Hættið þessari andskotans vitleysu!

"Jóhanna gagnrýndi meðal annars í ræðu sinni málsmeðferðina í þingmannanefndinni og lýsti efasemdum um að fyrrverandi ráðherrar, sem nefndarmenn leggja til að Alþingi ákæri, hafi notið nægilegs andmælaréttar."

Halló! Halló!

Hingað og ekki lengra! Nú er kominn tími til að Alþingi hætti þessari fáránlegu umræðu um Landsdóminn og fari að snúa sér að þjóðinni og þeim úrlausnarefnum sem þarf að sinna. Fjölmörgu fólki er að blæða út, einnig fyrirtækjum. Þeim aðilum gagnast ekkert eitthvert karp um að stefna fjórum einstaklingum, af 20-50 sekum, fyrir Landsdóm.

Hingað og ekki fetinu lengra! 

Ef ríkisstjórnin getur ekki hent þessum fáránlega málatilbúnaði á hendur fáeinum einstaklingum í ruslafötuna, þá skal hún sjálf í ruslafötuna.

Ef þetta á að vera mál málanna á Alþingi undir forustu þessarar ríkisstjórnar, þá er betra að hún biðjist lausnar og boði til kosninga.

Verðmætast af öllu verðmætu í þessu þjóðfélagi er fólkið sem byggir þetta land og fyrirtækin sem skapa þessu fólki vinnu.

Ef endalaust á að karpa um Landsdóminn, heimskulegan sem hann er, og láta fólkinu og fyrirtækjunum blæða út á sama tíma, er ljóst að stjórnvöld ráða ekki við sitt.

Hættið þessari andskotans vitleysu og farið að vinna vinnuna ykkar fyrir fólkið í landinu.

 


mbl.is Vantraust á störf þingmannanefndar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Bíddu, var það ekki SF sem í upphafi stjórnarsamstarfs við VG hafði uppi stærstu orðin um nauðsyn þess að þeir ráðherrar sem gerðust sekir um afglöp, þyrftu að standa skil á sínum málum fyrir dómstólum ? Bara hentar illa núna.. Ingibjörg heilög og Björgvin vissi ekki neitt..

Nei og aftur nei. Ef SF vill láta taka mark á sér ( fer að verða hver síðastur ) þá gilda þessi orð SF á sínum tíma jafnt fyrir samflokksfólk og aðra flokka.

Það er ömurleg hræsni sem Jóhanna býður hér þjóðinni upp á, og einkar ósmekklegt af henni að vera búin að sýkna Ingibjörgu fyrirfram. Svona getur forsætisráðherra ekki komið fram.

hilmar jónsson, 20.9.2010 kl. 21:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn.

Þetta er harður pistill hjá manni sem hefur reynt að láta þessa ríkisstjórn njóta sannmælis og varið hana fyrir gagnrýni sem þér finnst ósanngjörn.

Gæti ekki verið meira sammála þér, en það er ekki málið.  Margir sem ekki dvelja í skotgröfunum,  eru sama sinnis og þú.  

Þess vegna hafa þessi orð þín meira vægi en margra annarra, sem allir vita hvort sem er hvað myndu segja.

Þetta er alvarlegasta gagnrýnin á störf núverandi ríkisstjórnar sem ég hef lesið í dag.

Í Bond myndum í gamla daga voru svona blikkandi rauð ljós undanfari mikillar sprengingar.  

Veit ekki í dag, en það er allavega mikil sprengjuhætta í íslenskum stjórnmálum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.9.2010 kl. 21:39

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar minn, er þetta mál málanna í dag? Landsdómur? Davíð og Halldór glottandi saklausir, blessaðir englabossarnir! Valgerður tekur upp kartöflur (helvíti góðar reyndar) á Lómatjörn. Er Landsdómurinn mál málanna í dag? Því fer svo fjarri að efast verður um dómgreind þeirra sem svo telja. Mér er ekki slétt sama um afglöp stjórnmálamannanna, en að setja 3-4 þeirra á höggstokkinn, fyrir allan fjöldann, er ekkert réttlæti. Fremur kýs ég ranglætið sem fólgið er í að gera ekki neitt. Ekki neitt? Skýrslurnar hafa dæmt þetta fólk. Það er nóg.

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 21:44

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ef  Jóhanna hefði nú aulast til að gefa handfæraveiðar frjálsar, eins og hún lofaði,

þá væri miklu betri mórall  hjá þjóðinni og meiri bjartsýni.

15.000 manneskjur án vinnu, Jóhanna og Steingrímur horfa aðgerðarlaus á.

Aðalsteinn Agnarsson, 20.9.2010 kl. 21:45

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er vissulega afar slæmt að aðal sökudólgarnir Davíð, Halldór ofl skuli sleppa vegna fyrningar. Þjóðim hefur dæmt þá og er æra þeirra ekki túskildings virði.

Það breytir þó ekki því að þeir ráðherrar sem halda áttu vöku og gæta hagsmuna þjóðarinnarrétt fyrir hrun, krossbrugðust, og fyrir það eiga þeir að svara.

Ekki snúa þessu upp í eitthvað jarm um höggstokk Björn. Valda og ráðamennmenn eiga engann rétt á því að sleppa undan réttvísinni umfram mig eða þig.

hilmar jónsson, 20.9.2010 kl. 21:48

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hugsið ykkur nú hummm... Ef að hún Jóhanna blessunin hefði nú haft rænu á því að láta þá sem að rændu allar féhirslur taka sína ábyrgð en ekki skella henni á herðar Íslenskra skattgreiðenda... Hugsið ykkur svo hvernig staðan væri nú ef að það hefðu orðið Íslensku heimilin og fyrirtæki sem hefðu fengið þennan góða stuðning sem fjármálafyrirtækin fengu... Davíð, Halldór, Geir, Ingibjörg eða hver sem er, eru það þau sem að rændu öllu fé...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.9.2010 kl. 22:02

7 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, þú ert ágætur. Í hvert skipti sem þú birtist hér á síðu finn ég hvað það er gott að vera Íslendingur. Takk fyrir það. Þú þekkir mína skoðun varðandi frjálsar handfæraveiðar, allt í kring um landið. Sjómönnum með saltbragð á hörundi og landverkafólki, að ógleymdri þjóðinni, til tekna og heilla. 

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 22:17

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar Geirsson, vissulega liggja kveikjuþræðir víða núna, því er betra að fara varlega með eldspýturnar. Örlítil vangá gæti leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda að nýju, en slysin gera vissulega ekki boð á undan sér!

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 22:25

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er búið. Bjarni Ben labbar inn í stjórnarráðið og allir ánægðir. Helv. fo..... f... .

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 22:51

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Hræddur um að þetta sé búið Axel...En ekki jafn viss um að dulunni Bjarna Ben standi dyrnar opnar...

hilmar jónsson, 20.9.2010 kl. 22:54

11 Smámynd: Björn Birgisson

Ekkert er búið drengir mínir, fyrr en lokaflautan gellur. Hafið þið heyrt í henni?

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 23:19

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Já.

hilmar jónsson, 20.9.2010 kl. 23:24

13 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki ég.

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 23:37

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 23:40

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn.

Það er óþarfi að skamma óvita með eldspýtur, þegar fullorðið fólk gengur um og dreifir dýnamíti.

Ekki að ég hafi hugmynd um það, en ég held að út úr þessu ölduróti komi ekki einhver Hrunmeirihluti.  Sáttin í þessu máli er augljós.

En rætist ótti þinn, þá mun sú stjórn verða mjög skammlíf.

Það er búið að opna Pandóru öskjuna, héðan af verður ekkert aftur eins og það var.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 21.9.2010 kl. 07:58

16 identicon

Landið þarf á sjöllum að halda í dag.  Það hlýtur öllum að vera löngu ljóst að núverandi ríkis"stjórn" gerir meira ógagn en gagn.

stebbi (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 15:47

17 Smámynd: Björn Birgisson

stebbi, hvaða sjöllum? Hvert er mannvalið á þeim bænum?

Björn Birgisson, 21.9.2010 kl. 16:12

18 identicon

Það skiptir í sjálfu sér engu máli.  Þessi ríkisstjórn er sú al versta sem völ er á.   ´Hvaða fávitar sem er geta náð betri árangri en þessi hrotta stjórn.

stebbi (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 16:18

19 Smámynd: Björn Birgisson

Að heyra hvernig þú talar um fólkið þitt drengur!

Björn Birgisson, 21.9.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband