Davíð í Bónus

Í júlí síðast liðnum var Mogginn að væla yfir skorti á auglýsingum í blaðinu, frá sínu uppáhaldsfyrirtæki, það er Högum. Þá skrifaði ég eftirfarandi blogg.

"Af keyptum heilsíðu auglýsingum Haga á fyrri hluta ársins voru 383, eða 97%, í Fréttablaðinu, en 13, eða 3%, í Morgunblaðinu."

"Er þetta einhver frétt? Ég hélt að allir vissu að Bónus karlarnir vilja ekki skipta við Morgunblaðið undir ritstjórn Davíðs Oddssonar. Þeir ráða því algjörlega hvar þeir auglýsa. Eins munu nýir eigendur ráða hvar þeir auglýsa þegar Haga veldinu verður skipt upp, sem hlýtur að lokum að verða gert. Þetta er bara frjálst val. Rétt eins og Morgunblaðið velur að tala alltaf fallega um Sjálfstæðisflokkinn en hæða hina flokkana og forustumenn þeirra sem mest má gera og oftast."

Þetta var fyrir þremur mánuðum. Nú er öldin önnur.

Nú ætti Mogginn að vera búinn að taka gleði sína á ný. Bónus grísinn er farinn að birtast nokkuð reglulega í blaðinu, án þess að kæmi til löggjafar þar um eins og lagt var til af velunnurum blaðsins!

Jóhannes Jónsson í Bónus er ekki lengur í Bónus, blessunarlega fyrir Moggann.

Jói í Bónus er nú Jói í Arion.

Bónus fyrir Moggann, sem þýðir bara eitt:

Davíð í Bónus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þetta er svo sem fín röksemdafærsla svo langt sem hún nær. En vonlaus barátta mín gegn auðvaldinu er sú að versla ekki í Bónusi og kaupa ekki Morgunblaðið. Hvort það leiðir íslensku þjóðina á beinu brautina verður hins vegar einfaldlega að koma í ljós.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.10.2010 kl. 17:37

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ég veit að þrátt fyrir að ég kaupi alltaf Morgunblaðið, er hvorki blaðið né ég á beinu brautinni. Svo mikið er víst.

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 17:41

3 identicon

Ég hélt við sætum öll á beinni hraðbraut til andskotans, ég, þið og allir hinir nema einn?

Hólímólí (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 17:48

4 Smámynd: Björn Birgisson

Það hlýtur þá að vera Jón (ekki fálki)! Hver annar gæti það verið?

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband