Eru nú afturgöngur græðgisvæðingarinnar 2007 að fylkja liði til stórsóknar?

Fyrrverandi starfsmenn hins fallna Landsbanka eru að vakna til lífsins og sjá að minna er í buddunni en góðu hófi gegnir fyrir snilldina alla sem þeir lögðu til og unnu að í bankanum skítfallna, sem kenndi sig við landið allt og gott ef ekki miðin líka.

Starfsmennirnir fyrrverandi heita Ívar Guðjónsson, Árni Emilsson, Árni Kristjánsson, Steinþór Gunnarsson, Bjarni Þórður Bjarnason, Guðmundur Ingi Hauksson, Kjartan Guðmundsson, Sveinn Garðar Helgason, Helgi Þór Arason og Hafþór Hafliðason, segir mbl.is í dag.

Mig grunar að allir þessir kappar hafi fengið útborgað reglulega mánaðarlega, það er sín föstu laun og líklega ekki í lægri kantinum, svona miðað við launafólk almennt í þessu ágæta landi.

Mig grunar jafnframt að nú séu þeir að leita eftir umsömdum bónusum, vegna frábærs árangurs sem varð af störfum þeirra og beiti nú Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni fyrir þann vagn, en fullyrði svo sem ekkert í þeim efnum. Eitt er nú grunur og annað fullvissa!

Skyldu nú allar afturgöngur græðgisvæðingarinnar 2007 vera komnar á kreik, eða höfum við aðeins fengið forsmekkinn af þeim draugagangi?

Ráðlegg öllum að sofa með litla ljóstýru á náttborðinu á næstunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sef alltaf við ljós.

Sigurður Haraldsson, 28.9.2010 kl. 00:11

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki veitir af!

Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 00:35

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég er ekki viss um að ljóstýra dugi þegar svona lið fer á stjá. 2000 watta kastari væri nær lagi.

Sigurður Sigurðsson, 28.9.2010 kl. 00:39

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður Sigurðsson, ertu hræddur við drauga? 2000 wött gefa svolítið glannalega birtu!

Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 00:41

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Bankadraugar eru sýnu verri en aðrir draugar. Pínu skelkaður.

Sigurður Sigurðsson, 28.9.2010 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband