5.10.2010 | 19:53
Blaðamaðurinn og þingmaðurinn féllu báðir á prófinu
"Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja, að lítill árangur hafi orðið á fundi þeirra með fulltrúum stjórnarflokkanna um leiðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna."
Þegar Þór Saari, formaður Hreyfingarinnar, var beðinn um að gefa fundinum einkunn fyrir árangur á bilinu 0 til 5 svaraði hann: 0,5.
Hvers konar blaðamaður biður stjórnmálamann að gefi fundi með pólitískum andstæðingum sínum einkunn? Þess þá heldur að þetta var hálfgerður kynningarfundur og fyrir lá að engar stórar ákvarðanir yrðu teknar. Ég ætla að gefa blaðamanninum stórt núll fyrir þessa spurningu.
Ég veit að Þór Saari er um margt mjög glöggur maður, en með því að voga sér yfirhöfuð að svara svona heimskulegri spurningu, sýnir hann af sér ótrúlegt dómgreindarleysi og svarið er ekkert annað en enn ein blaut tuska í andlit þjóðarinnar, sem bíður þess í ofvæni að kjörnir fulltrúar fari loksins að róa í takti við og fyrir þjóðina.
Þór Saari fær falleinkunn fyrir svarið rétt eins og blaðamaðurinn fyrir spurninguna.
Báðir hljóta að geta betur.
Vilja ekki breyta um stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það getur verið að lagfæra þurfi tilboðið um greiðsluaðlögun þannig, að skuldara bjóðist að færa skuldina niður í 90% af markaðsvirði eignar í stað 110% eins og nú er.
Bankamenn sögðu í viðtölum að þetta væri gott úrræði en hafi verið talað mikið niður. Ef þetta úrræði væri bætt lítillega, getur hugsast að það fari að njóta vinsælda.
Doddi (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 20:32
Sæll aftur Björn.
Þessi fundur var tóm sýndarmennska af hálfu Jóhönnu og Steingríms. Þau þóttust vera að bregðast við kröfum almennings um að skotgrafarhernaðinum yrði hætt, en tilkynntu það t.d. fyrirfram að þjóðstjórn kæmi ekki til greina og að fundurinn væri bara til að tilkynna stjórnarandstöðunni hvað þau væru að gera eða hvað þau hygðust gera. Hvers konar samvinna er það?
Þór Saari gerði rétt með því að gefa fundinum falleinkunn því stjórnarparið stóðst ekki prófið, hafi þau raunverulega ætlað að láta reyna á hæfileika sína til að ná sáttum við stjórnarandstöðuna.
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2010 kl. 20:33
Svanur Gísli, hér ert þú að fabúlera um hluti sem þú getur ekkert vitað um. Þú veist ekki nokkurn hlut um vilja Steingríms og Jóhönnu til aukins samstarfs á pólitíska sviðinu. Skáldar bara í eyðurnar. Þór Saari gerði rangt í að svara bulli blaðamannsins með viðlíka bulli.
Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 20:43
Sveinn, Marinó og ríkisvaldið ræðast við á morgun. Það virðist vera að komast hreyfing á málin, enda ekki seinna vænna. 90% hljóma langt um betur en 110%. Ekki í allra eyrun þó! Ég held að AGS þrengi verulega að ríkisstjórninni í þessu máli.
Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 20:47
Björn Birgsisson reit:
Hver er skáldskapurinn? Ég skrifa;
Nokkru áður var þetta haft eftir Jóhönnu í viðtali.
Í sömu frétt er fullyrt að Jóhanna hafi aftekið Þjóðarstjórn. Hvar er fabúleringin Björn????
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2010 kl. 21:04
Svanur Gísli, sé enga ástæðu til að munnhöggvast við þig. Þú nefnir þjóðstjórn. Margir myndu fagna slíkri stjórn. Ég spyr: Geta ekki fulltrúar stjórnarandstöðunnar komið að nauðsynlegum málum án þess að mynduð verði Þjóðstjórn?
Hverjir kusu þetta fólk á þing? Fyrir hverja á þetta fólk að vinna? Var það eingöngu kosið á þing til að berja á ríkisstjórninni og gefa skít í velferð almennings, sem þó kaus þetta fólk, til þess eins að skora einhver stig í keppninni við að lítillækka ríkisstjórnina? Ef Steingrímur og Jóhanna óska eftir nánari samvinnu, þá trúi ég því að þau meini það sem þau segja.
Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 21:17
Sæll Björn. þá trúi ég að þau meyni það sem þau segja... Ja mikið andskoti ert þú trúgjarn maður. Ég þekki engan sem trúir orði af því sem þau segja, og þess vegna meðal annars voru mótmælin á austurvelli. Hafðu það gott Björn minn.
Eyjólfur G Svavarsson, 6.10.2010 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.