Er þjóðin of lömuð og dofin til að flytja yfir hafið?

Við hrunið var því spáð að fyrir dyrum stæði gríðarlegur fólksflótti frá landinu. Vissulega hafa margir farið, en langt í frá sá fjöldi sem svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Kannski er þjóðin orðin svo aðframkomin og lömuð að hún hefur sig ekki í að flytja yfir hafið. Kannski er grasið ekkert svo mikið grænna í öðrum löndum.

Þetta segir Hagstofa Íslands um brottflutta og aðflutta til landsins árið 2009:

Mesti brottflutningur frá upphafi
Árið 2009 fluttu 4.835 fleiri frá landinu en til þess. Aldrei áður hafa jafn margir flutt frá landinu á einu ári. Næstflestir brottfluttir umfram aðflutta voru árið 1887 en þá fluttu 2.229 fleiri frá landinu en til þess. Árið 1887 var mannfækkun vegna búferlaflutninga þó helmingi meiri ef miðað er við miðársmannfjölda, eða 3,1% á móti 1,5%.

Flestir flytja til Póllands
Frá landinu fluttu flestir til Evrópu eða 9.546 en það er tæplega 9 af hverjum 10 brottfluttum. Flestir fóru til Norðurlandanna eða 4.033 sem er 38,0% allra brottfluttra. Þar af fóru 1.576 til Noregs, 1.560 til Danmerkur og 733 til Svíþjóðar. Af einstökum löndum fóru flestir til Póllands eða 2.818 (26,6%).

Mjög dró úr aðflutningi til landsins frá árinu áður. Ef frá eru talin árin 2005–2008 hafa þó aldrei flust fleiri til Íslands frá útlöndum en árið 2009, eða 5.777. Flestir fluttu til landsins frá Evrópu eða 4.938 en það er 85,5% af heildarfjölda aðfluttra til landsins. Frá Norðurlöndum kom 1.931, þar af 1.193 frá Danmörku en 418 komu frá Ameríku. Af einstökum löndum komu flestir frá Póllandi, 1.235.

Búferlaflutningar milli landa 2009:

 

 

 

Aðfluttir umfram brottflutta

Aðfluttir 

Brottfluttir

Alls:

 -4.835

5.777

10.612

Pólland

-1.583

1.235

2.818

Noregur

-1.275

301

1.576

Svíþjóð

-406

327

733

Danmörk

-367

1.193

1.560

Þýskaland

-192

237

429

Portúgal

-179

58

237

Litháen

-147

238

385

Tékkland

-114

62

176

Slóvakía

-87

43

130

Önnur lönd

-485

2.083

2.568

Tíðasti aldur brottfluttra var 25 ár
Árið 2009 voru flestir brottfluttra á aldrinum 25–29 ára. Tíðasti aldur brottfluttra var 25 ár. Flestir aðfluttra voru aftur á móti á aldrinum 20–24 ára árið 2009. Tíðasti aldur aðfluttra var 25 ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björn kanski á hún bara ekki fyrir farinu?

Eyjólfur G Svavarsson, 21.9.2010 kl. 17:27

2 Smámynd: Björn Birgisson

Líklega ekki!

Björn Birgisson, 21.9.2010 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband