Barnalegt brotthlaup

"Hátt í 30 fundargestir gengu út þegar Ögmundur ávarpaði landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fer nú fram á Akureyri."

Einkar klaufalegt hjá Ögmundi ráðherra sveitarstjórnamála að vera að fjalla um kæruna á hendur Geir Haarde á þessum vettvangi. Sjálfsagt gekk honum ekkert illt til með því, en það var auðvitað algjör óþarfi.

Hitt er svo annað mál að það er einkar barnalegt að rjúka á dyr í hvert sinn sem eitthvað smýgur inn í eyrun sem fólki líkar ekki við.

Ef ég hefði alltaf rokið á dyr þegar konan var að lesa mér pistilinn í gamla daga, hefði ég löngum stundum verið meira utandyra en innandyra.

Nú er ég nánast alltaf innandyra.

Veit ekki alveg hvað breyttist.

 


mbl.is „Ekki með neina sleggjudóma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sjálfsagt gekk honum ekkert illt til með því,"

Nei nei, hann vill bara í mesta bróðerni láta draga þennan sérstaka heiðurs-vin sinn fyrir dóm, dæma hann til refsingar og troða honum svo í fangelsi – ekkert persónulegt!

Hvers konar helvítis hálfvitar halda þessir menn eiginlega að vi kjósendur séum eiginlega!!!?!?

Hver sér ekki í gegnum þessa pólitíksu hefndarför kommúnistanna??

"Ef ég hefði alltaf rokið á dyr þegar konan var að lesa mér pistilinn í gamla daga, hefði ég löngum stundum verið meira utandyra en innandyra."

Væntanlega er hún ekki svo illa innrætt að hafa reynt að koma einhverjum í tugthúsið en smjaðurslega kallað viðkomandi "vin" sinn í leiðinni. Ef þú hefðir ekki gengið út undir slíkum lestri ertu lydda. Svo einfalt er það.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 17:11

2 identicon

"Nei nei, hann vill bara í mesta bróðerni láta draga þennan sérstaka heiðurs-vin sinn fyrir dóm, dæma hann til refsingar og troða honum svo í fangelsi – ekkert persónulegt!"

Hann vill láta draga þennan heiðursvin sinn fyrir dóm og láta dæma um hans mál, hvort hegðun hans hafi verið saknæm. Það er ekki hans að dæma Geir, heldur eingungis að ákveða hvort hann telji að hegðun/ákvarðanir hans geti hafi verið saknæmar.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 17:16

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

innandyra kannski en utangátta

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.9.2010 kl. 17:25

4 Smámynd: Björn Birgisson

Góður Jóhannes! Hárrétt!

Björn Birgisson, 30.9.2010 kl. 17:53

5 Smámynd: Björn Birgisson

"Hver sér ekki í gegnum þessa pólitíksu hefndarför kommúnistanna??"

Er þetta ekki svolítið barnalegt?

Svona í forbifarten skal ég segja þér að þessar Landsdómskærur allar voru mér sem þyrnir í augum. Ég óskaði þess heitt og innilega að þær yrðu allar felldar í þinginu og ég skammast mín fyrir það fólk sem ákvað að senda einn stjórnmálamann fyrir dóm vegna hrunsins. Já, einn mann af öllum þeim fjölda sem gerði ótal mistök á löngum tíma.

Björn Birgisson, 30.9.2010 kl. 17:59

6 identicon

Óskaplega eru þessar hormottur Sjálfstæðisflokksins vanstilltar!!

Svo lengi sem ég hef kosið, þá hef ég kosið Sjálfstæðisflokkinn með einstaka frávikum, og er meir að segja skráður í hann. En sem betur fer hef ég ekki gengið í gegnum þann heilaþvott blinds átrúnaðar sem brýst út meðal heittrúaðra. Hvílíkur öfgasöfnuður.

Jóhannes, ég get ekki sammála þér um Landsdóm. Það átti að leiða alla ráðamenn hrunstjórnarinnar fyrir Landsdóm. Það átti líka að setja á afturvirk lög er afnæmu 2 ára fyrningu á brotum ráðamanna. Ég vil meina að ráðamenn þriggja síðustu ríkisstjórna hafi leitt þjóð sína til slátrunar með dekri sínu við vitfirrta fjárglæframenn. Ef það er ekki þeirra glæpur gegn þjóðinni, hvað er það þá? Eftir 22 ára strit mitt við að koma mér þaki yfir höfuðið er ég orðin eignalaus og skuldugur upp fyrir haus. Þetta gerðist því ég lét glepjast af fagurgala bankanna og ákvað að stækka við mig. Ég er enn að borga af íbúðinni en 35 % eignarhlutur er fuðraður upp ofan í 20% tekjuskerðingu heimilisins vegna launalækkunar af völdum hrunsins. Þetta er sá blákaldi veruleiki sem þúsundir heimila og fyrirtækja standa frami fyrir vegna dekurs ráðamanna við hrunöflin. Ekki einn einasti ráðamaður né flokkur hefur lagt til að glæpamenn hrunsins verði teknir og gerðir fjárhagslega ábyrgir fyrir því að hafa rústað hagkerfi landsins. Það er ekki að undra, því þeir voru meir og minna samsekir þessu liði. Vitandi upp á sig sektina sögðu Geir Haarde og fleiri ráðamenn: " við skulum ekki persónugera hrunið, við skulum ekki leita sökudólga". Nei það mátti sko ekki persónugera hrunið en það var alveg sjálfsagt að velta ógæfunni á heimilin í landinu í formi skuldafjötra. Svei þessum siðspilltu ráðamönnum og flokksdindlum þeirra.

Daníel (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband