í dag, 16. september, að degi íslenskrar náttúru til heiðurs Ómari Ragnarssyni, sem er sjötugur í dag."

Snilldartillaga. Ómar Ragnarsson á svo sannarlega skilið að hljóta þessa vegsemd. Ekki síður á náttúra okkar fagra lands skilið að henni sé helgaður einn fallegur haustdagur, þótt allir dagar séu reyndar hennar dagar og við mannfólkið einungis gestir þessarar óblíðu en fögru ómálga náttúru, sem aldrei getur borið hönd fyrir höfuð sér, vilji menn misnota hana.

Náttúran minnir þó alltaf á sig og gefur athöfnum okkar mannanna langt nef. Fyllir Landeyjahöfn af sandi og breytir fyrirætlunum snjöllustu verkfræðinga í sandkassaleik. Innsiglar svo boðskapinn með eldgosi í Eyjafjallajökli og setur Kötlu jafnframt í biðstöðu.

Ómar Ragnarsson, hjartanlega til hamingju með tugina sjö.

Það er stolt sérhvers Íslendings að vera samlandi þinn.


mbl.is Afmælisdagur Ómars verði dagur íslenskrar náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjartanlega sammála.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.9.2010 kl. 23:55

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, takk fyrir þitt góða innnlit.

Björn Birgisson, 17.9.2010 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband