5.10.2010 | 21:27
Þráinn skundar á Þingvöll
"Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, mun taka sæti í Þingvallanefnd, en tilkynnt var á Alþingi í kvöld að samflokksmaður hans, Þuríður Backman, hefði sagt af sér."
Af ýmsum ástæðum held ég að Þráinn Bertelsson verði frábær fulltrúi í Þingvallanefnd. Meira að segja betri þar en á Alþingi, en kasta þó engri rýrð á störf hans þar.
Skil hins vegar ekki af hverju alþingismenn þurfa endilega að sitja í þessari ágætu nefnd!
Þráinn í Þingvallanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er lögbundið að alþingismenn sitji í Þingvallanefnd. Þannig að það þarf þá að breyta lögunum ef fólk vill hafa annan hátt á því máli.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.10.2010 kl. 21:52
Ég er sammála þér Björn, ég tel að Þráinn verði góður í þessari nefnd. Ég hef alla tíð borið virðingu fyrir Þránni Bertelsyni en störf hans á þingi hafa valdið mér vonbrigðum. Hann er ekki á heimavelli þar, listamenn eru kannski ekki bestir í pólitík.
Gunnar Heiðarsson, 5.10.2010 kl. 21:56
Þorsteinn, takk fyrir þitt góða innlit. Þá þarf að breyta þeim lögum. Margt gott fólk, utanþings, er betur fært um að sitja í Þingvallanefnd, en blessaðir þingmennirnir okkar, þótt margir séu þeir ágætir.
Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 22:53
Gunnar Heiðarsson, það er ómögulegt að leggja nokkurn dóm á störf Þráins á hinu háa Alþingi. Hann fór þangað inn á ákveðnum grundvelli, en sá grundvöllur hvarf. Af bóklestri tel ég að Þráinn sé á heimavelli á Þingvöllum og því fínn fulltrúi í Þingvallanefnd og óska honum alls hins besta í störfum sínum þar. Þakka þér innlitið.
Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 22:59
Þráinn á ekki að vera í neinni nefnd því hann er svikari. Sveik kjósendur sína með því að ganga í VG. Eða var það partur af samkomulagi hans við sína kjósendur. Held ekki.
jonas (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 23:04
Það verður ábyggilega bráðskemmtilegt fyrir hina sem sitja í Þingvallanefnd að fá Þráin í nefndina. Hann mun ábyggilega lífga upp á hana.
Eftir að barrtré voru söguð niður í einhverju bríaríi í stórum stíl hérna um árið hefur grágæsum stórfjölgað í þinghelginni. Er nú svo komið að sökum þess að þær eiga til að skilja stykkin sín hvar sem er án þess að gæta að Þingvellir eru sagðir vera einna merkastur staðu á Íslandi, þá hefur Þingvallakirkja verið lokuð fyrir túristum í allt sumar.
Ástæðan er sú að töluvert hefur borið á því að gæsaskítur hafi þá náttúru að þegar á er stigið, festist hann undir skótau flestra þeirra sem ganga um göngustíga á Þingvelli og berst jafnvel inn í kirkjuna. Hefur starfsfólk haft ærna vinnu við þrif af þessum sökum og þar sem nauðsyn ber að skera niður öll óþörf útgjöld í rekstri opinberra stofnana á borð við þjóðgarðinn og þar með kirkjuna, er auðveldara að loka kirkjunni fyrir forvitnum útlendingum sem Íslendingum sem hvort sem er kunna ekki að koma í veg fyrir að þessi ófögnuður frá gæsunum berist inn í kirkjuna enda á hann ekkert brýnt erindi þangað.
Kannski mætti planta aftur barrtrjám á Þingvelli svo koma mætti í veg fyrir óþarflega mikið magn af gæsaskít sem nóg virðist vera nú af í þinghelginni og kringum kirkjuna.
Vonandi rekst okkar bráðskemmtilegi Þráinn á þessar línur.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.10.2010 kl. 23:09
Mosi, þakka þér þetta ágæta innlit. Menn eins og þú eru alltaf ágætt krydd í tilveruna.
Björn Birgisson, 5.10.2010 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.