Listamenn af ríkisstyrkjum?

Í umræðum um fjárlagafrumvarpið sagðist Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ekki skilja hvers vegna verið er að styrkja listamenn.

Mikið ósætti ríkir um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár enda er víða skorið niður og svíður marga undan niðurskurðarhnífnum. Til dæmis má nefna að framlög til flestra listgreina dragast saman í fjárlögum fyrir 2011. En samtals rennur um hálfur milljarður til reksturs tónlistarhússins. Hinnar umdeildu Hörpu, glæsilegasta minnisvarða 2007 æðisins. 

Í umræðum á Alþingi í gær ræddi Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þessi vinnubrögð. Kvaðst hann ekki þola tónlistarhúsið og spurði hvers vegna þessir listamenn fengju sér ekki vinnu eins og venjulegt fólk gerir nú í atvinnuleysinu!

Ég spyr nú bara. Geta þessir listamenn ekki greitt sér arð af tapinu sínu eins og sumir hafa gert?

Ja hérna Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú með í því að segja að þeir sem geta ekki lifað af list sinni, verða bara að hætta og fara að vinna.
Ef menn hafa brennandi áhuga á list eða hverju sem er, þá bara stunda þeir þetta með vinnu.
Ef þeir eru góðir í sínu, þá mun það skila sér á endanum, eða í það minnst eftir dauða þeirra.

doctore (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 14:58

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Listsköpun ekki vinna ?

hilmar jónsson, 6.10.2010 kl. 16:04

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er nú verið að skera niður hjá fleiri listamönnum. Barnabætur hjá þeim sem fremja stærstu lífslistina; að fjölga mannkyni.

Starfsvettvang hjá þeim sem fremja næst stærstu lífslistina; að bjarga mannslífum.

En ég get svo sem verið sammála; enga listamenn á að skerða fyrr en utanríkisþjónustan hefur verið skorin niður að því marki að hún hæfi 300 þúsund manna þorpi á heimsmælikvarðanum.

Kolbrún Hilmars, 6.10.2010 kl. 16:45

4 identicon

Það má skera vel niður í stjórnmálum; Ég skammaðist mín þegar ISG var að spandera milljónum í að reyna að komast ó öryggisóráðið; Svo allt hitt sem þetta lið er að sóa eins og við séum stórþjóð.

Ég myndi skammast mín fyrir að vera á bótum sem listamaður, geta alvörulistamenn vaxið og dafnað á bótum; Held barasta ekki, tel að það að þurfa að hafa fyrir hlutunum gefi mönnum einmitt betri listrænan talent

DoctorE (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 21:25

5 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir innlitin, mín kæru! Af hverju eruð þið ekki í ríkisstjórninni?

Björn Birgisson, 6.10.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband