Tveir á höggstokkinn eða enginn

"Fyrst verði greidd atkvæði um Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, því næst um Ingibjörgu Sólrúnu, fyrrverandi utanríkisráðherra, þá Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og loks Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskipta- og bankaráðherra."

Gangi málið svona langt, sem ég efast stórlega um, eru tvær niðurstöður líklegri en aðrar.

1) Geir kærður, Árni kærður, Ingibjörg Sólrún ekki kærð, Björgvin ekki kærður.

2) Enginn fjórmenninganna verður kærður.

Verði fyrri niðurstaðan fyrir valinu verður allt vitlaust. Ríkisstjórnin neyðist til að halda áfram, hvort sem hún vill eða ekki. Sjálfstæðismenn verða æfir og kuldi þeirra í garð Samfylkingarinnar breytist í grímulaust hatur, þannig að um samvinnu þeirra flokka verður ekki að ræða í bráð.

Verði seinnni niðurstaðan fyrir valinu munu flestir anda léttar og viku síðar verða allir búnir að gleyma þessu stórundarlega máli. 


mbl.is Skila umsögn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sæll....Er alveg nokk viss að þeir Geir og Árni M verða kærðir(slátraðir)..og hin sleppa....

Úr því að svona á að greiða um þetta...þá kemst samfylkingin frá þessu eins og hún vill..

Er þetta tillaga frá Samfylkingunni að greiða atkvæði svona??

Halldór Jóhannsson, 23.9.2010 kl. 21:02

2 Smámynd: hilmar  jónsson

(Verði seinnni niðurstaðan fyrir valinu munu flestir anda léttar og viku síðar verða allir búnir að gleyma þessu stórundarlega máli.)

Björn: Ertu bara að reyna að fiska upp pirring í kommentakerfið þitt með þessum skrifum ?

Þú getur bókað það, að verði seinni niðurstaðan að veruleika, þá mun upphefjast hér ástand þar sem búáhaldabyltingin verður létt barnagæla til samanburðar..

hilmar jónsson, 23.9.2010 kl. 21:02

3 Smámynd: Björn Birgisson

Halldór, vitaskuld er þetta ekki tillaga frá Samfylkingunni, þetta eru bara mínar vangaveltur! Samfylkingin lætur mig aldrei vita af neinu, ekki frekar en Björgvin í aðdraganda hrunsins.

Björn Birgisson, 23.9.2010 kl. 21:10

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar segir: "Þú getur bókað það, að verði seinni niðurstaðan að veruleika, þá mun upphefjast hér ástand þar sem búsáhaldabyltingin verður létt barnagæla til samanburðar....."

Ég get auðvitað ekki neitað þessari staðhæfingu, en hef enga trú á henni.

Björn Birgisson, 23.9.2010 kl. 21:14

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Sjaldan hefur nokkrum stjórnmálamanni  verið fengið eins hættulegt vopn í hendur og Atla Gíslasyni, þegar hann var gerður að formanni nefndar sem tekur afstöðu til vanda stjórnmálamanna árið 2008 á grundvelli upplýsinga sem við höfum árið 2010.

Þegar við bætist að um er að ræða fulltrúa stjórnmálahreyfinga sem bítast um kjörfylgi við flokk Atla, þá verður enn ljósara á hve þunnum ís nefndin hans skautar.

Guð gefi að ekki verði sett af stað þingmannanefnd sem gerir úttekt á sölunni á HS orku undir fjármálaráðherra Steingrími og umhverfisráðherra Svandísi! Say no more, eins og "Kristján-heiti-ég-Ólafsson" hefði sagt!

Flosi Kristjánsson, 23.9.2010 kl. 21:14

6 Smámynd: Björn Birgisson

Flosi, fari þetta eins og niðurstaða (1) sýnir, og komist Sjálfstæðismenn til valda í náinni framtíð, máttu vera viss um að slík þingmannanefnd verður einmitt sett á laggirnar! Geymt skal það vera, en ekki gleymt!

Algjörlega sammála þér með þunna ísinn. Þetta er svo erfitt og vandmeðfarið mál að þingið ræður ekkert við það. Það er hægt og bítandi að koma í ljós.

Björn Birgisson, 23.9.2010 kl. 21:31

7 identicon

Ég finn fyrir mjög alvarlegum frumeindaþrýstingi og þindarþani í hvert skipti sem ég reyni að hugsa um þetta mál. Verð að leggja mig. Hringið í mig þegar málið er dautt.

Hoppandi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 21:48

8 Smámynd: Björn Birgisson

Það er naumast að þú ætlar að fá þér langan lúr, Hoppandi góður!

Björn Birgisson, 23.9.2010 kl. 21:57

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Verði kosið um einn í einu og þingflokkur Samfylkingar greiði með því að Geir verði ákærður, þá er það einboðið að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, mun greiða atkvæði þannig að Ingibjörg verði líka ákærð. Sami háttur yrði hafður á með Árna og Björgvin.  Þannig að verði kosið um einn og einn þá eru það annað hvort allir eða engin fyrir landsdóm.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.9.2010 kl. 10:02

10 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn, líklega er þetta rétt hjá þér. Reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn lýst andstöðu sinni við málið í heild, en honum verður væntanlega ekki skotaskuld úr því að skipta um skoðun fari illa fyrir Geir.

Björn Birgisson, 24.9.2010 kl. 10:08

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég spjallaði stuttlega við ónefndan þingmann Sjálfstæðisflokksins í gær. Sá þingmaður sagði það alveg klárt, að ef að Samfó ætlaði að vera með einhvern monkey bissnes varðandi þessar ákærur, þá verði því mætt á svipaðan hátt og ég lýsi hér að ofan og það sem meira er, Samfylkingunni hefur verið gert það ljóst. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.9.2010 kl. 10:25

12 Smámynd: Björn Birgisson

Líf og fjör á Íslandi. Alltaf skulu Íslendingar vera bestir og fremstir í öllu. Nú á að innleiða nýja tegund af ákæruvaldi sem er alfarið byggt á flokkslínum án nokkurs tillits til hugsanlegrar sektar eða sýknu!

Þessi nýung mun væntanlega vekja mikla athygli umheimsins, en ólíklegt er að hún verði tekin upp í mörgum löndum sem vilja kenna sig við lýðræði og réttlæti.

Oft er talað um 3. heiminn í heldur neikvæðri merkingu.

Ætla nú Íslendingar að hafa forgöngu um stofnum 4. heimsins?

Björn Birgisson, 24.9.2010 kl. 11:19

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við höfum stofnað þennan 4. heim Björn minn og það er langt síðan.

Í þriðja heims löndum sjáum við gjarnan myndir af því þegar hjálpasamtök eru að gefa hungruðum mat.

Þetta hefur tíðkast lengi á Íslandi og breyttist ekki hætis hót á tímabilinu nýliðna þegar ákveðið var að byggja samtímis tónlistarhöll. Háskólasjúkrahús á heimsmælikvarða ásamt listaháskóla svo eitthvaðsé nefnt.

Þriðja heims þjóðir þekkjast á skorti á þekkingu, tækni. upplýsingum, aðgengi að drykkjarvatni og kunnáttu til að verjast sjúkdómum.

Þrátt fyrir að við höfum höndlað þetta allt erum við að líkna soltnum fjölskyldum með samskotum og íslensk börn ala með sér brotna sjálfsmynd sem er ávísun á einelti.

Þetta gæti verið lýsingin á 4. heiminum Björn. 

Við erum áreiðanlega bestir í öllu.

Árni Gunnarsson, 24.9.2010 kl. 12:50

14 Smámynd: Björn Birgisson

Svo lang, lang bestir að það hálfa væri hellingur!

Björn Birgisson, 24.9.2010 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband