1.10.2010 | 14:38
Eggjakast að ráðamönnum
"Eggjum rigndi yfir forseta Íslands, biskup Íslands og alþingismenn og aðra þegar þeir gengu úr þinghúsinu í kirkju og úr kirkju í þinghúsið bakdyramegin eftir guðsþjónustuna."
Skrílsmennska af þessu tagi leysir engan vanda. Þetta er dapurlegt fyrir alla nema eggjabændur.
Nú verður lítið bakað í Reykjavík um helgina.
Eggjum rigndi yfir þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður að brjóta egg til að baka...
Við verðum að verja okkur, við verðum að ná íslandi úr klóm mafíósa... við verðum að berjast, við bara VERÐUM.
doctore (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 14:43
Þingið sem stofnun er eitt og hana eigum við að virða.
Svo eru þeir sem eru kjörnir til að sitja þingið er annað mál.
Velti fyrir mér hvers konar þingmenn það eru sem hunsa hefðbundna setningarathöfn og taka þátt í mótmælum við eigin vinnustað og hvetja jafnvel aðra til að gera slíkt hið sama.
Er hægt að komast neðar í lýðskrumi og loddaraskap?
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 15:04
Kæri doctore. Íslenska þjóðin er mikið betur sett með það fólk sem nú situr á Alþingi, en fara að skipta á því og þér, eggja- og ruslkösturum, eða öðru því fólki sem ekki kann að berjast með rökum, góðum málefnum og virðingu fyrir eignum okkar allra. Margir eru auralitlir, en en ekki fátækir í anda. Það er hins vegar hin áberandi fátækt æsingafólksins, sem líklega er mesta hindrunin fyrir raunverulegum samstöðu ábyrgra þegna þjóðarinnar, sem ekki vilja láta bendla sig við hryðjuverk gagnvart fólki eða sameiginlegum verðmætum okkar allra.
Fiflin dansa meðan þrek þeirra endist. Þegar þeir gefast upp, mun hin virka forysta stíga fram á sviðið.
Guðbjörn Jónsson, 1.10.2010 kl. 15:09
mikið er ég sammála
Berglind Hermannsdóttir, 1.10.2010 kl. 15:10
Hjartanlega sammála þér Björn og Guðbjörn, vel orðað!
Dagrún (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 15:13
Heppnir eru þeir er skilið eiga að á þá rigni eldi og brennisteini en sleppa með egg og tómata...
Óskar Guðmundsson, 1.10.2010 kl. 15:30
Það eru afar veik rök að þessi ónýta stjórn eigi að sitja vegna þess að það sé ekki til neinn skárri kostur. Heyrnalausir og blindir stjórnmálamenn virðast því miður þurfa að finna fyrir eggjaskurn á kinn til að taka eftir hrópandi óánægju atvinnurekanda þeirra. Þessi þingsetning í dag var sorgleg í alla staði og ég er sammála því að eggjakast og annars konar skemmdarverk er ekki eitthvað sem viljum sjá meira af því það dregur athyglina frá fjölskyldufólkinu sem er að mótlæta því óréttlæti sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir. Fólk er að missa heimili sín og á erfitt með að fæða og klæða börn sín. Hvort að eggjaskurn geri þingmönnum grein fyrir þeim sársauka sem þeir eru að valda fjölskyldum í landinu er svo annað mál en eitthvað verður að gera!
Pétur Harðarson, 1.10.2010 kl. 15:40
Jæja Guðbjörn.. hvað rök ertu að tala um.. þú býrð augljóslega ekki í sama landi og ég.
Þú heyrir ekki sömu fréttir og ég, þú sér ekki sama óiréttlæti og ég...
Þú vilt bara vera bældur íslendingur sem bugtar sig og beygir í takt við það yfirvald sem er í gangi þá og þá stundina... er það ekki.
Við þurfum að losna við 4 flokka og alla sem þeim tengjast, við þurfum algerlega nýtt blóð og nýja hugsun.
Til þess þá þarf að brjóta ekki bara egg, heldur hefðiðr og mafíubönd.
DoctorE (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.