Alþingi götunnar heiðrar Atla Gíslason

"Alþingi götunnar mun heiðra Atla Gíslason alþingismann fyrir utan Alþingi klukkan hálf eitt á morgun. Verður Atli heiðraður fyrir störf hans í þingmannanefnd um Landsdóm. Í tilkynningu frá Alþingi götunnar segir að það verði að fara fram umræða á réttum vettvangi um störf og ábyrgð ráðherra fyrir hrun Íslensku bankanna.

Alþingi götunnar segir Atla hafa staðið fastur fyrir og stýrt störfum nefndarinnar, svo sómi er að. Telur hreyfingin að íslenska þjóðin þurfi að fá umræðu um þessi mál, því fari svo að mál fyrrverandi ráðherra verði ekki tekin fyrir er hætt við siðferðisbresti í íslensku samfélagi.

,,
Bankamenn eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Ráðherrar fyrri stjórnar eiga ekki að geta hlaupist undan ábyrgð sinni í skjóli kunningjasamfélagsins.
 Séu þeir saklausir og ekki næg ástæða til ákæru frá Landsdómi, þá mun það koma fram og því hafa þeir ekkert að óttast, en komi annað fram, er nauðsynlegt að það verði skýrt í hverju ábyrgðin felst svo við getum í framtíðinni reitt okkur á stjórnkerfið og treyst því að Lýðveldið standist og slíkt gerist ekki aftur," segir í tilkynningu frá Alþingi götunnar.

Ræðan, sem verður flutt við athöfnina:

Kæri kollegi, Atli Gíslason;
Við erum hér samankomin til að veit þér heiðursmedalíu Alþingis götunnar.
Við þingmenn og þjóðin öll, bindum miklar vonir við störf þín í þingmannanefnd um setningu Landsdóms.
Hér á Íslandi hafa orðið þau ósköp að fjármagnskerfið hefur hrunið með þeim afleiðingum að um þriðjungur heimila eru gjaldþrota og enn fleiri á leið í gjaldþrot. Engar aðrar eins hörmungar hafa gengið yfir þessa þjóð á síðari tímum.

Þjóðin á því rétt á því að það sé fjallað um ábyrgð ráðherra í þessu hruni.
Störf þín, sem formaður nefndarinnar er það mikilvægasta sem er að gerast í samfélaginu þessa dagana. 
Okkur er það öllum ljóst, að fái þjóðin ekki umræðu á réttum vettvangi um ábyrgð ráðherra fyrri stjórnar, þá verður sá siðferðisbrestur í samfélaginu sem ekki verður bættur í bráð. 

Séu fyrrverandi ráðherrar saklausir, þá mun það koma fram, og nafn þeirra verður hreinsað. Hinsvegar, ef það kemur í ljós fyrir Landsdómi, að æðstu handhafar framkvæmdavaldsins hafi brugðist skyldum sínum, þá verður að taka á því eins og lög kveða á um. Öll þurfum við að bera ábyrgð á daglegum störfum okkar, þar skal enginn verða undanskilinn.

Atli Gíslason,- það eru miklar vonir bundnar við störf þín. Á meðan heimilin falla hvert af öðru, krefst þjóðin þess að það sé rætt hvernig þetta gat gerst. Landsdómur verður að komast á. Landsdómur er sá vettvangur, þar sem ber að ræða og taka á stjórnmálalegri ábyrgð æðstu ráðamanna.
Í húfi er traust almennings á að hér sé í reynd lýðræði.

Fyrir störf þin sem formaður þingmannanefndar um Landsdóm, sæmum við Alþingismenn götunnar, þig kollega okkar á Alþingi Íslands, heiðursmedalíu búsáhaldarbyltingarinnar. 
Megi þessi viðurkenning hvetja þig og fleiri góða þingmenn til dáða í störfum ykkur, fyrir þjóðina. Þjóðin þarf á því að halda. Kærar þakkir." segir á dv.is

Hverjir skyldu standa að Alþingi götunnar og hvernig voru þingmenn þess valdir?

www.althingigotunnar.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Atli is the MAN....

hilmar jónsson, 26.9.2010 kl. 23:50

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hver er heiður Atla, felli þingið tillögu hans?  Hvaða heiður hlýtur Atli vísi landsdómur málinu frá, vegna galla í málatilbúnaði?  Hvaða heiður hlýtur Atli Gíslason, verði ráðherranir sýknaðir, sökum veiks kærugrunns?  Hver verður staða þingmanna er kjósa með kærum, verði niðurstaða landsdóms það sem fram kemur í annað hvorri spurningunni, á undan þessari?   Í það minnsta einn þingmaður hefur lýst yfir stuðningi við kærurnar, á þeirri forsendu að nauðsynlegt sé að fara í pólitíkst uppgjör við markaðshyggjuna fyrir dómstólum.  Munu fleiri þingmenn segja já við kærum, svo þetta uppgjör geti farið fram fyrir dómstólum?   Skiptir þá engu máli, ef að satt reynist, að fylgi fulltrúa Framsóknar í Atlanefnd við ákærurnar, hafi verið fengið fram með hjásetu Atla vegna rannsóknar á einkavæðingu bankana?  Er það faglegt að hóta stjórnarslitum, verði ákærur ekki samþykktar?  Eiga menn heiður skilinn fyrir fagleg vinnubrögð sem hóta slíku?

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.9.2010 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband