Íslandshreppur, haldlítið skjól?

Í gamla daga þurftu þeir sem ekki gátu framfleytt sér að segja sig á hreppinn eins og það var kallað. Það hafa væntanlega verið þung og erfið spor, enda talin hin mesta niðurlæging.

Af fréttum má ráða að staða Reykjanesbæjar sé svo hrikaleg að stutt sé í að bæjarfélögin, sem að þessu samheiti standa, þurfi að segja sig á stóra hreppinn Ísland, eins og hreppurinn sem hýsir forseta lýðveldisins þurfti að gera.

Verst að stóri hreppurinn Ísland skuli vera gjaldþrota líka.

Sá einhversstaðar að bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefði 1,7 milljónir á mánuði í laun. Getur það verið rétt? Ef það er rétt hefur hann 20,4 milljónir á ári. Eins og góður aflaskipstjóri.

Er karlinn nokkuð að fiska?

Ekki þarf að spyrja að rausnarskap Reyknesinga þrátt fyrir aflaleysi og þrengingar á erfiðum tímum.


mbl.is Lýsir furðu á málflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

VG fá þessa aura sem vantar bara hjá eldri borgurum, og Svandís hin fagra færir þeym þá, svona til tilbreytingar.

Eyjólfur G Svavarsson, 20.9.2010 kl. 15:11

2 Smámynd: Björn Birgisson

Auðvitað! Fín hugmynd! Ert þú á Fáskrúðsfirði?

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 15:13

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Örugglega nær 40 milljónum á ári með launatengdum gjöldum og fríðindum.

Einar Guðjónsson, 20.9.2010 kl. 18:12

4 Smámynd: Björn Birgisson

Einar, 40 millur gera 3,3 millur á mánuði. Ertu ekki að grínast á þessari alvarlegu síðu?

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 18:19

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björn varst þú aðhugsa um að koma í heymsókn, vertu velkominn hvenær sem þú vilt.

Eyjólfur G Svavarsson, 20.9.2010 kl. 22:46

6 Smámynd: Björn Birgisson

Kærar þakkir Eyjólfur minn, Fáskrúðsfjörður á sinn stað í hjarta mínu, en þar dvaldi ég frá 1971-1975. Spurðu sóknarprestinn þinn hvort hann blessi þitt heimboð!

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 23:12

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég geri það Björn.kveðja

Eyjólfur G Svavarsson, 21.9.2010 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband