Ætlar Evrópusambandið að greiða fæðisreikninginn?

„Við munum ekki greiða hvaða gjald sem er fyrir samkomulag,“ sagði Maria Damanaki.

Merkilegt að Evrópusambandið skuli telja sig eiga mest allan makrílinn sem svamlar um í lögsögunni okkar og étur upp allt sem fyrir verður og kengruglar lífkeðjuna í hafinu í kring um Ísland.

Við ættum kannski að senda Evrópusambandinu reikning fyrir öllu því gúmmelaði sem makríllinn étur sannanlega innan lögsögunnar okkar?

Hann yrði ansi hár sá reikningur.

Mér skilst að álitið sé að 1-2 milljónir tonna af ránfiskinum leggi leið sína um lögsöguna okkar.

Það er mjög kostnaðarsamt að hafa 1-2 milljónir kostgangara, kannski fleiri, í fullu fæði svo mánuðum skiptir.

Hver á að borga?


mbl.is ESB lætur hart mæta hörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta er náttúran og það er lítið sem þú og nokkur maður getur gert ef stofnar ránfiska koma inn í íslenska lögsögu. Þá sérstaklega fiskistofnar sem ekki eru veiddir.

Makríll gengur sjaldan inn í íslenska lögsögu, og um þessar mundir er hann á leið útúr henni með miklum hraða.

Makríll er ennfremur flökkustofn sem fer þangað sem honum þóknast, og geta íslendingar því ekki gert meira tilkall til hans frekar en annara flökkustofna sem koma inn í íslenska fiskveiðilögsögu.

Jón Frímann Jónsson, 27.9.2010 kl. 20:22

2 Smámynd: Björn Birgisson

"Makríll (fræðiheiti: Scomber scombrus) er straumlínulagaður hraðsyntur uppsjávarfiskur af makrílætt sem finnast báðum megin við Norður-Atlantshafið. Makríll er algengur fiskur í svölum sjó og ferðast um í stórum torfum nálægt yfirborði sem koma að ströndum í fæðuleit að sumarlagi þar sem vatnshiti er milli 11° of 14°C. Á veturna halda torfurnar sig á meira dýpi og fjær landi. Markríll er svifæta og heldur sig þar sem áta og hitastig er hagstætt. Í ætisleit fer hann í miklar göngur norður um Noregshaf, norður með Noregi og síðustu ár til Íslands. Rauðáta er mikilvæg fæða hans en hann étur einnig svif og fiska. Makríll er sundmagalaus og sekkur því ef hann er ekki á stöðugri hreyfingu. Magn af makríl í Norðursjó minnkaði mikið upp úr 1960 vegna ofveiði.

Hann er langlífur og hefur hámarksaldur makríls greinst 25 ár og þekkt er að fiskar geta orðið meira en 66 sm langir. Fiskurinn verður kynþroska við 2-3 ára aldur. Í lok fyrsta árs er makríll um 27-28 sm og er þyngdin þá 160-179 gr. Við níu ára aldur er meðallengd makríls um 40 sm og þyngdin um og yfir 600 gr.

Þrír stofnar makríls eru í NA-Atlantshafi en þeir eru Vesturstofn sem er lang stærstur, Suðurstofn og Norðursjávarstofn.

Makrílgöngur hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár og er breytt göngumynstur talið orsakast af hlýnun sjávar.

[breyta] Makríll við Ísland

Makríll fannst svo vitað sé í fyrsta skipti við Ísland árið 1895. Árið 2005 bárust margar tilkynningar til Hafrannsóknarstofu um makríl. Makrílafli var fyrst skráður af Fiskistofu árið 1996 en fram til 2005 var þessi afli oftast veiddur utan íslenskrar lögsögu. Makrílveiðar Íslendinga eftir árum

  • 2006 4200 tonn
  • 2007 36500 tonn
  • 2008 112353 tonn
Makrílflak í tómatsósu, vinsæll réttur í Skandinavíu og á Bretlandseyjum.

Makríll er vinsæll matfiskur og þykir ljúffengur. Hann er annað hvort eldaður eða notaður sem sashimi. Makríll inniheldur mikið magn af vítamíninu B12 og omega 3 fitusýrum.

Í Skandinavíu og á Bretlandseyjum er dósamakríll í tómatsósulegi algeng fylling í brauðsamlokum.

[breyta] Makrílstofninn

Hrygningarstofn Makríls í NA-Atlantshafinu árið 2009 er af Alþjóðahafrannsóknarráðinu metinn 2.6 milljón tonn." Wikipedia

Björn Birgisson, 27.9.2010 kl. 20:37

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, ég landaði Makríl í Grindavík ca. 1996, sem veiddist á handfæri í Hraunsvíkinni.

Aðalsteinn Agnarsson, 27.9.2010 kl. 21:14

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Aðalsteinn, gaman að sjá þig! Hvað var gert við þann afla? Hraunsvíkin er alltaf falleg!

Á ekkert að fara að gefa skakið frjálst? Hlustar enginn á okkur Aðalsteinn minn?

Veistu að ég á frábærar minningar um sumarskak. Annars vegar með Óla Sig á Ásdísinni frá Ísafirði, hins vegar með Skapta Þóroddsyni á Sleipni frá Fáskrúðsfirði.

Björn Birgisson, 27.9.2010 kl. 21:38

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, við verðum að gefa skakið frjálst, svo fólkinu í landinu líði vel. Gaman að þú eigir

þessar góðu minningar. Þetta er lang besta vinna held ég sem til er.

Aðalsteinn Agnarsson, 27.9.2010 kl. 22:15

6 Smámynd: Meinhornið

Jón Frímann, hvaða tilkall hefur ESB til flökkustofna sem flækjast um íslenska lögsögu?

Meinhornið, 27.9.2010 kl. 22:19

7 Smámynd: Björn Birgisson

Hvar byrjar flakkið og hvar endar það? Er það kannski bara eilíf hringrás? Hver á þá hvað? Hvar er upphaf hringsins? 

Roma fólkið flakkar um Evrópu og enginn vill hafa það nálægt sér. Hver ber ábyrgð á því? Kannski Indverjar, þaðan sem fólkið er upprunnið?

Bjánaleg samlíking!

Það sem við Íslendingar þurfum að verja með kjafti og klóm er lífríkið innan 200 mílnanna okkar. Gerum við það ekki erum við dauðadæmd þjóð.

Björn Birgisson, 27.9.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband