Guð blessi AGS?

"Það sem af er árinu hafa 1100 fasteignir verið seldar nauðungarsölu, flestar í Reykjavík og Keflavík."

Hlustaði á hagfræðinginn Ólaf Ísleifsson í viðtali á Bylgjunni í dag. Var í bílnum mínum. Mér varð starsýnt á útvarpið, en olli sem betur fer ekki umferðarslysi.

Hrun Íslands er langstærsta hrun sem þekkist í nútímasögunni. Auk þess hrapaði gjaldmiðillinn okkar svo harkalega að helmingur verðgildis hans hvarf eins og dögg fyrir sólu.

Aldrei áður í nútímasögu vestrænna ríkja hefur nokkur ríkisstjórn fengið önnur eins verkefni í fangið og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Slíkur var viðskilnaður fyrri stjórnvalda nokkur ár aftur í tímann. Ytri aðstæður voru svo dropinn sem fyllti mælinn, en feigðin var fyrir hendi án þeirra.

Ef einhver heldur að við þessar aðstæður sé hægt að hjálpa öllum og redda flestum málum fyrir horn, þarf sá hinn sami að láta skoða kollinn á sér vandlega. Illilega vanbúin og fjárvana björgunarsveit gerir lítið gagn þrátt fyrir góðan vilja.

Ríkisstjórn Geirs Haarde leitaði til AGS og Jóhönnustjórnin kaus að halda því samstarfi áfram, enda ekkert annað í stöðunni. Fjölmargir Íslendingar hafa keppst við að lýsa AGS sem glæpasamtökum, án þess að gera sér nokkra grein fyrir því að án aðkomu AGS hérlendis væri Ísland hið nýja Atlantis. Sokkið til botns.

Nú er kallað eftir kosningum. Til hvers? Hvaða lausnir hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar kynnt, sem gera þá verðuga að stjórnarborðinu? Hafi þær verið í umræðunni, þá hafa þær farið framhjá mér.

Ég get ekki betur séð en að Íslendingar séu hægt og bítandi að rétta úr kútnum, þótt hægt fari. Var einhver von til þess að það gerðist með hraði, miðað við alvarleika hrunsins? Held ekki.

Nú sér vonandi til sólaruppkomu í austri eftir efnahagshrunið, en það verð ég að segja að í stjórnmálum landsins að öðru leyti ríkir algjört svartnætti. Hver höndin upp á móti annarri og svikabrigslin ganga á víxl. Vil ekki í þessari færslu nefna nokkurn íslenskan stjórnmálaflokk, því það er algjörlega ljóst að bjargráðin hafa öll komið að utan og þeim er stjórnað að utan, með nauðbeygðri þátttöku stjórnvalda.

Guð blessi AGS og þjóðirnar sem eru að hjálpa okkur!

 


mbl.is 1100 uppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ha!!!! Guð blessi AGS. Ja hérna. Þú meinar auðvitað Breta og Hollendinga sem ætla að losa okkur við allt umframfjármagn svo við förum okkur ekki að voða í framtíðinni.

Sigurður Sigurðsson, 30.9.2010 kl. 21:34

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, einu sinni var sagt um ágætan mann að hann þroskaðist sjaldan. Það varst ekki þú.

Björn Birgisson, 30.9.2010 kl. 22:03

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Trúlega er þetta nú rétt hjá þér Birgir, því miður! það verður bara að horfast í augu við veruleikan.

Eyjólfur G Svavarsson, 1.10.2010 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband