Vanvirða enn og aftur

"Vatnslaust er í Reykholti í Borgarfirði og vatn flutt með tankbíl slökkviliðsins neðan úr Borgarhreppi, um 20 kílómetra leið."

Nú er hún Snorralaug stekkur.

Þeir sem þetta skilja eru beðnir velvirðingar á vanvirðingunni við skáldið og helgasta stað Íslands. 


mbl.is Vatn flutt í Reykholt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við erum sem einn hugur Björn, í vel flestum málum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.9.2010 kl. 23:06

2 identicon

I dónt gett itt?

Hólímólí (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 23:23

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hólímólí, lestu þetta: 
Ísland, farsældafrón
og hagsælda, hrímhvíta móðir!
Hvar er þín fornaldarfrægð,
frelsið og manndáðin bezt?
 
Allt er í heiminum hverfult,
og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt
langt fram á horfinni öld.
 
Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.
 
Þá komu feðurnir frægu
og frjálsræðishetjurnar góðu
austan um hyldýpishaf,
hingað í sælunnar reit.
 
Reistu sér byggðir og bú
í blómguðu dalanna skauti,
ukust að íþrótt og frægð,
undu svo glaðir við sitt.
 
Hátt á eldhrauni upp,
þar sem ennþá Öxará rennur
ofan í Almannagjá,
alþingið feðranna stóð.
 
Þar stóð hann Þorgeir á þingi,
er við trúnni var tekið af lýði.
Þar komu Gissur og Geir,
Gunnar og Héðinn og Njáll.
 
Þá riðu hetjur um héruð,
og skrautbúin skip fyrir landi
flutu með fríðasta lið,
færandi varninginn heim.
 
Það er svo bágt að standa í stað,
og mönnunum munar
annaðhvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið.
 
Hvað er þá orðið okkar starf
í sex hundruð sumur?
Höfum við gengið til góðs
götuna fram eftir veg?
 
Landið er fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
hafið er skínandi bjart.
 
En á eldhrauni upp,
þar sem ennþá Öxará rennur
ofan í Almannagjá,
alþing er horfið á braut.
 
Nú er hún Snorrabúð stekkur,
og lyngið á Lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár,
börnum og hröfnum að leik.
 
Ó, þér unglinga fjöld
og Íslands fullorðnu synir!
Svona er feðranna frægð
fallin í gleymsku og dá!

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 00:03

4 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þakka þér góð orð.

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 00:57

5 identicon

Má hlusta á hér (í lestri Jóns Júlíussonar, held ég...):

http://www2.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/1/swdocument/1009382/%C3%8Dsland.mp3

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 01:24

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Verð að  vera sammála Hólímóli um að ég átta mig ekki á þessari færsu þinni kæri Björn minn !

En hvað erum við svo sem að dæma, við erum bara venjulegir menn innan um Guði

Guðmundur Júlíusson, 18.9.2010 kl. 01:28

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ybbar gogg, takk fyrir þessa gæsahúð!

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 01:28

8 identicon

Annars er Borðsálmurinn í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Og ég kurra stundum yfir Skrælingjaþinginu!

Meira um allt þetta hér:

http://www.jonashallgrimsson.is/id/1015800

(Bíð spenntur eftir davidstefansson.is og steinnsteinarr.is en þangað til má alltaf skoða http://www.ljod.is ...)

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 01:33

9 Smámynd: Björn Birgisson

Ybbar gogg, takk fyrir þetta. Það er greinilega gert eitt og annað við tjarnir landsins, annað en að éta brauð!

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 01:38

10 identicon

 !!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 01:39

11 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson og Hólímólí, ágætu vinir, mér er raun að því að taka fullorðna menn á kné mér til rassskellingar eða annarrar tyftunar við hæfi.

Hvað merkir orðið stekkur í ljóði þjóðskáldsins? Hvað á skáldið við með þessum orðum: Nú er hún Snorrabúð stekkur?

Hafið þið heyrt um fráfærur?

Þið verðið að fá átta vandarhögg á botninn, sem ætttu að vekja ykkur til vitundar og leitar í sönnum þjóðararfi okkar Íslendinga. 

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband