7.10.2010 | 22:25
Hvort er valdameira hérlendis AGS eða ríkisstjórnin?
Samkvæmt niðurstöðu snöggrar könnunar hér á síðu virðist mikill meirihluti vera á þeirri skoðun að AGS ráði hér miklu meiru um afdrif heimilanna en ríkisstjórnin.
Fulltrúi AGS lýsti því yfir í fréttum í gær að lengra væri ekki hægt að ganga til aðstoðar heimilum í landinu en þegar hefur verið gert.
Spurt var:
Telur þú líklegt að Íslenskir ráðamenn gangi gegn vilja AGS varðandi skuldir heimilanna?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn þú dregur rangar ályktanir af skoðanakönnunni. Ráðherrarnir eru að segja þjóðinni að þeir ætli að vinna að lausnum í vanda heimilanna, m.a. taka tillit til Hagsmunasamtaka heimilanna. Á sama tíma kemur fram að 72,3% telji að ráðherrarnir framkvæma það sem AGS leggur til að ekki verði gripið til aðgerða, og selja eigi ofan af sem flestum.
Ergo: ,, 72,3% telja ráðherrana vera lygara"
Sigurður Þorsteinsson, 7.10.2010 kl. 22:59
Hvaða ályktun dró ég af könnuninni?
Björn Birgisson, 7.10.2010 kl. 23:19
Þau hafa nú verið ansi fá, sannleikskornin hjá þessari stjórn, svo ég er ekki hissa á þessari tölu 72,3%.
Eyjólfur G Svavarsson, 8.10.2010 kl. 13:09
Ég er ekkert hissa á einstökum tölum, en ég er að verða gáttaður á pólitíkinni í þessu landi í heild sinni. Þegar samstöðu er þörf, sem aldrei fyrr, hlaupa allir um víðan völl eins og hauslausar hænur, bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar og þjóðin fylgist agndofa með allri vitleysunni.
Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 13:33
Já Björn. þetta er ömurleg staðreynd.
Eyjólfur G Svavarsson, 8.10.2010 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.