Öfgamönnum að vaxa fiskur um hrygg

Svíþjóðardemókratarnir fengu 5,4% atkvæða. Er þetta í fyrsta skipti sem flokkurinn, sem er lengst til hægri, fær þingmenn kjörna, en 20 þingsæti féllu öfgaflokknum í skaut.

Skil ekki alveg nafngiftina á þessum flokki hægri öfgamanna. Ekki frekar en nafngiftina Venstre á hægri flokki í Danmörku. Það er önnur saga.

Það leynir sér ekkert að hægri öfgamönnum er að vaxa fiskur um hrygg víða um Evrópu. Af hverju skyldi það vera? Ýmsar ástæður vafalaust, en eitt mál virðist sameina þá öðru fremur.

Það er útlendingahatur.

Sérstaklega hatur á lituðu fólki og fólki sem ástundar önnur trúarbrögð.

Sérstaklega hafa þeir horn í síðu múslima.

Hvenær ætli íslenskir hægri öfgamenn skríði úr holum sínum, stofni flokk og bjóði fram til Alþingis?


mbl.is Stjórnin með 49,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var í Malmö í allt sumar og er ekki hissa á uppgangi þessa flokks eftir það sem ég varð vitni að þar. Get nú reyndar ekki séð hvað er öfgafullt við stefnu þeirra eftir lestur Wikipedia-greinar um flokkinn. Finnst það umhugsunarefni að það megi ekki segja sannleikann um glæpi Múhammeðs og óhæfuverk í nafni hans, en það má kalla lítinn stjórnmálaflokk öfgaflokk án nokkurs rökstuðnings.

Annars er ég með hugmynd að lausn á innflytjendavanda Svía og hverra sem er í raun:

Leyfa innflutning áfram, en þeir sem vilji flytja og aðlagast til nýs lands geri það á eigin kostnað? Ekki með því að láta skattborgara gistilandsins fjármagna dæmið. Mér segir svo hugur að það eitt myndi fækka verulega innflytjendum.

Theódór Norðkvist, 20.9.2010 kl. 17:05

2 Smámynd: Björn Birgisson

„Stefnan er rasismi. Þeir etja einum þjóðfélagshópi gegn öðrum. Það hefur engum flokki tekist það til þessa, segir Marianne Berg, þingmaður Vinstri flokksins í Svíþjóð og er greinilega mikið niðri fyrir.

Stuðningsmenn Svíþjóðardemókrata séu í minnihluta og andúð á múslímum eða öðrum hópum innflytjenda alls ekki útbreidd í Svíþjóð."

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 17:16

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Varla kallarðu lýsingu á SD frá andstæðingum flokksins í stjórnmálum traustar heimildir?

Theódór Norðkvist, 20.9.2010 kl. 17:24

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Flokkurinn er þegar til, en þeir hafa ekki enn sýnt sitt rétta andlit, bíða síns tíma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 17:27

5 Smámynd: Vendetta

Það má ekki rugla saman kynþáttahatri, óbeit á islam og óánægju með óheftan innflutning múslíma. Í Svíþjóð hefur öll heilbrigð gagnrýni gegn óheftum innflutningi múslíma alltaf verið þaggað niður, einnig af dagblöðunum. Þetta á líka við um árekstra milli innfædda Svía og múslíma. Ólíkt öðrum innflytjendum, þá vilja múslímar frá Tyrklandi, Austurlöndum nær, N-Afríku og Asíu ekki aðlaga sig á neinn hátt því þjóðfélagi á Vesturlöndum sem það flytur til, því að það er fyrir neðan þeirra virðingu. Þá er ég ekki að tala um að verða eins og t.d. Svíar, en að virða þá siði sem eru gildandi í gestgjafalandinu.

Það er þetta sem gefur Sverigedemokraterne og flokkum á hægrivængnum í öðrum Evrópulöndum (Hollandi, Danmörku, o.fl.) byr undir báða vængi. En kratarnir, sócialistarnir og miðjuflokkarnir neita að horfast í augu við þetta. Ef rétt hefði verið staðið að innflytjendamálum (t.d. kvóta á múslima, en ekki á aðra innflytjendur), þá væri flokkurinn Sverigedemokraterne ekki til. Ef ríkisstjórnir Schlüters á níunda áratugnum og Nyrup Rasmussens á þeim tíunda í Danmörku hefðu gert minnstu tilraun til að hefta innflutning múslíma til landsins í staðinn fyrir að taka við öllum sem kunnu að segja "asyl, tak" og gefa þeim forréttindi fram yfir danska þegna (sbr. socialloven frá 1983), þá hefði Dansk Folkeparti dáið í fæðingu.

Á Vesturlöndum hafa nær engir innflytjendur skapað togstreitu og vandamál nema múslímar, en þó í mismiklum mæli. Þannig að þetta er algjörlega tengt islam og sharia en ekki litarhætti. Að svo sögðu er líka rétt að taka fram að Vesturlandabúar hafa skapað mörgum sinnum fleiri vandamál í öðrum löndum fyrr á tímum og skildu eftir sig sviðna jörð nýlendustefnunnar og krossferðanna, enda hef ég aldrei þreytzt á að fordæma þetta. En það er önnur umræða.

Vendetta, 20.9.2010 kl. 17:27

6 identicon

Þegar menn vilja minnka álag á velferðarkerfi, og koma í veg fyrir trúarbragðadeilur er það ekki rasismi . Menn ættu að hætta að slengja þessu rasista-orði fram í tíma og ótíma, til þess eins að gera gagnlegar forvarnir tortryggilegar . Það er ekkert á svoleiðis athæfi að græða .

enok (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 17:28

7 Smámynd: Björn Birgisson

Theódór, ég minntist hvergi á traustar heimildir. Hefðir þú kosið þennan umrædda flokk ef þér hefði gefist færi á því?

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 17:45

8 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, ertu nú viss um þetta? Ekki held ég að guðsmaðurinn sé þér sammála núna.

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 17:47

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vendetta, takk fyrir góða og fræðandi umfjöllun.

Björn, ef mér hefði litist vel á stefnuna, já. Ef mér hefði litist illa á stefnuna og vitað að frambjóðendur hefðu orðið uppvísir að einhverju misjöfnu (fara inn í Rosengård og berja múslima miðað við umræðuna í fjölmiðlum), nei.

Theódór Norðkvist, 20.9.2010 kl. 17:52

10 Smámynd: Björn Birgisson

Vendetta, þakka greinargott innlit. Mér skilst að hver kona á Norðurlöndum fæði af sér innan við tvö börn, en á sama tíma eigi múslimakerlingarnar heilu og hálfu fótboltaliðin og hafi minnst um það að segja. Er þetta ekki bara hægfara yfirtaka í uppsiglingu? Bylting þolinmæðinnar?

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 17:55

11 identicon

Fjölgun háskóla, minnkandi kröfur um árangur sem leiðir af sér gríðarlega fjölgun í háskólasamfélaginu. 

Þarna er fólk í dag sem fyrir 30 árum átti ekki séns á að komast þar inn til náms. Af leiðingin er sú að þúsundir eru ekki á vinnumarkaði sem ættu í raun að vera þar og í staðinn þarf að flytja inn vinnuafl og það er sótt þar sem það er ódýrast. 

Og þetta háskólasamfélag ungar út sérfræðingum í "allskonar"  .

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 18:28

12 Smámynd: Björn Birgisson

enok, það er bara þannig að ef einhver vogar sér að tala um vandamál, orðin eða handan við hornið, sem tengjast innflytjendum, bæði hér heima og erlendis, þá er sá hinn sami stimplaður rasisti um leið. Þess vegna kjósa flestir að halda sér saman, en hugsa bara sitt.

Ég hnaut um þessa setningu í #5: "Ólíkt öðrum innflytjendum, þá vilja múslímar frá Tyrklandi, Austurlöndum nær, N-Afríku og Asíu ekki aðlaga sig á neinn hátt því þjóðfélagi á Vesturlöndum sem það flytur til, því að það er fyrir neðan þeirra virðingu." (Vendetta)

Hvernig þegnar eru það sem á engan hátt virða gistilandið og siði þess?

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 18:33

13 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, athyglisverður punktur. Er þetta "allskonar" að skila þjóðfélaginu einhverju?

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 18:46

14 Smámynd: Vendetta

"Hvernig þegnar eru það sem á engan hátt virða gistilandið og siði þess?"

Ég skil ekki alveg spurninguna.

Vendetta, 20.9.2010 kl. 18:48

15 identicon

Nei, Björn. Þetta "allskonar " hefur litlu sem engu skilað til samfélagsins öðru en því að fjölgun sérfræðinga í atvinnurekstri og stjórnsýslu jafnvel meiri en nemur innflutningi vinnuafls.

Innan ekki langs tíma verðu til hreyfing í ætt við þá sænsku demókrata hér á landi líka. 

Ein leið til að koma í veg fyrir það er að herða kröfur framhaldsskólanna og háskólanna og fá þá til að skila okkur raunverulegum sérfræðingum.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 18:53

16 Smámynd: Vendetta

"Hvenær ætli íslenskir hægri öfgamenn skríði úr holum sínum, stofni flokk og bjóði fram til Alþingis?"

Ég hef engar áhyggjur af þessu, enda hafa ekki komið nein vandamál af hálfu múslíma hér á landi svo ég viti. Hvort það sé vegna fæð þeirra eða aðlögun veit ég ekki, en ég tel að það sé það síðarnefnda. Enda ástæður innflytjenda hingað til lands aðrar en ástæður þeirra sem hafa flutzt til Danmerkur og aðstæður hér á landi mun síðri en á öðrum Norðurlöndum.

Hins vegar gæti komið fram andfemínískur flokkur til höfuðs kommúnistum og femínistum sem tröllríða íslenzku þjóðfélagi. Hvort það verði hægrisinnaður öfgaflokkur veit ég ekki, en er kannski ekki bezt að berjast gegn öfgum með öfgum? Nú er dómsmálaráðuneytið (Temple of Doom) fallið í valinn. Ráðherrann, Ögmundur er femínískur stalínisti og aðstoðarkona hans, Halla Gunnarsdóttir er kommúnískur öfgafemínisti. Mannréttindaráðuneyti, my ass! 

Vendetta, 20.9.2010 kl. 19:30

17 Smámynd: Björn Birgisson

Vendetta, #14 kemur mér á óvart.

"Hvernig þegnar eru það sem á engan hátt virða gistilandið og siði þess?"

Þetta skilur hvert barn!

"Hvernig nýbúar eru það sem á engan hátt virða gistilandið og siði þess?"

Skilur þú það betur?

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 19:34

18 Smámynd: Vendetta

Já, en ég veit ekki hverju þú viljir að ég svari. Ég gæti svarað: Múslímar eða ég gæti svarað: Personne non grati.

Vendetta, 20.9.2010 kl. 20:17

19 Smámynd: Björn Birgisson

"Nú er dómsmálaráðuneytið (Temple of Doom) fallið í valinn. Ráðherrann, Ögmundur er femínískur stalínisti og aðstoðarkona hans, Halla Gunnarsdóttir er kommúnískur öfgafemínisti. Mannréttindaráðuneyti, my ass!"

Hvort er þetta enn einn orðaleikurinn, sem enginn þarf á að halda, eða alvara þess sem ritar? 

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 20:18

20 Smámynd: Björn Birgisson

Vendetta, þú svarar ekki samkvæmt pöntunum frá mér. Ég skal svara þessu fyrir þig, frá mínum sjónarhóli.

Spurt var: "Hvernig nýbúar eru það sem á engan hátt virða gistilandið og siði þess?"

Slíkir nýbúar eru óvelkomnir inn í landið að mínu mati og betur geymdir annars staðar með sín vandamál.

Hvort heldur þeir eru múslimar, eða Personne non grati af einhverjum ástæðum.

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 20:27

21 Smámynd: Vendetta

"Slíkir nýbúar eru óvelkomnir inn í landið að mínu mati og betur geymdir annars staðar með sín vandamál." Já, ég er þessu sammála.

En varðandi það sem ég skrifaði um kommúnistana og femínistana var athugasemd við því sem þú skrifaðir í þinni eigin færslu um möguleikann á hægri öfgaflokki á Íslandi. Athugasemd mín gekk út á það að þannig flokkur myndi ekki vera stofnaður út af innflytjendum, en gæti verið stofnaður sem mótvægi við kommúnismann og femínismann sem nú eru við völd. Þetta var ekki neinn orðaleikur af minni hálfu.

Og ég álít í allri hreinskilni, þótt það komi ekki þessu máli við beint, að ekkert gott muni koma frá dómsmálaráðuneytinu næstu 2 árin. 

Vendetta, 20.9.2010 kl. 20:48

22 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Þetta er eitt af þeim málefnum sem um ríkir svo mikil pólitísk rétthugsun að það er nánast bannað að hafa aðra skoðun en þá sem ríkir.  Ef einhver lætur í sér heyra með þeim hætti sem ögrar ríkjandi skoðun þá er sá hinn sami búinn að kalla það yfir sig að hann sé álitinn illur, nasisti, rasisti og þar fram eftir götunum.  Það eru því, að ég tel, margir sem ekki láta sér detta í hug að tjá sig um skoðanir sínar.  Það yrði of dýrkeypt.

Theódór Gunnarsson, 20.9.2010 kl. 23:17

23 Smámynd: Björn Birgisson

Theódór, Það er bara þannig að ef einhver vogar sér að tala um vandamál, orðin eða handan við hornið, sem tengjast innflytjendum, bæði hér heima og erlendis, þá er sá hinn sami stimplaður rasisti um leið. Þess vegna kjósa flestir að halda sér saman, en hugsa bara sitt.

Þögnin er dýrkeyptari en tjáningin. Spurðu Dani og Svía.

Ekki mun standa á svörunum.

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband